Klanið eflist
6.2.2007 | 22:14
Það eru ekki bara meðlimir Frjálslynda flokksins og Nýs afls sem hafa áhyggjur af innflytjendamálum þessa dagana.
CNN hefur nýverið fjallað um mikinn uppgang Ku Klux Klan hér í Bandaríkjunum að undanförnu. Fjöldi meðlima í Klaninu fjölgaði um 63% á milli áranna 2000 til 2005. Ennfremur hefur fjölgað um 33% í öðrum öfgasamtökum svo sem hjá Ný-Nasistum en þessi samtök eru farin að vinna saman í auknu mæli og nota nú netið til að breiða út hatursáróður sinn.
Hinn dæmigerði Klansmaður er atvinnulaus alkóhólisti sem býr í hjólhýsi einhversstaðar í Suðurríkjunum, hefur lent í jailinu oftar en einu sinni fyrir að berja konuna sína, les biblíuna og mætir í messu á hverjum Sunnudegi á gamla pallbílnum sínum. Horfir svo á Fox-"News" og kýs Repúblikanaflokkinn (sem outsourcaði verksmiðju-djobbið hans til Mexíkó).
Og hver ætli sé svo staðalímynd hins Íslenska rasista? Æ...það er sennilega best að sitja á sér með það... en hvort þeir eru staddir í Grímsnesinu eða Alabama eru þeir báðir ekkert annað en aumkunarvert "White Trash"!
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Lífstíll, Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Biturð, fáfræði, fátækt á auð og anda. Þetta er greinilegt merki um aukna misskiptingu og fátækt í US, sem ekki kemur á óvart. Ekki batnar það þegar nýju fjárlögunum verður böðlað í gegn með valdi.
Ég fer stundum inn á davidduke.com og les honum pistilinn í pósti og bendi honum á þversagnir hans í athöfnum skoðunum og trú. Ég hef samt mikinn áhuga á þessari Holocaust revision eða denial, eins og kallað er. Þar finnst mér ímyslegt merkilegt sett fram og margt af því af Gyðingum sjálfum og scolörum þeirra.
Sagan er kannski alveg eins og maður lærði hana og helfararminningin máski notuð til réttlætingar annari helför gegn Palestínumönnum. Ég sakna umræðu um þetta. Það þorir því kannski enginn.
Jón Steinar Ragnarsson, 7.2.2007 kl. 01:08
Það er hárrrétt að það er fáfræðin og fátæktin á auð og anda eins og þú orðar það sem skapar hatur og tortryggni.
Varðandi málefni gyðinga, þá er það afar vandmeðfarið í umræðu. Hver sá sem vogar sér að gagnrýna hið nána samband Bandaríkjanna og Ísrael, og stefnuna í málefnum Palestínu er um leið úthrópaður anti-semítisti eða eitthvað þaðan af verra. Stutt er síðan ráðist var á Jimmy Carter fyrir slíkt. ´
Mér dettur ekki í hug að véfengja helförina og það er verulega ósmekklegt hvernig Íranir hafa látið að undanförnu...En...það eru nú liðin yfir 60 ár...hversu lengi geta Ísraelar skýlt sér bakvið helförina og ætlast til endalausrar samúðar heimsbyggðarinnar þrátt fyrir þann viðbjóð sem viðgengst í Palestínu?
Róbert Björnsson, 7.2.2007 kl. 03:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.