Man in the Middle

MeechÉg var loksins að ljúka við lestur ævisögu breska NBA körfuboltaleikmannsins, John Amaechi, sem vakti mikla athygli hér vestra um daginn þegar hann kom út úr skápnum, fyrstur NBA leikmanna.  Bókin sem ber titilinn, "Man in the Middle", er afar áhugaverð lesning.  John lýsir uppvaxtarárum sínum í Manchester á englandi, þar sem hann var lagður í stöðugt einelti í skóla vegna stærðar sinnar, litarhátts og fyrir að vera gáfaðari en flestir skólafélagar hans.  Hann hafði aldrei séð körfubolta, þegar hann var plataður á æfingu 17 ára gamall.  Hann var feitur og hafði andúð á íþróttum, en það kom fljótt í ljós að hann hafði mikla hæfileika í körfubolta, og ekki bara vegna hæðar sinnar.  Hann setti sér það gersamlega óraunhæfa takmark að komast í NBA deildina til þess að sanna sig fyrir sjálfum sér og öðrum.  Í bókinni lýsir hann á skemmtilegan hátt hvernig hann náði því takmarki og fyrir körfuboltaaðdáendur er afar upplýsandi að lesa sögur hans frá lífinu í NBA deildinni bakvið tjöldin.  Margar áhugaverðar lýsingar á leikmönnum, þjálfurum, framkvæmdastjórum liðanna og umboðsmönnum.

Umfram allt er þetta þó mannleg saga sem fólk getur lesið án þess að hafa hundsvit á körfubolta, enda fjallar bókin aðallega um lífið og lífsgildin.  John Amaechi starfar nú fyrir góðgerðarsamtök sín á Englandi.  Hann hefur varið tíma sínum og fjármunum sem hann fékk í laun í NBA til þess að byggja aðstöðu fyrir körfubolta-iðkun og félagsmiðstöðvar fyrir krakka á Englandi sem annars eyddu tíma sínum á götunni.  Einnig hefur hann verið talsmaður Human Rights Campaign hér í Bandaríkjunum eftir að hann kom út úr skápnum og tekið þátt í baráttunni fyrir jafnrétti. 

Það vakti töluvert fjaðrafok þegar John kom út úr skápnum og t.d. kom fyrrum NBA stjarnan Tim Hardaway fram í sjónvarpi þar sem hann lýsti yfir hatri sínu á samkynhneigðum með frekar ógeðfelldum hætti.  Ég hvet alla til að kíkja á þetta svar John Amaechi til Tim Hardaway!  Sannur "english gentleman" og frábær fyrirmynd.

Það brugðust fleiri við þessum orðum Hardaways, þar á meðal gamli Star Trek leikarinn George Takei (Zulu) sem sjálfur kom út úr skápnum fyrir ekki alls löngu.  Hann kom fram í kvöldþættinum Jimmy Kimmel Live á ABC sjónvarpsstöðinni með þetta óborganlega "Public Service Announcement"

P.S. Líkt og John Amaechi lýsir því hvernig þetta hatursfulla statement frá Tim Hardaway er í raun jákvætt vegna þess að það opnar augu fólks fyrir vitleysunni og hræsninni í hommahöturunum, vil ég benda á íslenskan hommahatara sem opinberar innræti sitt og hans líka vel og rækilega á bloggi sínu.  Undir fölsku yfirskini "kristinnar trúar" skýtur hann sig og málstað sinn í fótinn hvað eftir annað.  Fólk sem hefur snefil af skynsemi og heilbrigðri hugsun fær andúð á slíkum fyrirlitningarfullum áróðri.  Því hærra sem hann hrópar, því stærri greiða gerir hann okkur "kynvillingunum".

Vil í þessu sambandi líka benda fólki á að lesa þessa grein Þjóðkirkjuprestsins Þóris Jökuls Þorsteinssonar, fyrrum sóknarprests á Selfossi og núverandi "sendiráðsprests" í Kaupmannahöfn þar sem honum er haldið uppi af íslenska ríkinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jón Valur er flinkur að lobbya fyrir samkynhneigða í yfirgengilegri skinhelgi sinni. Ég er viss um að á hinn bóginn er hann einnig að gera kirkju og kristinni trú mikinn ógreiða og væri hollast að eiga þessa viðbjóðslegu fordóma fyrir sig prívat.

Það er ótrúleg forpokun og forneskja í hugarfari þessara aumingjans manna.  Ég skil ekki af þeim sökum hvað samkynhneigðir vilja með viðurkenningu þessara rasista.

Kirkjan er miskilningur að mínu mati eins og þú hefur séð mig lýsa á blogginu mínu.  Kristur kom til að eyða þeirri fyrirstöðu en ekki efla.  

Jón Steinar Ragnarsson, 25.3.2007 kl. 00:48

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Já, staðreyndin er sú að svona tal skemmir mjög fyrir kristinni trú.  Þetta á ekkert skilt við fagnaðarerindið sem boðar kærleik og umburðarlyndi.  Held að flestir sjái það.

Sjálfur er ég ekki trúaður og hef engan sérstakan áhuga á blessun kirkjunnar manna.  Hins vegar snýst þetta ekki um slíkt þegar menn eins og Jón Valur halda uppi árásum og áróðri opinberlega í fjölmiðlum.  Þeir mega segja hvað sem er fyrir mér í kirkjunum sínum, en það dugar þeim ekki.  Þeir þurfa að skvetta þessari ónátturu sinni yfir allt þjóðfélagið og smita útfrá sér (svo ég noti þeirra eigið orðalag).

Svo er það nú þannig að til eru margir trúaðir samkynhneigðir einstaklingar (for better or worse) og í þeirra huga er mikilvægt að komið sé fram við þá af jafn mikilli virðingu og hvern annan.  En í stað þess er fólki úthýst og því sagt að guð hati það.

Ég er sammála þér með það að kirkjan sem stofnun sé "misskilingur".  "Organized religion" hefur litlu góðu skilað til mannkynsins í gegnum aldirnar.  Aftur á móti hafa kirkjurnar, moskurnar og sýnagógurnar skilað okkur ansi mörgum styrjöldum, kúgun og óréttlæti í gegnum aldirnar. 

Róbert Björnsson, 25.3.2007 kl. 02:20

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég hef reynt að eiga rökræður við Jón Val.  Hann kommenterar á kommentin mín og kallar þau árásir og fordóma, þótt ég reyni að aga mál mitt að fremsta megni. Fólk fær ekki síðan að dæma sjálft, því hann tekur út mín komment en lætur sín komment á mín standa.  Segist svo oftast ætla að koma og taka fyrir ummælin síðar, en gerir þau ekki.  Segir flest ekki vera svaravert.

Ótrúlega lýðræðislegur finnst ykkur ekki? 

Jón Steinar Ragnarsson, 25.3.2007 kl. 17:43

4 Smámynd: Róbert Björnsson

Jón Valur er nú búinn að "bannfæra" mig frá blogginu sínu.  Ég móðgaði hann víst svo rækilega með því að halda því fram að hann væri "hommahatari" að nú fæ ég ekki að kommenta frekar á síðuna hans.   Ég hef sennilega snert einhverja viðkvæma taug hjá karl-greyinu.  

Róbert Björnsson, 25.3.2007 kl. 18:04

5 Smámynd: Róbert Björnsson

Satt er það Elmar...get ekki sagt að ég sé miður mín yfir þessu. 

Róbert Björnsson, 25.3.2007 kl. 18:40

6 Smámynd: Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir

Ég kíkti inn á bloggið hjá honum Jóni Vali eftir að hafa lesið bloggið þitt. Mikið ofsalega er maðurinn fordómafullur. Þetta er auðvita ekkert annað en fáfræði og þrjóska. Ekki er ég nú trúuð, en ef hann er framtíð kirkjunnar þá verð ég nú bara að segja. Guð hjálpi okkur öllum.

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir, 3.4.2007 kl. 15:10

7 Smámynd: Róbert Björnsson

Sæl Gunnhildur og takk fyrir innlitið - my fellow Trekkie  

Jón er ekki framtíð kirkjunnar, ekki einu sinni þeirrar kaþólsku sem hann tilheyrir.  Það er bara þannig að sumt fólk þarf að fá útrás fyrir sínar eigin bældu tilfynningar með einhverjum hætti og þetta er leiðin hans.  Honum er mikil vorkun, ef eitthvað er. 

Róbert Björnsson, 3.4.2007 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.