Bara misskilningur hjá túlkinum?

Vesalings Mahmoud Ahmadinejad mátti þola það í dag, í fyrsta skipti á ferlinum, að það væri hlegið uppí opið geðið á honum á meðan hann flutti ræðu sína við Columbia háskóla.  Hlátrasköllin áttu sér stað þegar þessi annars geðþekki íslamófasisti hélt því fram að samkynhneigðir einstaklingar væru ekki til í Íran.

Mig grunar reyndar að Mahmoud hafi alls ekki látið þetta útúr sér og túlkurinn hafi bara eitthvað verið að stríða karlinum... hérna talar hann nefnilega á allt öðrum nótum!  LoL

Hvað er annars hægt annað en að reyna að brosa í gegnum tárin eftir að hafa horft á þetta?  http://www.youtube.com/watch?v=FAzMuHyg8Eg

Hér er svo linkur á vefsíðu IRanian Queer Organization.


mbl.is Ahmadinejad segir samkynhneigð ekki þekkjast í Íran
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Já það er greinilegt að mörgum finnst þetta gott. Svona er þegar byrjað er að borða nammi þá er erfitt að hætta.

Ólafur Þórðarson, 26.9.2007 kl. 02:22

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Hehe... erhm... jamm ætli það ekki...kakóið er allsstaðar jafn vinsælt! 

Róbert Björnsson, 26.9.2007 kl. 04:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.