Cindy Sheehan

sheehanFriðar-aktívistinn Cindy Sheehan hélt fyrirlestur í skólanum mínum í gærkvöldi.  Cindy sem missti son sinn í Írak og hlekkjaði sig í framhaldinu við grindverkið á búgarði G.W. Bush í Crawford, Texas, var eins og við var að búast afar harðorð í garð forsetans. 

Hún lagði til að Bush yrði tafarlaust "impeached", tekinn úr embætti og ákærður fyrir stríðsglæpi.  Hún tók þó fram að ekki ætti að hengja karlpunginn því dauðarefsingar séu óréttlætanlegar...jafnvel þegar "vitfirrtir fjöldamorðingjar" eiga í hlut, eins og hún orðaði það. Tounge

Cindy er ein mest hataðasta kona veraldar í augum Repúblikana (á eftir Nancy Pelosi og Hillary) fyrir það hvað hún er dugleg að benda á lygarnar í Bush/Cheney.  En Cindy gaf demókrötunum engan grið heldur og gagnrýndi aðgerðarleysi þeirra á þinginu harðlega. 

Cindy var líka harðorð í garð Hillary Clinton sem hún sagði hafa verið fylgjandi stríðinu í Írak frá upphafi og væri peacemomekki líkleg til að tryggja frið í heiminum næði hún kjöri ´08.

Cindy er afar góður ræðumaður og fékk salinn til að hrífast með sér og mikið var um klapp og stuðningsöskur, en öryggisverðir þurftu líka að fjarlægja nokkra einstaklinga úr salnum sem létu ófriðlega með frammíköllum og ókvæðisorðum í garð Cindy sem þeir sögðu vera að "aiding and embedding the enemy". 

Cindy benti á eina áhugaverða staðreynd.  Stríðið í Írak kostar 10 milljónir dollara á KLUKKUSTUND og miðað við það tæki það einungis um 7 klukkustundir að borga upp skólagjöld allra nemenda í skólanum mínum (15 þús. talsins) í heilt ár ef peningunum væri varið í menntamál.

Ég vil benda áhugasömum á bók Cindýjar "Peace Mom - A Mother´s Journey through Heartache to Activism" og hér er linkur á vef samtaka hennar Gold Star Families for Peace.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband