$200 ađgangsmiđi

Grand Canyon CasinoHinn nýji Miklagljúfurs útsýnispallur Indjánahöfđingjanna í Arizona verđur sjálfsagt vel sóttur af túrhestum fyrst um sinn ţrátt fyrir ađ ađgangurinn ađ herlegheitunum kosti á bilinu $49 til $199 eftir ţví hversu lengi ţú nennir ađ bíđa í biđröđinni.  Pallurinn tekur nefnilega ekki nema 120 manns í einu og búist er viđ yfir 600.000 gestum fyrsta áriđ.  Verđlagiđ er ţví taliđ eđlilegt í ljósi "supply and demand".

Fyrir ţessa upphćđ er reyndar hćgt ađ fara í ţyrluflug niđur á botn gljúfursins, eđa eiga góđa kvöldstund í spilavítunum í Las Vegas...já eđa viđ hliđina á útsýnispallinum, ţví blessađir indjánarnir hugsa sér gott til glóđarinnar ţar sem ţeir ćtla nefnilega ađ byggja stórt hótel og casínó rétt viđ gljúfurbakkann, svona til ađ ţjóna útsýnispallsgestunum enn betur!  

Sjálfur held ég ađ ég láti mér nćgja ađ gćgjast fram af gljúfur-barminum fjarri ţessari vitleysu nćst ţegar ég kíki á Grand Canyon.  Fjarri spilavítinu, án ţess ađ bíđa í tveggja tíma biđröđ og án ţess ađ borga svo mikiđ sem dollar fyrir ţađ.


mbl.is Indjánahöfđingjar og fyrrverandi geimfari í 1.200 metra hćđ yfir Miklagljúfri
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir eru nú ansi margir Laugavegirnir sem komast þarna fyrir niðri í Miklagljúfri. Gæti verið gaman að hrækja ofan af pallinum og svona kannski hittir maður einhvern leiðinlegann pólitíkus beint á hausinn ... 4þús fet ... hmmm, jújú við fáum bara alla túrhestanna til að spýta samtímis. "Skyggni ágætt, skyrpingar við og við" ;-)

Glaumur Fjarverandi (IP-tala skráđ) 21.3.2007 kl. 11:27

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband