Draumur í dós

787 cockpitStjórnklefinn í Dreamlinernum sem sýndur verður í fyrsta skipti í dag vestur í Seattle minnir kannski frekar á geimskipið Enterprise heldur en farþegaflugvél.  Horfnir eru síðustu analog mælarnir og mætt er hið fullkomnaða "glass cockpit".  Avionics svítan samanstendur af fimm 15" LCD skjáum og tveimur HUD skjáum (Heads-Up-Display) frá Rockwell Collins sem sér líka um allan fjarskiptabúnað og "Electronic Flight Bag" sem gefur flugmönnum aðgang að öllum kortum, handbókum og tékklistum á tölvuskjá í stað þess að þurfa að fletta uppí pappírs-möppum. 

Honeywell framleiðir svo allan leiðsögubúnað, "flight management" tölvuna, stjórn-tölvuna (digital fly-by-wire flight control system) og nýjan viðhaldsbúnað (central maintenance computing) sem fylgist með öllum kerfum vélarinnar, einangrar bilanir og sendir ábendingar og upplýsingar þráðlaust í fartölvu flugvirkja/flugrafeindavirkja.  Þess má geta að rafeindabúnaður Dreamlinersins er heilum 900 kílóum léttari en í eldri flugvélum (sem auðvitar sparar töluvert bensín), en þetta tókst þeim með m.a. með því að fækka vírum og köplum (þráðlaust LAN komið í staðinn), auk þess sem öll "svörtu boxin" eru orðin mun minni og léttari.

Keppinauturinn frá Airbus, A350, er svosem ekkert slor heldur (sjá neðri mynd), en nær þó ekki að skáka Boeing að mínu mati, þegar það kemur að "cool factornum" og "ergonomics".  Dreamlinerinn virðist bjóða uppá mun skemmtilgra vinnu-umhverfi.

a350cockpit_md


mbl.is Boeing frumsýnir 787 Dreamliner á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þarna er bara komin leikmynd í næstu Star Trek mynd.  Það er raunar planað að taka hana upp að stórum hluta hér á Íslandi. Ég var einmitt í atvinnuviðtali hjá hönnuði myndarinnar í síðustu viku, en hann var hér að skoða landslag og kynna sér fagmenn í bransanum. Þeir gætu sparað fé og tíma og tekið upp senur á leiðinni hingað.  Ansi flott limkelda þetta.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.7.2007 kl. 10:11

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jamm...gleðilegan þjóðhátíðardag, þó seint sé. Hér er þjóðhátíðarræða, sem vert er að hlusta á í stað sætvellunnar, sem þú settir inn hér síðast.  Versta er þó að það er ekki góður kostur að Bush segi af sér, þar sem varaforsetinn er sínu verri glæpon.  Það er sennilega ástæðan fyrir að enn er ekki búið að skjóta kappann, eins og íað er að í kvikmyndinni Death of a president.

Hér er linkurinn:http://steina.blog.is/blog/steina/entry/255512/

Jón Steinar Ragnarsson, 8.7.2007 kl. 13:14

3 Smámynd: Ögmundur

Róbert, þú átt að vita það að svona flugvélar nota ekki bensín :)

Ögmundur, 8.7.2007 kl. 14:22

4 Smámynd: Róbert Björnsson

Jón Steinar:  Ég var einmitt að lesa um nýju Star Trek myndina um daginn, gaman að hún verði tekin upp á Íslandi og vonandi færðu jobbið.  Þá verðurðu héðan í frá að mæta á Star Trek ráðstefnur í Ameríku og selja eiginhandaráritanir!    Þetta verður sennilega stærsta mynin hingað til sem tekin hefur verið upp á Íslandi...hún mun örugglega hala inn meira en Batman og Flags of Our Fathers...Trekkararnir eru jú ekkert venjulegt fólk og þurfa að sjá myndina allavega þrisvar sinnum í bíó...til þess að sjá hvert einasta detail í leikmyndinni sko!   No pressure.

Þetta var þrusugóð ræða hjá Olberman.  Loksins er komið eitthvað mótvægi við fíflið hann Bill O´Reilly í kapalsjónvarpinu.  Kom mér reyndar svolítið á óvart að sjá hann svona svaka beinskeittann á "mainstream" sjónvarpsstöð.  Held að fleiri og fleiri Kanar séu farnir að sjá hlutina í réttu ljósi og það er gott að umheimurinn viti af því, þökk sé youtube.  Það er svo alveg rétt að Watergate-hneykslið hans Nixons var nú bara peanuts miðað við alla glæpi Bush...maður spyr sig bara hvað meira þarf til?

Mundi: Hehe nei þær ganga orðið auðvitað fyrir Di-Lithium kristöllum, ekki satt!   Þetta Jet-A1 kerósín er orðið eitthvað svo gamaldags og mengar alveg svakalega. 

Gerir þú þér grein fyrir því að Júmbó þotan sem þú ert að taka tékk á gleypir um 2 milljónir lítra af lofti á sekúndu í gegnum hreyflanna í flugtaki, og á fyrstu 5 mínútum flugsins brennir hún jafn miklu súrefni og það tekur 50 þúsund ekrur af skóglendi heilan dag að framleiða!  Svo eyðir hún að jafnaði allavega 3 tonnum af olíu á hverjum klukkutíma auk þess sem meðal taxi á einum legg (15 mínútur fyrir og eftir flugtak og lendingu) skilar jafn miklu Nituroxíði í andrúmsloftið og meðal fólksbíll skilar allan sinn líftíma!  Ekki samt fá neinn móral og segja upp flugmannsdjobbinu!  Somebody´s gotta do the dirty work.

Róbert Björnsson, 8.7.2007 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband