National Coming Out Day - 11. október

Logo_ncod_lgAmeríkanar eru mikið fyrir að tilnefna hina og þessa daga sem sérstaka átaks eða baráttudaga fyrir hin ýmsustu málefni.  Við höfum National Wear Red Day, National Pink Ribbon Day, National Endangered Species Day og National Day of Climate Action...og ég veit ekki hvað og hvað...  hver dagur á dagatalinu er merktur einhverjum merkis viðburði þannig að maður gerði ekki mikið annað ef maður ætlaði að taka þátt í öllu þessu stöffi.   En...maður verður víst að velja og hafna...

Þann ellefta október (eftir rétta viku) er haldið upp á National Coming Out Day - og þá eiga allir sem ennþá hírast inni í "skápnum" að manna sig upp og koma út með pompi og prakt.  Wizard

Í tilefni dagsins gaf HRC (Human Rights Campaign - hagsmunasamtök GLBT fólks í USA) út þetta myndband þar sem saga dagsins er rifjuð upp og skorað er á fólk til að taka þátt í youtube gjörningi.

Og auðvitað varð ég að taka áskoruninni... Blush  Erhem...you know...taka þátt og vera með.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Úúúúú geggjað flott myndband :) Fyndið að heyra í þér röddina :) Hún er öðruvísi en hún var :)

Til hamingju með daginn sem framundan er.

 kv. Jana

Jana (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 13:50

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Hey þú ert mjög myndarlegur, mikið charisma. Og vel valin orð.

Ólafur Þórðarson, 4.10.2007 kl. 18:20

3 identicon

Vel gert Róbert, en þessar tæpu 2 mínútur voru bara of stuttar..... Ég er samt nokkuð viss um að orð þín munu gefa hverjum sem hlustar á myndbandið og er að velta fyrir sér að koma út úr skápnum á vinnustað sínum þann kraft sem vantar! Og til hamingju með daginn í næstu viku!

Ingunn (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 23:21

4 Smámynd: Róbert Björnsson

Takk fyrir hólið, öll sömul   

Jana, já röddin hljómar ferlega asnalega hehe...það mætti halda að ég væri ennþá í mútum eða eitthvað.    Það merkilega er að ég hljóma allt öðruvísi þegar ég tala íslensku...þá er eins og ég noti annað register.   En svo er ég líka kvefaður...svo oh well...

Róbert Björnsson, 5.10.2007 kl. 00:45

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Röddin er flott og ég heyri hana fyrir mér í kliðmjúku hátalarakerfi flugvéla í framtíðarferðalögum mínum.

 Til hamingju með þann 11. Ég man í eina tíð að það var þvílík hneysa og leyndarmál að viðurkenna sig alka.  Ekki bara fyrir alkann, heldur nánustu fjölskyldu, sem oft var sterkari í afneituninni en alkinn sjálfur.  Með markvissri og opinni umræðu og með fjölgun í hópi edrú alka, hefur þetta rjátlast af og hefur gert fleirum kleyft að kljúfa þennan múr í stað þess að deyja í angist og vansæmd.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.10.2007 kl. 21:48

6 Smámynd: Róbert Björnsson

Já, það hefur margt breyst til batnaðar á allra síðustu árum í opnara samfélagi.   Fáfræðin, fordómarnir og tabúin eru smám saman að víkja fyrir skynsamri og upplýstri umræðu. 

Róbert Björnsson, 6.10.2007 kl. 01:59

7 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Allt flott sem þú kemur að Róbert. 

Ólafur Þórðarson, 9.10.2007 kl. 01:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.