Á æskuslóðum Bob Dylan

bob's house2Vinur minn frá Selfossi er mikill Bob Dylan fan.  Hann kom í heimsókn í haust, í þeim tilgangi að sjá goðið á tónleikum.  Ég er nú ekki sérlegur Dylan aðdáandi en lét mig samt hafa það að mæta með honum í XCel Energy Center í downtown St. Paul, en þangað var Dylan mættur til að prómóta nýjasta diskinn sinn, "Modern Times".  Ég játa að ég hafði lúmskt gaman af tónleikunum en ekki spillti fyrir að Foo Fighters hituðu upp fyrir hetjuna og fannst mér nú mun meira stuð í þeim.

Dylan er einn af frægustu og dáðustu sonum Minnesota (ásamt Prince) og heimtaði vinur minn að við færum og skoðuðum æskuslóðir Dylans.  Þar sem ég er alltaf til í góðan bíltúr rúlluðum við því upp til járn-námu-bæjarins Hibbing, en þar ólst höfðinginn upp fram á unglingsár.  Meðfylgjandi mynd sýnir húsið sem karlinn átti heima í sem krakki og að sjálfsögðu er búið að breyta nafni götunnar í Bob Dylan Drive.  Svo var að sjálfsögðu haldið til Duluth, en þar gekk kappinn í High School.  Deginum lauk svo með skemmtisiglingu á Superior vatni og Barbeque veislu á Famous Dave´s.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.