Síðasta kvöldmáltíðin og kaldhæðni örlaganna
7.10.2007 | 08:24
Frjálsir vesturlandabúar eiga réttilega erfitt með að skilja viðkvæmni múslima sem ærast ef birt er skopmynd af Múhammeð spámanni og sem hóta fólki dauða og limlestingum fyrir athæfið. Við þykjumst nefnilega búa í þjóðfélagi sem virðir málfrelsi ofar flestu og við sættum okkur ekki skoðanakúgun og hótanir öfgatrúarafla. Eða hvað?
Það eru nefnlilega fleiri viðkvæmir en múslimar. Margir þeir hinir sömu og harðast gagnrýndu viðbrögð múslíma við spámanns-teikningunum og birtu jafnvel myndir á sínum eigin vefsíðum, urðu svo sjálfir alveg bit þegar þeir sáu auglýsingu Símans um daginn sem líkti eftir mynd eðal-hommans Leonardo Da Vinci af Síðustu kvöldmáltíðinni. Það er semsagt allt í lagi að móðga múslíma, en á sama tíma er það forkastanalegt guðlast að gantast með kristna spámanninn Jesús. Á ekki eitt yfir alla að ganga?
Skurðgoðadýrkun kristinna manna á kvöldmáltíðarmynd Leonardo er svo athyglisvert fyrirbæri útaf fyrir sig. Sumir ganga svo langt að kalla skopstælingar á myndinni "hatursfullar og andstyggilegar" og segja þær persónulegar árásir á trú sína. Þeim ferst að tala!
Þessi mynd stuðaði marga í San Fransisco (og víðar) um daginn og varð til þess að kristin öfgasamtök bannfærðu Miller bjórframleiðandann sem var styrktaraðili að þessari samkomu og hvatti alla kristna menn til að sniðganga vörur Miller (nú drekka þeir kristnu bara Budweiser).
Þessi er kannski ekki eins stuðandi...eða hvað?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Menning og listir, Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Hér kemur Skúli inn á afsökunina einu á svart hvítu mælistikunni, við erum ekki eins slæmir og sumir og þess vegna erum við góðir
DoctorE (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 11:08
Benda má Skúla á að engir hafa verið drepnir út af myndum af Múhameð en vestrænir fjölmiðlar hafa þó verið ötulir í að breiða út fréttir af viðbrögðum hinna öfgafyllstu. Dæmigerð var myndbirtingin í afskekktu héraðsfréttablaði í Svíþjóð, sem enginn hefði séð ef fjölmiðlar hefðu ekki vakið kyrfilega athygli á því og síðan básúnað reiðiorð þeirra orðhvötustu í hópi Múslima. Hvernig væri að láta kyrrt liggja? Annað hvort það eða að efla aðskilnað og úlfúð með að segja fráþúsundum netsíðna, sem gerast sekar um hið sama?
Við vestrænir erum sekir um fjöldamorð á Múslimum og yfirgang, einmitt í nafni okkar trúgilda og er kannski ekki skrítið að menn reiðist, þegar menn níðast á því sem þessu fólki er heilagast í ofanálag. Mér er ekki kunnugt um frá hvaða plánetu þessi Skúli er, en það er nokkuð víst að hann hefur ekki kynnt sér hlutina umfram stílfærðan fréttaflutning vestrænna fjölmiðla.
Fáfræðin er móðir fordæmingarinnar. Svo mikið er víst. Reiði Múslima er ekki sprottin af þessum myndbirtingum, heldur áratuga kúgun og afskiptum Bandamanna og þeirra bandamanna. Ólöglegum stríðum og morði á saklausum borgurum. Þú mátt skammast þín Skúli og fara síðan að kynna þér málin. Þú ert greinilega ekki vel lesinn í þessum efnum.
Jón Steinar Ragnarsson, 7.10.2007 kl. 17:55
Rétt er það Jón Steinar að skopmyndamálið var blásið upp til þess eins að ala á ótta og tortryggni vesturlandabúa í garð múslima...sem flestir létu sér nægja að sniðganga danskt smjör í einhverja daga! Þetta var mjög vel sviðsett propaganda.
Öfgatrúarfólki er hins vegar trúandi til alls...sama hvort það er í nafni Múhammeðs, Abrahams eða Krists. Þeir kristnu eru ekkert skárri...eða hvað með Ku Klux Klan og ýmsa bandaríska öfgahópa sem sprengja læknastofur þar sem framkvæmdar eru fóstureyðingar? Hvað með Timothy McVeigh og vini hans sem sprengdu upp alríkisbygginguna í Oklahoma City árið 1995? Ekki voru það múslimar!
Róbert Björnsson, 7.10.2007 kl. 18:55
Frummyndin hefur valdið mér miklum heilabrotum í fyrsta að María M situr við hægri hönd Krists, aukahöndin með hnífinn í öðru lagi. Það eru greinilega einhver skilaboð sem Da Vinci var ekki sammála öllu sem kirkjan boðaði.
Persónulega er ég sammála að áðurnefnd viðkvæmni, er á báða bóga
Fríða Eyland, 7.10.2007 kl. 21:29
Ég hef nú heyrt nokkuð áreiðanlega vitnisburði um að Mc Veigh hafi ekki verið einn að verki og jafnvel að hér hafi verið um opinbera "framkvæmd" að ræða. Víst er að ekki eru öll kurl komin til grafar þar, frekar en í öðrum stórum mysteríum þar í landi.
Annars er það rétt að þetta er haganlega prjónað propaganda til að ala á óvild í garð þeirra, sem í raun er verið að beita misrétti og með því réttlæta glæpina. Ótrúlegt hvað margir gleypa slík PR stunt.
Jón Steinar Ragnarsson, 7.10.2007 kl. 21:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.