Vísindamaður reynir að afhomma hrúta

GaySheep2Fyrir tveimur árum var birt rannsókn Dr. Charles Roselli, líffræðiprófessors við Oregon State University þess efnis að heil 8% hrúta væru samkynhneigðir (og ekki bara uppi á Brokeback Mountain).  Þessir hrútar kusu sem sagt frekar náin samneyti með kynbræðrum sínum og litu ekki á verslings kindurnar.  Rannsókn þessi var unnin í samvinnu við Bandaríska landbúnaðarráðuneytið (USDA) og lesa má um hana hér á vef wikinews.

En Roselli lét ekki við þetta staðarnumið heldur var ákveðið að reyna að komast að ástæðum "kynvillunnar" og ef mögulegt væri...að "lækna" hana eða útrýma með einhverjum ráðum svo sauðfjárbændur gætu haft betri not af hrútum sínum til undaneldis.

Eftir að hafa krufið mikið magn hrúta-heila komst Roselli að því að hugsanlega réðist kynhneigð hrútanna í svæði í heilanum sem kallast "hypothalamus" sem stjórnar meðal annars hormónaframleiðslu.  Þá tóku við umfangsmiklar og umdeildar tilraunir með hormónagjafir sem og genatilraunir til þess að reyna að rækta út þessa "ónáttúru" úr hrútunum.  Þessar tilraunir hafa enn ekki borið mikinn árángur (kannski þeir þurfi bara að fá Alan Chambers í lið með sér) en dýraverndunarsamtök sem og baráttuhópar samkynhneigðra hafa laggst harkalega gegn þessum tilraunum eins og lesa má í þessari frétt New York Times.  Dýraverndunarsamtökin (PETA) segja að hér sé á ferðinni grimmdarlegar og ónauðsynlegar tilraunir á dýrum og samtök samkynhneigðra segja að hér sé verið að reyna að leggja grunn að því að útrýma samkynhneigð hjá mannfólki með einum eða öðrum hætti. 

Þetta gæti skapað verulegt siðferðis-vandamál fyrir trúarofstækisrugludalla...ef hægt verður að sjá hvort fóstur ber "hommagenið"...er fóstureyðing þá réttlætanleg í því tilfelli?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sem búfræðingur verð ég nú að viðurkenna að ég sé ekki alveg tilganginn í hrútahomma sem gagnast ekki ánum á fengitímanum.

Sauðfjárrækt er jú spurning um kjötframleiðslu og ef áhugi er ekki fyrir hendi hjá herra hrút þá verður hann líklega bara að fara í hvíta húsið með rauða þakinu.

Ragnhildur frænka

Ragnhildur (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 19:35

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Hehehe...góð og gild rök hjá þér frænka!

Róbert Björnsson, 1.2.2007 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband