Minnesota kveður Kevin Garnett

KG CelticsKevin Garnett hefur spilað sinn síðasta leik með Minnesota Timberwolves og mun að öllum líkindum ljúka ferlinum með Boston Celtics.   Kevin McHale, framkvæmdastjóri Timberwolves (og fyrrum Celtics hetja) gerði í gær samning við vin sinn og fyrrum liðsfélaga hjá Celtics, Danny Ainge, framkvæmdastjóra Boston liðsins þess efnis að Garnett færi til Boston í skiptum fyrir fimm leikmenn, tvo valrétti í nýliðavalinu á næstu tveimur árum, auk óskilgreindar peningaupphæðar.

Mikið hafði verið rætt um þessi skipti fyrir nýliðavalið sem fram fór í síðasta mánuði en þá lýsti K.G. því yfir að hann vildi vera áfram í Minnesota og myndi ekki vilja spila fyrir Celtics.  Þá krækti Boston í Ray Allen frá Seattle og það varð þess valdandi að K.G. skipti um skoðun, auk þess sem Glen Taylor, eigandi Timberwolves gerði honum grein fyrir því að stefna liðsins væri tekin á að endurbyggja liðið með ungum leikmönnum, eftir vonbrigði síðustu ára.

Garnett virtist hress og kátur á blaðamannafundi í Boston í dag og sagðist hlakka til að spila með Paul Pierce og Ray Allen, en saman ættu þeir að eiga ágæta möguleika í Austurdeildinni á komandi leiktíð og ljóst er að það verður uppselt á marga leiki í Boston á næstunni.

Það verður hins vegar varla hægt að búast við neinum kraftaverkum í Target Center í Minneapolis í vetur, en þó verður  gaman að fylgjast með þessum hóp ungra og mjög svo efnilegra leikmanna.  Maður verður að sætta sig við að "The Big Ticket" er farinn og við taka nýjir tímar uppbyggingar, sem mun krefjast einhverjar þolinmæði og eflaust á maður eftir að sakna K.G. ansi mikið í vetur.  Maður er þó þakklátur fyrir að hafa haft tækifæri til að fylgjast með þessum frábæra íþróttamanni undanfarin ár og ég gleymi seint stemmningunni í Target Center í úrslitakeppninni 2004, þegar við mættum LA Lakers með þá Kobe, Shaq, Karl Malone og Gary Payton innanborðs, í undanúrslitunum.  Timberwolves vann leikinn, en LA vann seríuna og tapaði svo fyrir Pistons í sjálfum úrslitunum, en ég vil meina að við hefðum tekið Detroit það árið. Frown

Af þeim leikmönnum sem við fengum fyrir K.G. er mest varið í hinn unga og efnilega framherja, Al Jefferson.  Eins er vonandi eitthvað varið í þá Ryan Gomes og Gerald Green (sem vann troðslukeppnina á síðustu All-Star helgi.  Sebastian Telfair er hins vegar hálfgerður vandræðagemlingur og eins er ekki við miklu að búast frá Theo Ratliff, en þeir eru báðir með samninga sem renna úr gildi eftir næsta ár og þarmeð fáum við pláss undir launaþakinu til að krækja í sæmilegan free agent næsta sumar.  Nú tekur semsagt við rebuilding season, með þá Randy Foy, Craig "Cookie Monster" Smith, Al Jefferson, Corey Brewer, Rashad McCants og Ricky Davis í aðalhlutverkum.   Maður ætti að geta fengið ódýra season tickets þetta árið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja, thetta var ordid fullreynt med KG. Wolves hafa ekki komist i playoffs sidustu 3 ar og vestrid er bara of sterkt naesta ar fyrir wolves.  Thetta er ordid verulega efnilegt lid hja wolves nuna en thid komist tho ekki i urslitin, en nog verdur af tilthrifum neasta vetur!  

En bokadu Boston i urslit austurstrandar, ef ekki alla leid i finals. 

Einar (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 08:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband