Oklahoma vs. Dallas draumasería
16.5.2011 | 00:35
Það gleður mitt gamla Okie hjarta að OKC Thunder séu komnir í undanúrslitin í NBA. Mikið gæfi ég fyrir að upplifa stemmninguna þegar nágrannarnir í Oklahoma og Dallas takast á um sætið í úrslitunum. Þegar ég bjó í Oklahoma (og Thunder liðið hét Seattle Supersonics) gerði ég mér nokkrar ferðir niður til Dallas til þess eins að fara á Mavericks leiki. Fimm tíma akstur hvora leið var vel þess virði enda hvort eð er fátt skemmtilegra en að sigla á Lincoln Continental niður Tornado Alley. Those were the days.
Fyrsti NBA leikurinn sem ég fór á var í gömlu Reunion Arena höllinni í Dallas sem nú er búið að rífa. Mavs voru að spila við Denver Nuggets og ungur nýliði að nafni Dirk Nowitzki stal senunni ásamt þeim Steve Nash og Michael Finley.
Eftir að ég fluttist til Minnesota varð Timberwolves auðvitað liðið mitt og eitt er víst að bjartari tímar eru framundan þar...en þangað til er ekki annað hægt en að njóta veislunnar í Texas/Oklahoma.
(Aðrar ánægjulegar fréttir úr NBA í dag voru þær að forseti og framkvæmdastjóri Phoenix Suns kom út úr skápnum í dag og óskum vér honum til hamingju með það)
Er ekki við hæfi að hlusta á sjálfan Wolverine syngja Oklahoma! svona í tilefni dagsins.
Sá mömmu dansa og skaut Oklahoma í úrslit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.