Well folks, time for a lil´update
19.9.2007 | 05:46
Ennþá brjálað að gera í skólanum þannig að ég hef þurft að skera niður bloggrúntinn all verulega að undanförnu og er fyrst núna að komast yfir blogg-fráhvarfseinkennin.
Ég hef staðið í svolitlu basli með prófessorana sem sitja í thesis-nefndinni minni en þannig er að tveimur þeirra kemur alls ekki saman og annar bað mig um að skipta hinum út svo þeir þyrftu ekki að vinna saman. Svo er sá þriðji úr annari deild og virðist hafa allt aðrar hugmyndir um hvernig skal staðið að rannsóknarvinnunni en hinir tveir og allir hafa þeir sínar skoðanir á verkefninu og gefa mér misvísandi leiðbeiningar. Þetta er ekki til að auðvelda vinnuna og ég veit ekki alveg hvernig ég á að snúa mér til að halda þeim öllum happy og komast áfram með ritgerðina.
Anywho...pabbi gamli og Óa frænka (móðursystir mín) ásamt Sigurði manni hennar voru svo í heimsókn hjá mér í síðustu viku en þau fóru heim á Sunnudaginn. Ég reyndi mitt besta til að hafa ofan af fyrir þeim þrátt fyrir skólastússið og skruppum við pabbi m.a. niður til La Crosse í Wisconsin, þaðan sem við fórum í siglingu á Missisippi fljótinu á gamaldags fljótabáti (paddleboat). Það var ágætis upplifun þrátt fyrir um 30 moskítóbit, en kvöldverðar-hlaðborðið og dixie hljómsveitin um borð gerðu ferðina alveg þess virði.
Íslenska sauðkindin kom svo við sögu um daginn því Sigurður hennar Óu minnar hafði uppá bóndabýli hér í nágrenninu sem elur íslenskar rollur og vildi endilega fara í heimsókn þangað, enda er hann fyrrv. yfirdýralæknir á Keldum og eru ær hans ær og kýr. Það vildi svo skemmtilega til að þegar við mættum á staðinn var þar staddur kollegi Sigurðar við landbúnaðarstofnunina á Selfossi, dr. Þorsteinn, en hann var að kenna Amerískum bændum nýjustu tækni við sæðingar. Það var satt að segja hálf skrítið að sjá blessaðar skjáturnar í þessu umhverfi...en það virtist bara fara vel um þær í öllum hitanum.
....
Ég var svo að fá mér nýja græju í gær...24" widescreen tölvuskjá (Gateway FPD2485W). Þvílíkur munur, 1920*1200 upplausn og allez. Styður 1080p Hi-Def svo hann dobblar sem fullkominn skjár fyrir X-boxið líka og svo verður maður auðvitað að fá sér Blu-Ray spilara innan skamms.
Svona lítur desktoppurinn út hjá mér núna.
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Athugasemdir
Síðari hluti þessa pistils bara hlýtur að hafa verið SÉR fyrir mig. Ég var alveg með á nótunum eða allt þar til talið barst að tölvuskjá.
Mér finnst þetta sauðfjárbú alveg sérdeilis spennandi og veit meira um þetta en þig gæti grunað.
Ragnhildur (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 23:09
Skemmtileg tilviljun að hitta Íslending á þessu býli :) Maður er alltaf að sjá það hvað heimurinn er lítill.
En hvað tölvudótið varðar... it is mine! :) Kemurðu ekki með draslið heim í jólafríinu? Ég nenni nú varla að dröslast til USA bara til þess að sækja þetta :)
Ögmunudr (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 10:40
Hehe...ég vorkenni þér nú ekkert að mæta til USA til að ná í dótið...enda hefurðu nú aldeilis farartækið til þess! Þú lendir samt örugglega í þrasi í immigration þar sem þú þarft að útskýra hvað þú varst að bardúsa í Sádí Arabíu.
Hins vegar var nýji skjárinn sko aldrei hluti af veðmálinu sko...þannig að ég segi bara eins og Charlton Heston...You´ll have to pry it from my cold, dead hands!
Annars er ég eiginlega búinn að gleyma nákvæmum skilmálum veðmálsins...þannig að ég er ekki alveg tilbúinn til að conceda ennþá...hafði ég ekki út næsta mánuð?
Róbert Björnsson, 24.9.2007 kl. 14:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.