Pale Blue Dot

Eins og meistari Carl Sagan orðaði það:  "Our planet...is a lonely spec in the great enveloping cosmic dark.  In our obscurity...in all this vastness...there is no hint...that help will come from elsewhere to save us from our selves.  Like it or not...the Earth is were we make our stand."

Því miður er ólíklegt að við finnum nokkurntíman ummerki um háþróað líf/siðmenningu utan okkar sólkerfis.  Og jafnvel þó svo ólíklega vildi til...væri nánast ógjörningur að koma á samskiptum við slík lífform...hvað þá heimsækja þau.  Lögmál náttúrunnar sjá til þess.  Því mikilvægara er það fyrir okkur...að hlúa að plánetunni okkar.  Einu mögulegu heimkynnum mannkyns...um aldir alda.


mbl.is Leita að lífi á öðrum hnöttum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Amen

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.5.2011 kl. 02:47

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sagan + Vangelis= Allur sannleikurinn og ekkert nema sannleikurinn.

Kúmen.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.5.2011 kl. 03:24

3 identicon

Gaman að heira menn vitna í Carl Sagan, án þess að hafa hugmynd um hvað verið er að tala um.

Þegar verið er að skjóta öreyndum í gegnum CERN, þá sjást öreyndir á einum stað, og síðan hverfa og birtast annars staðar.  Þetta hefur vakið hugmyndir manna um "wormhole", sem að sjálfsögðu er bara annað nafn yfir "orkustig".  Fjarlægðir eru ekki raunverulegar, heldur einungis mælikvarði miðað við núverandi þekkingu og "orkustig".  Við erum ennþá í sömu bubblunni og sprakk í upphafi, en hún bara sprakk ekki ... hún færðist ekki út, og við höfum ekki færst um millimeter.  Við erum nákvæmlega sama rykkornið og við vorum í upphafi, og þessi bubbla sem ekki sprakk, er ennþá að springa.  Við erum raunverulega í nákvæmlega sama punktinum, á sama augnablikinu í himingeimnum.  Það sem við sjáum og mælum, eru takmörk skilningarvits okkar, og er sá raunveruleiki sem við myndum okkur.

Markmið "lífsins" er að breita þessari vatnsplánetu í ryk.  Sólargeislarnir koma til jarðar, eru teknir upp af gróðri, sem breitir þeim, og við étum gróðurinn og skítum honum og myndum föst efni.  Jörðin stækkar smám saman, og vatnið minkar smám saman.  Við erum örverur í himingeimnum, sem höfum hlutverk að gegna.  Þetta hlutverk breiðist út, eins og eldur í sinu, og okkur tekst að smita önnur sólkerfi ... eða önnur sólkerfi munu takast að smita okkur.

Vísindin þurfa að finna balans, þannig að "þörf" okkar verði ekki "lífsskilyrðum" okkar að megni.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 14.5.2011 kl. 12:13

4 Smámynd: Róbert Björnsson

Það er nefnilega það...    Hvað sem því líður þá minni ég á fyrirlestur Ann Druyan, ekkju Carls Sagan, í HR 26. maí í boði Siðmenntar. 

Róbert Björnsson, 14.5.2011 kl. 12:19

5 identicon

Þessu á svo að kínkja með snaps og hæfilegum fyrirvara.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 14.5.2011 kl. 12:20

6 Smámynd: Róbert Björnsson

Að sjálfsögðu!

Róbert Björnsson, 14.5.2011 kl. 12:22

7 identicon

Það skemmtilegasta í þessu öllu saman er, að þar sem við gegnum hlutverki á þessari jörð.  Munu vera, eða voru, eða verða, skilyrði sem leiða af sér svipað ferli og hér á jörðu.  Þar sem við, erum hluti af þessu ferli og hvorki vitum, né sjáum, upphaf þessa ferlis né lok þess.  Þá sjáum við ekki hvað sé raunverulegt líf.  Við erum eins og punktur í striki á pappír, sem er að reyna að finna aðra punkta á blaðinu.  Blaðið er að sjálfsögðu fullt af punktum, en við erum að leita að slíkum punktum án þess að geta "ferðast" um blaðið og leitað.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 14.5.2011 kl. 12:26

8 Smámynd: Róbert Björnsson

Að sjálfsögðu er allt morandi í lífi þarna úti... vandinn er ekki bara fjarlægðirnar heldur líka tíminn.  Lífverur á okkar þróunarstigi koma og fara og staldra e.t.v. ekki lengi við.  Við höfum verið að senda frá okkur útvarps-bylgjur í ca. 70 ár...og mannskepnan í núverandi mynd hefur ekki verið til í nema ca. 200 þúsund ár...og verður hugsanlega útdauð innan þúsund ára ef allt fer eins og í stefnir.  

Jafnvel þó svo við værum að beina SETI hlustunartækjunum að réttu plánetunni...værum við að hlusta eftir merki sem hefði verið sent út á einhverju augnabliki fyrir mörg þúsund árum síðan.  Viðkomandi vitsmunaverur væru því mjög líklega löngu útdauðar þegar við loksins fáum merkið.  Eins væri til í dæminu að merkið hefði verið sent fyrir milljón árum síðan og þá er það löngu komið og farið....eða þá að það verði ekki sent fyrr en eftir önnur milljón ár.

Talk about a needle in a haystack!

Róbert Björnsson, 14.5.2011 kl. 12:40

9 Smámynd: Arnar Pálsson

Takk fyrir góðan pistil og athugasemdir um fjarlægðir og tíma.

Þegar maður horfði á cosmos í gamla daga svimaði mann, við að hugsa um stærðinar og tímann. Atriðið með klósettrúlluna var alveg frábært.

Hugvekja Carls mætti gjarnan fara víðar.

Arnar Pálsson, 14.5.2011 kl. 17:05

10 Smámynd: Einar Steinsson

Carl Sagan hafði einstakt lag á að koma vitneskju frá sér þannig að fólk skildi. Mikill snillingur sem dó allt of ungur.

Einar Steinsson, 14.5.2011 kl. 18:34

11 Smámynd: Róbert Björnsson

Takk sömuleiðis Arnar!

Já, Cosmos þættirnir voru hrein snilld og eins og Einar bendir á svo vel fram settir að hver sem er gat skilið innihaldið og hrifist með af undrun og lotningu...eða "inspiration".   Ég þakka fyrir að hafa séð þetta sem krakki því þættirnir vöktu upp hjá mér forvitni og löngun til að skilja meira um alheiminn.

Eitt af því sem var svo sérstakt og nýtt við Sagan var líka hans lífsviðhorf og sýn á tilveruna.  Hann var húmanisti af "guðs" náð, gagnrýndi vígbúnaðarkapphlaupið harðlega og barðist fyrir bættu menntakerfi.

Róbert Björnsson, 14.5.2011 kl. 19:15

12 Smámynd: Rebekka

Mér finnst Carl Sagan vera með svo ótrúlega skemmtilegan talanda.  Sérstaklega hvernig hann segir "human" sem "yuman".  Og já eins og Einar sagði, þá var hann snillingur hinn mesti.

Rebekka, 14.5.2011 kl. 19:26

13 Smámynd: Róbert Björnsson

Ó já...stórskemmtileg rödd og sérstakur accent :-)

Róbert Björnsson, 14.5.2011 kl. 20:18

14 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk fyrir þessa fræslu Róbert 
 
Nokkur hundruð árum eftir að Íslendingar gerðu það 
 

Sanchez: [Columbus stops Sanchez after he leaves an audience with the Queen. Sanchez looks at him, disgusted] Youre a dreamer.

Columbus: [shooting a glance out of a window] Tell me, what do you see?

Sanchez: [pausing to look] I see rooftops, I see palaces, I see towers, I see spires that reach... to the sky! I see civilisation!

Columbus: All of them built by people like me. [Sanchez doesnt respond - shocked] No matter how long you live, Sanchez, there is something that will never change between us. I did it. You didnt.
 
 
 
Hvert veit hvað verður eftir bara 100 ár, svo við tölum ekki um þúsund ár.
 
Það eina sem við þurfum að passa okkur á er að falla ekki niður í 
flatland eins og til dæmis ESB. Því þá mun þróunin stoppa
.
 Ég 
sakna Sagans. 
 
 

Gunnar Rögnvaldsson, 14.5.2011 kl. 20:19

15 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Vá þessi Bjarne er svo sannarlega með allt á hreinu. Og þá meina ég allt. Hann setur aldrei inn komment án þess að kenna okkur vitleysingunum sem höfum ekkert vit á.  Heilu fyrirlestrarnir. Þvílíkt örlæti!

Það hlýtur þó að vera einmannalegt þarna á toppnum í heimi sem samanstendur af vitleysingum.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.5.2011 kl. 22:28

16 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Jón Steinar,

Þú sagðir nokkurn vegin það sem ég hefði viljað segja.

Theódór Gunnarsson, 14.5.2011 kl. 22:56

17 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Já, það er ekki bara bjór sem er að lyfta andanum þarna.

Bráðum verðum við búina að drekka allt vatnið og breyta í fast efni og kúka og kúka þannig að jörðin verður risastór þurr kúkur. Sem svo aftur er bara rykkorn.

Hefði Sagan bara lifað til að heyra þessa vitrun, þá hefði Cosmos kannski orðið svona standup.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.5.2011 kl. 03:08

18 Smámynd: Róbert Björnsson

Talandi um að lyfta andanum Jón Steinar...  hér er áhugavert viðtal við Ann Druyan.  Þau hjónakornin voru nefnilega baráttufólk fyrir betri heimi á fleiri veg en einn þó svo það megi helst ekki tala um það á vettvangi pólitískrar rétthugsunar... þau voru jú meðal annars "ótíndir dópistar" http://www.youtube.com/watch?v=Pqnw01WOYAw&NR=1

Róbert Björnsson, 15.5.2011 kl. 15:38

19 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Ég er algerlega sammála þessari konu.  Þetta fyrirkomulag sem er við líði núna er gersamlega út í hött.

Theódór Gunnarsson, 15.5.2011 kl. 17:12

20 Smámynd: Róbert Björnsson

Já og sorglegt hvernig opinber umræða um þetta málefni hérlendis samanstendur nánast eingöngu af þöggun, lygaáróðri og hræsni. 

Róbert Björnsson, 15.5.2011 kl. 17:38

21 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Carl Sagan hafði líka mikið um þetta að segja og það er erfitt að vera ósammla honum.

Það eru nýleg dæmi um að hassolía hafi hreinlega bjargað lífi sjúklinga.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.5.2011 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband