Farinn til Tinseltown
22.5.2007 | 22:53
Þá er loksins komið að því...önnin búin og í fyrramálið flýg ég til Los Angeles til þess að njóta lífsins næstu vikuna.
Aðal tilgangur ferðarinnar er að vera viðstaddur þrítugs-afmælisveislu Stjörnustríðsmyndanna á "Star Wars Celebration IV" sem fram fer í L.A. Convention Center en Þarna verður að sjálfsögðu mikið um dýrðir fyrir okkur Star Wars ofur-nördana. Hvað get ég sagt? Nei, ég mæti þó ekki í búning sveiflandi geislasverði!
Þar að auki er ég búinn að tryggja mér miða á upptöku á uppáhalds sjónvarpsþættinum mínum, Real Time with Bill Maher. (Sjá brot úr þættinum í færslunni hér fyrir neðan) Er líka á biðlista hjá CBS um að komast á upptöku Late Late Show með Craig Ferguson á mánudagskvöldið.
Ég leigði mér forláta Dodge Charger sem ég mun nota til að rúnta um götur Hollywood og nágrennis og stefni svo á að finna gamla mótelið sem ég gisti á fyrir nokkrum árum rétt við bryggjuna í Santa Monica svo maður gæti aðeins slappað af við ströndina. Gamli lappinn og myndavélin verða meðferðis þannig að komist ég í wi-fi einhversstaðar er ekki ósennilegt að maður skelli inn einni og einni færslu og myndum ef maður sér eitthvað merkilegt.
Það er ansi margt að sjá og gera í Los Angeles og geri ég því ráð fyrir að vikan verði fljót að líða þó ég sé ekki búinn að skipuleggja hvern dag út í hörgul. Kannski ég kíki á standup á Improv eða Laugh Factory og hlusti á smá blús í House of Blues á Sunset Strip í WeHo. En endilega kommentið með uppástungum um hvað maður ætti alls ekki að láta framhjá sér fara...annað en Jay Leno og Universal Studios! Hvað mynduð þið gera í LA? Og ef eitthvert ykkar hefur komið til Tinseltown, með hverju mælið þið?
Kærar kveðjur!
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkur: Kvikmyndir | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir það Ólafur Hehe já það getur sko verið heljarstuð í partíi hjá einum! Það hefði hins vegar verið skemmtilegra að hafa góðan ferðafélaga...og í raun stóð það til...en hann helltist úr lestinni í síðustu viku. Lítið við því að gera...the party goes on!
Róbert Björnsson, 23.5.2007 kl. 00:31
Hef ekki komið til LA ennþá en hef komið til USA, en skemmtu þér frábærlega Fyrst þú ert Star Wars aðdáandi þá eigum við það líka sameiginlegt. Ég skrifaði fyrir stuttu pistil sem heitir Fjarlæg framtíð mannsins og kíktu á hann ef þú ert ekki búinn að því. En enn og aftur Góða skemmtun!
Margrét St Hafsteinsdóttir, 23.5.2007 kl. 01:39
Takk kærlega Margrét Já, ég las pistilinn og þetta er skemmtileg framtíðarsýn. Það er vonandi að mannkyninu endist aldur til að sigrast á geimnum...the Final Frontier. Þó það virðist kannski í óhugsandi í dag má ekki gleyma því að fyrir 105 árum datt fáum í hug að maðurinn kæmi til með að geta flogið. Og þar áður voru það úthöfin sem voru ósigrandi!
Róbert Björnsson, 23.5.2007 kl. 02:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.