Alberta Clipper
2.2.2007 | 23:27
Eftir óvenjuhlýjan vetur er loksins brostið á kuldakast hér í Minnesota. Heimsskautaloft norður úr Kanada blæs niður slétturnar miklu með frosti og funa. Næstu daga er spáð 20-25 gráðu frosti (á celsíus) og sé vindkælingin tekin með í dæmið jafngildir það 35 gráðu frosti.
Rakastigið er einnig mjög lágt og vill svo til að nú er loftið þurrara hér heldur en í eyðimörkinni í Arizona! Mann verkjar í lungun þegar maður dregur andann og eins gott að drekka nóg af vökva til að þorna ekki upp.
Ágætt veður til að leggjast uppí sófa með bolla af heitu súkkulaði og lesa sér til um Global Warming.
Athugasemdir
Sæll! Þetta hörmulega kulda og þurrkakast er líka að gera útaf við húðina. Hjá okkur er loftið svo þurrt að húðin á hnúunum á mér er öll sprungin! Ég þarf stöðugt að vera að bera krem á hendurnar á mér og krökkunum... Þetta er samt búið að vera góður vetur - ég gat hjólað í vinnuna þar til í desember byrjun. Og dagurinn í dag var sá versti í langan tíma. Það er samt eitt gott við þurrkinn - það hefur ekkert snjóað. Ég myndi ekki leggja í að þurfa að standa og skafa af bílnum í þessum gadd.
Heyrumst! Magnús
FreedomFries, 4.2.2007 kl. 04:48
It's justt the beginning. Stæstu mengunaríkin, hafa ákveðið að hundsa niðurstöður UN skýrslunnar og lobbya nú hart gegn þeim vísindum, sem beitt var. ÞAð má ekki stöðva hagvöxtinn. Corporate fasisminn blívur, enda getur enginn mannlegur máttur stöðvað hann. Hann er sjálfstæður organismi, sem nærist á skammtímadraumum þjóna sinna en spýtir þeim út, sem ekki þýðast.
Þú hefur væntanlega lesið geistlega reiði mína í bloggunum: Nokkur athyglisverð fróðleikskorn um fasisma - og iningarlýðræði og Fáræði.
Ég næ ekki upp í nef mér yfir heimsku og eigingirni mannskepnunnar. Þurr húð í Minnesota eða felliyiljir í Flórída. Því er ekki tekið sem hinti einu sinni. Hér eru bara viðskiptatækifæri fyrir kremsölu og húsbyggingar.
Jón Steinar Ragnarsson, 5.2.2007 kl. 11:32
Magnús: Sammála með snjóleysið...vildi ekki búa við vötnin eins og uppí Duluth eða niðrí Chicago, Cleveland eða upstate NY og fá fleiri fet af helv. "lake effect snow". Það er hægt að þrauka kuldan svo lengi sem sólin skín og það er logn. En nú fer svo líka að styttast í þessu...fer nú yfirleitt að vora um miðjan mars.
Jón Steinar: Já, í augum "neo-cons" er global warming bara eitthvað sem hægt er að græða meiri monní á. Það má heldur ekki gleyma því að sanntrúaðir "kristnir" hægrimenn trúa því að heimsendir sé handan við hornið og því tekur því ekki að hugsa um umhverfisvernd...global warming og ófriður í mið-austurlöndum er bara sönnun á spádómum biblíunnar um að það styttist í "the rapture" og þá verða hinir "sannkristnu" teknir upp til himna á meða við syndararnir megum dúsa hér í helvíti á jörð forever.
Róbert Björnsson, 6.2.2007 kl. 06:21
Róbert - þar sem við erum báðir einhverskonar vinstrisinnaðir environmentally concious libertarians (sbr. shared áðdáun okkar á Maher!) langaði mig að spyrja þig hvort þú hefðir hlitt mikið af umhverfisverndarsinnuðum libertarians? Ég hef nefnilega hitt nokkra, og miðað við hversu alienated libertarians eru frá Repúblíkanaflokknum held ég að það sé smá séns að það sé brú á milli socially liberal og environmentally concious demokrötum til environmentally concious libertarians. Og svo má ekki gleyma því að það er vaxandi vakning meðal evangelista: "creation care" er nýjasta nýtt. Það er séns að það sé hægt að byggja "cross partisan" bandalag í kringum umhverfisvernd?
Heimsendatrúarmennirnir og satanistarnir virðast vera á undanhaldi þessa dagana - og það eru bara tvö ár eftir af valdatíð aulans Bush. Við eigum enn séns!
Bestu kveðjur!
Magnús
ps - hefurðu fylgst með Jóni Val sem hefur verið að kommenta hjá mér? Ég vissi ekki að það væru svona menn á Íslandi! En það væri varla gaman að vera "liberal" bloggari ef maður hefði ekki socially conservative nuts til að karpa við!
FreedomFries, 9.2.2007 kl. 03:16
Já sannarlega eru umhverfismálin ekki lengur bara "vinstri málefni"...við sjáum t.d. á Íslandi áhugann á "hægri grænu" framboði. Þetta hlýtur jú á endanum að snúast um common sense. Ég held að hugsjón libertarians sé frelsi til allra athafna svo lengi sem þær skaði ekki aðra..en sértu að menga umhverfið þá ertu auðvitað að skaða aðra. Til að eiga einhvern séns í umhverfismálunum verður þetta að verða að "cross partisan" málaflokki eins og þú bendir á, og jú ég held að það muni takast...vonandi fyrr en síðar...sérstaklega ef við fáum evangelistana til að taka þátt líka :)
Jón Valur er sérstakur karakter. Ég hef fylgst aðeins með bullinu í honum undanfarin 2-3 ár...hann hefur verið duglegur að skrifa í blöðin og á www.kirkju.net. Þú stakkst mjög vel uppí hann á blogginu þínu og felldir hann á eigin bragði!
Ég átti smá orðaskak við hann í fyrra á http://blog.central.is/brynjarm?page=comments&id=1243770#co Held mér hafi tekist að fara svolítið í pirrurnar á honum blessuðum. Annars er Það til að æra óstöðugan að reyna að rökræða við manninn.
Róbert Björnsson, 9.2.2007 kl. 07:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.