Flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni!

Falcon-MaybachÉg vil hafa Reykjavíkurflugvöll áfram þar sem hann er staddur í Vatnsmýrinni.  Mig grunar að reiknispekúlantarnir sem halda því fram að það væri þjóðhagslega hagvkæmt að byggja nýjan völl uppá heiði eða úti í sjó séu á villigötum og séu handbendi auðjöfra sem vilja sölsa undir sig landið til að geta byggt þar háhýsi og enn fleiri kaffihús!  (By the way...hvenær ætla Íslendingar að uppgötva Starbucks???)

Fyrir utan að þjóna landsbyggðarfólki sem á erindi í höfuðstaðinn, er flugvöllurinn einstaklega vel staddur beint við hliðina á tilvonandi "hátæknisjúkrahúsi", og svo má ekki gleyma því hversu tómlegt það yrði á Austurvelli ef Fokkerinn hætti að skríða yfir þakið á Alþingishúsinu og hinn fagri og rómantíski hljómur tveggja Pratt & Whitney 125B túrbóproppa hætti að óma yfir miðbænum.

En kannski eru það helst hinir nýríku íslendingar, eigendur þessara 8 einkaþotna sem sitja á Reykjavíkurflugvelli, sem eiga hvað mest undir í þessu máli?  Ég man þá tíð, svona rétt fyrir aldamótin og um það leiti sem ég fluttist til útlanda að það að vera ríkur á íslandi þýddi að viðkomandi átti nýjan Pajero, LandCruiser eða Grand Cherokee, sumarbústað í Grímsnesinu, gervihnattadisk og kannski eina laxveiðiá.

En mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan og mikil hagsæld geysað á þessu litla landi.  Framsæknir framapotarar sísluðu með kvóta, rússagull og fengu gefins nokkra banka og viti menn nú er maður ekki lengur ríkur maður á íslandi ef maður á ekki hestabúgarð uppá einn og hálfan milljarð og Gulfstream V einkaþotu á Reykjavíkurflugvelli, svo hægt sé að skjótast í vinnuna í London á morgnana og koma heim til að svæfa börnin á kvöldin.

Það væri hreinlega smáborgaralegt að færa flugvöllinn úr Vatnsmýrinni og bæta þar með 30-40 mínútum á ferðatíma ríku forstjóranna og láta þá þurfa að geyma Range Roverinn sinn úti á miðri Hólmsheiði þar sem skafrenningurinn fennir bílinn á kaf á skotstundu.  Viljum við hafa það á samviskunni að þessir menn komist ekki heim nógu snemma til að geta svæft blessuð börnin sín?


mbl.is Íslendingar eiga einar átta einkaþotur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Mér er alveg sama hvort flugvöllurinn verður fluttur eða ekki, þannig. Ég á sko enga einkaþolu......... ennþá  Kveðja til þín

Margrét St Hafsteinsdóttir, 8.6.2007 kl. 22:26

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Háskólann upp á miðnesheiði og Kauphöllina og bankana í Vatnsmýrina.  Sammála þér. Þessir menn mega engan tíma missa. Tími er peningar og þessir menn breyta honum í peninga eins og vatni í vín. 

Jón Steinar Ragnarsson, 8.6.2007 kl. 23:03

3 Smámynd: Kolla

Mer finst hann vel stadsettur, væri alveg til  i ad fluga thangad a einkathotunni minni einn daginn, thott ad eg storefist um ad eg eigi nokkurtimann eftir ad eignast einkathotu :)

Kolla, 9.6.2007 kl. 22:12

4 Smámynd: Róbert Björnsson

Ég er ekki hlutlaus í þessu flugvallarmáli þar sem mér þykir vænt um flesta flugvelli og gæti þess vegnað hugsað mér að eiga hús við brautarenda einhversstaðar...hljóðið og hristingurinn er bara kósí :)   Það er verra með helvítis járnbrautarteinana hérna rétt hjá...lestirnar vælandi framhjá allar nætur.

Og gaman að sjá þig mættan aftur Jón Steinar!

Róbert Björnsson, 10.6.2007 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.