Michael Moore og the Sodomobile

Snillingurinn hann Michael Moore lét hafa það eftir sér í nýlegu viðtali í The Advocate að næsta mynd hans verði hugsanlega um réttindi samkynhneigðra og hómófóbíu í Bandaríkjunum.

Moore hefur reyndar fjallað um málið áður, á sinn einstaklega skemmtilega hátt.  Grin  Endilega horfið á þessa klippu úr sjónvarpsseríunni The Awful Truth frá árinu 1998.  Ég grenjaði úr hlátri þegar ég sá þetta... vona svo sannarlega að Michael standi við stóru orðin og hefjist handa við nýju myndina sem fyrst!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir

Já hann Michael Moore hefur sko hjartað á réttum stað. Annað en þessir "trúuðu" hálfvitar sem verja skoðanir sínar með jafn vitlausum rökum og að Guð segir það.

Áfram Róbert.

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir, 21.7.2007 kl. 14:41

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Maður veit ekki hvort maður á að hlæja eða gráta.  Þessi pastor er því miður prótótýpískur fyrir það öfugsnúna ofstæki sem Evangelistar og kristnir öfgamenn upphefja og stunda með perversjón á bókstaf biblíunnar.  Ég myndi prófa Íslamobil líka -  Libmobil - Commobile.

Ég þarf svo að biðja pastorinn um ljósmynd af Guði og eina svona panorama af helvíti, svo ég sé til í að kaupa fullyrðingar hans, sem komu þarna út með hundaælunni.  Ef hann getur það ekki, má hann éta þá ælu upp.

Himnaríki er augljóslega í honum, þar sem hann paufast áfram stútfullur af gremju, hatri og skelfingu út í samborgarana.  Eftirsóknarvert eða hvað?

Jón Steinar Ragnarsson, 22.7.2007 kl. 09:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.