Hot town, Summer in the City

Where's Waldo?Ég brá undir mig betri fætinum í dag og keyrði niður til Minneapolis og eyddi deginum í Uptown og við Lake Calhoun.  Uptown hverfið, sem er staðsett rétt fyrir sunnan downtown (go figure), er svona hálfgert "kúltúr" hjarta Minneapolis.  Hverfið minnir örlítið á Greenwich Village í NY, mikið um listafólk og bóhema, kaffihús, bókabúðir, veitingahús og skemmtistaði.  Meðal ungra listamanna sem hófu ferilinn í Uptown var sjálfur Prince, sem á eftir Bob Dylan er kannski frægasti sonur Minnesota.

Ég skellti mér í hið fornfræga Uptown Theater kvikmyndahús, sem var byggt árið 1916 og miðað við rifin sætin og myglufýluna virðist ekki miklu hafa verið eytt í endurbætur á húsinu síðan.  Þrátt fyrir það er gaman að koma þarna, enda einhver sjarmi og stemmning í húsinu sem erfitt er að skilgreina.  Þarna eru eingöngu sýndar "independent" myndir sem ekki fá mikla dreifingu í stóru megaplexunum og í dag var verið að sýna Sicko myndina hans Michael Moore, sem enn er ekki kominn í almenna dreifingu.  Þetta, ásamt Lagoon bíóinu hinum megin við götuna eru einu bíóin sem sýna myndina í Minnestoa enn sem komið er.  Ég man reyndar eftir því að sama var upp á teningum með Farenheit 9/11 og meira að segja Brokeback Mountain.  Þær myndir voru ekki sýndar uppí St. Cloud fyrr en eftir dúk og disk og ég gerði mér far niðurí Uptown til þess að sjá þær með öllu hinu "líberal pakkinu".

Uptown TheaterMichael Moore brást ekki bogalistin með Sicko, sem er mynd sem allir verða að sjá.  Hún er virkilega sorgleg á köflum, en Moore tekst þó að halda uppi húmornum eins og honum er einum lagið.  Ég nenni ekki að tjá mig mikið um heilbrigðiskerfið hérna í Ameríkunni í þessari færslu...en djöfull er það rotið...eins og svo margt annað í þessu þjóðfélagi...sem samt á líka sínar góðu hliðar auðvitað!

Eftir Sicko var haldið á Famous Dave´s BBQ and Blues búlluna í Calhoun Square.  Þar var auðvitað étið á sig gat af svínarifjum og öllu tilheyrandi og hlustað á blús í leiðinni.

 

Lake Calhoun - Minneapolis skylineÞvínæst var kíkt niður að Lake of the Isles og Lake Calhoun og notið verðurblíðunnar.  Það er alltaf unun að fylgjast með fallega fólkinu með fullkomnu magavöðvana skokka og hjóla með smáhundana sína meðfram vatninu.  Það er auðvelt að missa sig í dagdraumum um hið ljúfa líf...eignast eina af þessum milljón dollara lakefront villum og Jagúarinn í innkeyrslunni.  Ekki væri verra ef báturinn og einn af þessum "stud muffins" með magavöðvana fylgdi með í kaupunum!  GetLost  Keep on dreamin´ boy.

My car - Not my house

 

 

Áður en maður kom sér heim í sveitina var svo komið við í Whole Foods Market og spurt um íslenskt lambakjét.  Þar var mér tjáð að þeir fengju bara eina sendingu á ári og sú næsta kæmi í byrjun nóvember.  Hann ráðlagði mér hins vegar að hringja um miðjan október og láta taka frá fyrir mig, því kjötið entist venjulega ekki út vikuna!  Það var heldur ekkert íslenskt skyr eða súkkulaði til, það fæst eingöngu á austurströndinni enn sem komið er, en ég keypti að gamni rándýra flösku af íslensku vatni.

Ég hefði kannski betur sleppt því, en ég fæ nóg af ókeypis íslensku kranavatni á mánudaginn!  Jamm...hætti við að fara á Oshkosh flugsýninguna í Wisconsin og er á leiðinni á klakann í sumarfrí. W00t


Titill þessarar færslu er annars tilvísun í þetta ágæta lag frá 1966 með The Lovin´Spoonful. Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Vona að það verði endursýning á veðurblíðunni hér fyrir þig, þegar þú kemur heim.  Smá súldarsuddi eins og stendur en horfir vonandi til bóta.  Fjallmyndalegur piltur þarna á gangi.  Er það undirritaður?

Kannski sér maður þig á vappi hér. Verður kannski erfitt að þekkja svona liberal gaur úr öllum sæg liberala hér.  Hér er það allavega ekki hnjóðsyrði.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.7.2007 kl. 03:05

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Já, ég vona reyndar að ég fái smá súldarsudda líka...það er partur af the icelandic experience, you see!    Jú, jú, þetta er minn á gangi...fjallmyndalegur er nú kannski orðum ofaukið en ég myndaðist þó.

Það væri mjög gaman að rekast á þig á vappinu.  Það væri góð tilbreyting að falla betur í fjöldann... en kannski er maður orðinn of Amerískur í útliti og framkomu til að það gangi upp.  Síðast þegar ég var á Íslandi stóð ég mig að því að heilsa afgreiðslukonu í verslun einni með því að segja "Hi, how´s it going?"  Það var ekki fyrr en að ég sá svipinn á konunni að ég áttaði mig og varð auðvitað að halda áfram að þykjast vera Ameríkani og borgaði með Ameríska kortinu mínu og sagði svo með þykkum miðvestur-hreim "thank you mam and have a nice day!".  Leið hálf kjánalega á leiðinni út. 

Róbert Björnsson, 21.7.2007 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.