Aðeins um John McCain

Áróðursvél Repúblikana sakaði John Kerry um "flip-flop" um árið eins og frægt var.  En það geta fleiri spilað þann leik.

Tékkið á honum John McCain öldungadeildarþingmanni Arizona og fyrrum Vietnam stríðshetju.  Hann virðist ekki alveg vita í hvorn fótinn hann á að stíga blessaður.   Á hann að sleikja upp miðjuna eða ógeðið hann Jerry Falwell og félaga?


mbl.is John McCain sækist eftir tilnefningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Björnsson

Jerry Falwell er ein þekktasta og áhrifamesta fígúran meðal öfga-hægri trúarofstækis-hyskisins í bandaríkjunum ásamt Pat Robertson.  Hann hefur grúskað ýmislegt, verið sjónvarpsprédikari og stofnaði svo sinn eigin kristilega háskóla.  Honum er afar illa við femínista, samkynhneigða, útlendinga, trúleysingja og alla sem aðhyllast önnur trúarbrögð en öfgasinnaða kristni...svona svo fátt eitt sé nefnt.  Hann hefur töluverð áhrif í Hvíta Húsinu og góðvinur G.W. Bush.

Hann hefur meðal annars látið útúr sér að hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 hafi verið vegna: "I really believe that the pagans, and the abortionists, and the feminists, and the gays and the lesbians who are actively trying to make that an alternative lifestyle, the ACLU, People For the American Way, all of them who have tried to secularize America. I point the finger in their face and say 'you helped this happen.'"

Svo sagði hann:   "AIDS is the wrath of a just God against homosexuals."

Einnig vildi hann láta banna barnaefnið "Teletubbies" af því honum fannst að einn karakterinn hann Tinky Winky væri dulbúið tákn um samkynhneigð því hann var fjólublár og með þrýhyrning á hausnum! 

http://en.wikipedia.org/wiki/Jerry_Falwell

Róbert Björnsson, 2.3.2007 kl. 01:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband