DirectX 10
14.2.2007 | 06:08
Einu sinni tölvunörd...ávallt tölvunörd. Ég lét loksins verða af því að uppfæra riggið mitt aðeins, enda gamla dótið að verða 3ja ára...sem er reyndar óvenju góður endingatími . Það hefur að vísu ríkt ákveðin stöðnun í tölvubransanum að undanförnu.
Ég fór inná newegg.com sem er langbesta online dótabúðin...ódýrari en tigerdirect.com, ókeypis UPS Ground flutningur, enginn söluskattur og engin helv. mail-in rebates.
Ég ákvað að byggja í kringum nýja GeForce 8800 GTS skjákortið. Fyrsta GPU-inn hannaðan fyrir Vista og sá fyrsti sem styður
DirectX 10 og Pixel Shader 4.0. Þetta skrímsli er með 640 Mb skjáminni en ef það verður ekki nóg í framtíðinni er hægt að dobbla það með því að bæta við öðru skjákorti með aðstoð SLI tækninnar og PCI-Express brautarinnar Þetta þýðir auðvitað nýtt 1 kílóvatta PSU og nokkrar kæliviftur eða vatnskælingu.
Að öðru leiti er þetta Intel Core 2 Duo E6600 2.4 GHz klukkanlegt uppí 3.3 GHz á nForce 680i móðurborði og 2 Gb ram (PC6400 DDR2 800MHz).
Þetta ætti að duga til að keyra Flight Sim X í fullum gæðum en það er fyrsta forritið sem nýtir sér DirectX 10...hafi maður hardware-ið og Windows Vista. Myndirnar hér að ofan sýna muninn á renderingu Flight Sim X annars vegar með DirectX 9.c og hins vegar DirectX 10!
Ég leyfi mér bara að segja það...Windows Vista (Ultimate) rúlar!!!
Meginflokkur: Tölvur og tækni | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:12 | Facebook
Athugasemdir
Hmmm....önnur renderingin er svo vond að vatnið gárast og stormskýin hlaðast upp í bakgrunni?
Jón Steinar Ragnarsson, 14.2.2007 kl. 16:32
Hehe já það er nokkuð til í því.
Róbert Björnsson, 14.2.2007 kl. 17:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.