Erfitt að opna neyðarútgang á flugi

US Air A320Eitthvað hefur þessi æsti flugdólgur misreiknað eigin krafta fyrst honum datt í hug að reyna að opna neyðarútgang flugvélarinnar á flugi.  Meira að segja sterkasti maður heims ætti lítinn séns í að opna hurð sem opnast innávið inn í rými útbúið jafnþrýstibúnaði.  Loftþrýstingurinn inni í vélinni er einfaldlega of mikill til þess að það sé mögulegt.  Hélt að allir vissu þetta...en það sakar þó ekki að reyna!

Ég skil reyndar að maðurinn skuli hafa verið orðinn pirraður því ég flaug með US Airways fyrir þremur vikum síðan og sat einmitt við neyðarútganginn í Airbus A320.  Þjónustan um borð hjá US Airways er sú lélegasta sem ég hef orðið vitni að hjá Bandarísku flugfélagi og þá er nú mikið sagt en ég hef áður ferðast með Northwest, TWA, American Airlines, Delta, Midwest Express, Southwest og Sun Country Airlines en þau tvö síðastnefndu komu mér reyndar skemmtilega á óvart þrátt fyrir að vera lággjaldaflugfélög.


mbl.is Óður farþegi reyndi að opna neyðarútgang á flugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Toshiki Toma

Loftþrýstingurinn inni í vélinni er einfaldlega of mikill til þess að það sé mögulegt.
Gott að vita þetta!! Þá þarf ég ekki að vera fræddur þegar einhver reynir að opna neyðarútgang þegar við eru hátt uppi á lofti.
Takk fyrir flugmaðurinn okkar!

Toshiki Toma, 21.6.2007 kl. 21:18

2 identicon

Það er ekkert smáræði sem þú ert búinn að læra drengur fínt að vita þetta með neyðarútganginn þessi lögreglumaður er þá ekki svo mikil hetja eftir alltsaman en hver veit hvað hann hefði gert næst...?

Allavega   gangi þér vel þarna í Ameríkunni maður getur ekki annað en dáðst að því hvað þú ert duglegur.

Egill (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 21:29

3 Smámynd: Finnur Ólafsson Thorlacius

Ef ég man rétt þá er einnig búnaður sem kemur í veg fyrir að hægt sé að taka hurðina úr lás á flugi, þannig að yfirþrýstingur eða ekki, skiptir ekki máli....?!?!?

En þetta er náttlega Ameríka, allir eru hetjur þar....

Finnur Ólafsson Thorlacius, 21.6.2007 kl. 21:33

4 identicon

Þó að viðkomandi hálfviti næði hleranum úr eða að opna hurð þá er þrýstingurinn orðinn það lítill að það skiptir engu máli þó það sé opið, kemur smá rok og hávaði.

Þannig að mannskapurinn getur bara horft á viðkomandi fífl og vorkennt honum/henni og pantað nýtt kaffi.

 Ég er flugvirki, þannig að þetta er allt á rökum reist eins og hjá flugmanninum að ofan. Hins vegar hef ég ágætis reynslu af US Airways og get ekki kvartað undan þeim.

Jon (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 21:52

5 identicon

Heyrðu Baldur R, þrýstingurinn er mestur niður við jörðu og verður minni með aukinni hæð !!!
Jafnþrýstibúnaðurinn viðheldur svipuðum þrýsting og er í um 10000 fetum og því er meiri þrýstingur inni í vélinni heldur en utan við hana fyrir ofan 10000 fetin.
Í þeim fáu tilfellum þar sem gat hefur komið á skrokk véla í ca 30000 fetunum þá hefur allt lauslegt sogast út á nokkrum sekúndum og jafnvel sæti rifnað úr festingum sínum og farið út þannig að það er ofboðslegt afl þarna á ferðinni.
Hvort sem það væri lás á neyðarlúgunum eða ekki þá gæti enginn opnað þær fyrir ofan 10000 fetin vegna þess að hann hefði ekki afl til þess og neðan við þá hæð mundi það ekki skipta stóru máli nema vegna loftkælingar. 

Siggi (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 01:14

6 Smámynd: Róbert Björnsson

Takk fyrir kommentin allir!  

Hurðirnar eru mismunandi eftir flugvélategundum, en flestir neyðarútgangar eru svokallaðar "plug doors" sem þýðir að hurðin er stærri en gatið og getur því einungis opnast innávið með því að snúa uppá læsibúnað sem ýtir hurðinni inn.  Þegar það er yfirþrýstingur innandyra er ekki hægt að snúa uppá læsibúnaðinn því hurðin ýtir á snerilinn og heldur honum föstum.

Jafnþrýstibúnaðurinn er settur í gang um leið og búið er að loka öllum dyrum og flugvélin er komin af stað.  Þrýstingurinn er yfirleitt hafður um 7-8 psi (pund á fertommu eða ca. 55 kPa) hærri innandyra heldur en fyrir utan. Það þýðir að hurð sem er 45x90 cm að stærð tekur á sig um það bil 1000 kg þrýsting.  Maður þarf sem sagt að geta ýtt u.þ.b. einu tonni (á handfangið) ef maður ætlar að opna hurðina.

Baldur:  Þú virðist hafa snúið þessu við, þrýstingurinn í 30 þús. fetum er rétt um 2 psi, sem sagt mun lægri en við sjávarmál (14.7 psi).  Það er líka alltaf yfirþrýsingur í vélinni óháð hæð en þó er þrýstingsmunurinn meiri í 30 þús. fetum heldur en í lægri hæð. 

Bilanir í jafnþrýstibúnaði hafa reyndar orðið nokkrum flugfreyjum að bana í gegnum tíðina, því ef reynt er að opna aðalhurðina á meðan það er ennþá yfirþrýstingur inni í vélinni þá getur maður sogast út (þó vélin sé lent).  Þetta gerðist síðast árið 2002 í Kína minnir mig þegar flugfreyja opnaði hurðina á Boeing þotu sem var nýbúin að leggja í stæði.  Stiginn var ekki kominn upp að vélinni en þegar hurðin opnaðist þeyttist flugfreyjan útúr vélinni og kastaðist um 20-30 metra frá vélinni.

Róbert Björnsson, 22.6.2007 kl. 01:17

7 Smámynd: halkatla

ég gat nú sagt mér þetta sjálf, en það er betra að vita líka afhverju það er ekki hægt ógnvænlegt

halkatla, 22.6.2007 kl. 07:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.