Þjálfarinn rekinn
23.1.2007 | 23:23
Dwayne Casey þjálfari Minnesota Timberwolves var í dag látinn taka pokann sinn. Aðstoðarþjálfarinn Randy Wittman hefur tekið við liðinu og mun stýra því í fyrsta sinn á móti Portland Trailblazers annaðkvöld.
Liðinu hefur gengið svona upp og ofan það sem af er tímabilinu, unnið 20 leiki og tapað 20 og er nú í áttunda sæti vesturdeildarinnar og þar með inni í úrslitakeppninni. Liðið byrjaði janúarmánuð af miklum krafti og unnu 8 af 10 fyrstu leikjum ársins en svo fékk liðið slæman skell gegn Atlanta Hawks og hefur nú tapað 4 leikjum í röð.
Orðrómurinn segir að Casey hafi misst stjórn á liðinu eftir leikinn gegn Detroit Pistons sem tapaðist eftir 2 framlengingar. Ricky Davis fór í fýlu og labbaði beint inní búningsklefa eftir að honum var skipt útaf fyrir Randy Foy í byrjun þriðja leikhluta og hlaut fyrir vikið leikbann í næsta leik sem var á móti Phoenix.
Randy Wittman hefur lengi starfað sem aðstoðarþjálfari hjá Timberwolves, ásamt því að hafa verið aðalþjálfari Cleveland Cavaliers á árunum 1999-2001. Þar var vinningshlutfallið ekki sérlega glæsilegt, 62 sigrar og 102 töp. Ekki hefur komið fram hvort Wittman verði titlaður bráðabirgðaþjálfari ("interrim coach") eða hvort hann á að stjórna liðinu út tímabilið.
Það verður fróðlegt að sjá hvaða áhrif þessi umskipti hafa á liðið og spurning hvort Wittman nái að tendra liðið uppúr meðalmennskunni sem hefur einkennt liðið að undanförnu. Eitt er víst að það býr meira í liðinu en þeir hafa náð að sýna og það er heilmikill talent í leikmönnum þess. Haldi liðið hins vegar áfram að tapa vilja margir meina að best væri að láta Kevin Garnett fara og byggja upp nýtt lið frá grunni. Ég held í vonina um að svo fari ekki
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 26.1.2007 kl. 02:50 | Facebook
Athugasemdir
Blessaður Róbert!
Heyrðu talandi um íþróttir. Íslenska handboltaliðið er búið a hisja upp um sig buxurnar! Ef þú villt horfa á leiki þá eru upplýsingar um hvernig það er mögulegt í gegnum netið hér http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item141866/
En þú veist þetta kannski nú þegar?
Kveðja,
Ingi
Ingi Björn Guðnason (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 11:11
Frábært Ég var búinn að gefa upp alla von um þetta...kærar þakkir Ingi!
Róbert Björnsson, 24.1.2007 kl. 18:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.