Í Jésú nafni, Amen!

homophobesÁrið 1877 hófu Breskir nýlenduherrar að Kristna "villimennina" í Úganda og undanfarna áratugi hefur Íslenska Þjóðkirkjan haldið úti trúboði og hjálparstarfi í landinu auk þess sem Kaþólska kirkjan og Amerískir Evangelistar hafa barist um sálir þessa fátæka og stríðshrjáða lands.  Í dag er Úganda afar Kristin þjóð - en ekki virðist það nú hafa hjálpað þeim uppúr villimennskunni, nema síður sé!

Vegna alþjóðlegs þrýstings tókst þingi Úganda ekki að koma í gegn lagafrumvarpi um dauðarefsingu fyrir glæpinn samkynhneigð, en þá er almenningur bara hvattur til að taka málin í sínar hendur og dauðalistar birtast í fjölmiðlum.

Sumir hafa sjálfsagt haldið að svona villimennska tíðkist einungis í löndum Íslam - Sádí Arabíu og Íran...en ó-nei - svona er nú Kristna siðgæðið í Úganda!  Færeyingar hvað? GetLost


mbl.is Almenningur hvattur til að hengja homma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

lol

Agnes Ósk Þorgrímsdóttir (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 18:27

2 identicon

Sammála þér!

Iris (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 20:05

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

nlk

Sigurður Haraldsson, 22.10.2010 kl. 00:53

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Amen eftir efninu minn kæri.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.10.2010 kl. 01:54

5 identicon

Mér finnst þetta ekkert snúast um trú og í raun ósanngjarnt að kenna trúnni um svona ástand. Þetta snýst um öfga og öfgafólk sem því miður hefur fengið að hafa sitt fram.

Uggi (IP-tala skráð) 22.10.2010 kl. 07:07

6 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Alveg rétt. Ástandið í Úganda væri allt annað og betra ef allir væru yfirlýstir trúleysingjar.

Guðmundur St Ragnarsson, 22.10.2010 kl. 09:05

7 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Í Úganda er mikill og breiður múslimaátrúnaður, þannig að kristni er þar ekkert dóminerandi. Áður en menn hneykslast á Úgöndum ættu þeir að líta í eigin barm. Þó að dauðarefsing hafi ekki verið við samkynhneygð á Íslandi er mjög stutt síðan að hún var rædd opinberlega yfirleitt. Við höfum ekki úr háum sessi að detta og skjótt geta veður breyst í mannheimum. Það þarf alltaf að standa á verði og hefur ekkert með "trúarbrögð" eingöngu að gera. Trúleysingjar eru í mínum huga trúvitleysingjar, sífellt að þvaðra um trúmál einosg það séu þeir sem viti mest um þau. Ef svo er af hverju hefur enginn áhuga á því að heyra að þeir séu trúleysingjar nema einu sinni. "Góðan daginn ég heiti Róbert og ég er TRÚLEYSINGI." Vámaður. Ertu að meinaða cooool.

Gísli Ingvarsson, 22.10.2010 kl. 16:40

8 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Trúleysingjar eru í mínum huga trúvitleysingjar, sífellt að þvaðra um trúmál einosg það séu þeir sem viti mest um þau
Reyndar kom nýlega fram að sú er raunin.

Matthías Ásgeirsson, 22.10.2010 kl. 17:12

9 Smámynd: Róbert Björnsson

Gísli:  Samkvæmt manntali Úganda frá 2002 (sjá hér) eru 86% íbúa Kristnir og 12% múslimar.  Það er því sannarlega óhætt að fullyrða að kristni sé þar dóminerandi.  Það er rétt að stutt er síðan samkynhneigð var tekin í sátt á Íslandi - sem líkt og Úganda er jú kristin þjóð!    Hins vegar er ég alveg sammála þér og Ugga með það að það væri mikil einföldun að halda því fram að trúarbrögð séu eina uppspretta hómófóbíu og að trúleysingjar geti ekki verið á móti réttindum samkynhneigðra - en engu að síður er hómófóbían í dag helst falin í umbúðir trúarinnar og ýmsar heilagar ritningar misnotaðar til að réttlæta misréttið - rétt eins og með kvennakúgun og þrælahald, í gegnum tíðina.

Varðandi það hvort trúleysingjar viti nokkuð um trúmál þá þarf nú venjulega að kynna sér málefnið svolítið vel áður en maður tekur þá meðvituðu afstöðu að hafna þeim trúarbrögðum sem maður er alinn upp í og sem er ráðandi í samfélaginu.  Það gerir maður ekki bara svona allt í einu án umhugsunar.  Þessu til staðfestingar, eins og Matthías bendir á, birtist nýlega grein í Time magazine um könnun sem leiddi í ljós að trúleysingjar vita að jafnaði meira um trúmál en hinir trúuðu!  http://newsfeed.time.com/2010/09/28/survey-atheists-know-more-about-religion-than-believers/

Veit ekki hvernig ég á svo að svara síðustu athugasemdinni þinni á kurteisislegan hátt enda skil ég ekki alveg hvað þú ert að fara með henni!

Lifðu heill!

Róbert Björnsson, 22.10.2010 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.