Albínóar út um allt

albino squirrelÁðan rakst ég á hvítan íkorna, svipuðum þessum á myndinni, í garðinum hér fyrir framan íbúðablokkina mína.  Svona albínóa-íkornar eru víst fremur sjaldgæfir og aldrei hef ég áður séð einn slíkan.  Skemmtilegra hefði þó verið að sjá hvítan einhyrning...en þeir munu víst vera enn sjaldgæfarai.

Það sem gerir þetta þó áhugaverðara er að í blokkinni minni býr mennskur svartur albínói!  Það er að segja maður af Afrísku bergi brotinn, talar frönsku og heitir að ég held Bouba.  Hann er með ljósa húð og gulhvítt hár, en hefur þó um leið ýmis sérkenni svertingja, svo sem breytt nef og stórar varir.  Bróðir hans sem ég sé stundum koma í heimsókn er hins vegar alsvartur.

Ég veit ekki hvort er sjaldgæfari sjón, hvítur svertingi frá Afríku, eða hvítur íkorni...en að sjá hvorutveggja fyrir utan blokkina sína... only in America!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Janus

Hæhæ, já flest er nú til í henni Ameríku!! Ég sá einu sinni hvítan fugl sem ég hélt að væri albínói, en svo komst ég af það að það var bara rjúpa :)

Vissir þú af þessari? www.gaggo93.bloggar.is

kv. Jana

Janus, 5.6.2007 kl. 11:56

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Hehe góður þessi með rjúpuna!    já, takk ég vissi af þessum vef.  Það virðist vera að bætast í hópinn og gaman að sjá og heyra af þessu liði. 

Róbert Björnsson, 7.6.2007 kl. 09:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband