MS Windows 1.0 árgerð 1985

Blue Screen of Death strax í Boot-upNú þegar maður er búinn að uppfæra í Windows Vista Ultimate er ekki úr vegi að líta aðeins um öxl og minnast fyrstu útgáfu þessa annars ágæta stýrikerfis.

Ég rakst á þessa sprenghlægilegu Microsoft auglýsingu frá árinu 1985 en brjálæðingurinn sem talar er enginn annar en meðstofnandi og núverandi CEO Microsoft, Steve Ballmer.

P.S. ætlaði að birta þessa vídeóklippu hér beint á síðunni en flash kóðinn virkaði ekki Errm  vinsamlegast smellið því á linkinn að ofan.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Gríðarlegur pakki þarna á ferðinni. Ekki furða þótt manninum væri mikið niðrifyrir.

Skiljanlegt líka að þessi ákafa sannfæring hafi komið honum í stjórnarstólinn. Þetta er alveg ótrúlegt.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.2.2007 kl. 02:50

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Já það er mikil orka í karlinum.  Það hefði verið gaman að sjá hann auglýsa nýja Vista kerfið með sambærlegum hætti.  Það var líka áhugavert að sjá að til þess að kaupa eintak varð maður að póstleggja pöntun ásamt tékka í pósthólf.  Það var ekki einu sinni hægt að hringja í þetta litla fyrirtæki til að leggja inn pöntun...enda kreditkortin ekki komin í mjög almenna umferð. 

Hvernig gekk hagkerfið eiginlega upp með ekkert internet og engin kreditkort?  Manni finnst það nánast óhugsandi þó ekki sé lengra síðan.

Róbert Björnsson, 28.2.2007 kl. 03:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.