10 litlir negrastrákar

HPIM1741Ég sá í kvöldfréttum RÚV áðan að búið er að gefa út barnabókina "10 litlir negrastrákar" á ný eftir 30 ára dvöl á sorphaugum sögunnar þar sem hún á best heima.  Útgefendurnir tala um að bókin sé "menningar-verðmæti" sem ekki megi glatast og að myndskreitingarnar (sem eru í anda Jim Crow stefnunnar) séu fögur listaverk! Sick

Ég ætla rétt að vona að þessi sori verði geymdur í hilluni við hliðina á Mein Kampf og verði ekki í framtíðinni markaðssettur sem viðurkenndar barnabókmenntir í íslenskum bókabúðum. 

Þetta minnti mig á það að þegar ég var ca. 9 ára var ég þvingaður til að taka þátt í skóla-leikriti byggðu á þessum ósóma.  Gott ef þetta var ekki á litlu jólunum sveimérþá, allavegana var þetta nokkuð stór viðburður, haldinn í sal skólans og allir nemendur viðstaddir auk foreldra.  Ég man að einn kennarinn klíndi framan í mig svartri málningu og sagði svo að ég liti út eins og alvöru halanegri! Jamm, þannig var nú það og enginn hneykslaðist á rasista-boðskapnum. 

Annars var þetta leikrit mér líka minnisstætt fyrir þær sakir að ég lék tíunda negrastrákinn...þennan sem lifði af og kyssti stelpuna og eignaðist 10 nýja negrastráka! Kissing  Þetta var náttúrulega frækinn leiksigur...en ég held svei mér þá ekki að ég hafi kysst stelpu síðan þarna á sviðinu.  Tounge  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Björnsson

Sagan heitir nú reyndar "10 Little Niggers" á frummálinu, bara svo það sé á hreinu.  Orðið "negri" er samt ekki það sem fer mest í taugarnar á mér varðandi þessa bók heldur aðallega boðskapur sögunnar - 10 litlir negrastrákar eru svo heimskir, latir og gráðugir að þeir drápust hver á fætur öðrum, sem var svosem allt í lagi að því að þetta voru jú bara negrar og engin eftirsjón í þeim.  Þetta gat ekki komið fyrir blessuðu hvítu börnin af því að þau voru sko siðað fólk en ekki villimenn.  Og til þess að stimpla þetta betur inn voru myndirnar þannig gerðar að ýkja útlit þeirra og gera stórar varir og breitt nef mjög áberandi og láta þá líta út frekar eins og apa heldur en menn.

Róbert Björnsson, 22.10.2007 kl. 23:54

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Samræmist ekki pólitískri rétthugsun í dag,  það er satt.  Það er einnig fróðlegt að skoða teiknimyndir Disney frá þessum tíma og hvernig "negrar" voru sýndir sem einfaldir , vara.ykkir, flatnefja og eyrnastórir einstaklingar með bein í nefinu (litterally).

Annars leyfa blökkum menn sér að kalla hven annan "nigger" sín á milli og gera mikið af því.  En ef þú ert "whitie" þá er það algert tabú.  Einhver tvískinnungur þar.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.10.2007 kl. 02:37

3 Smámynd: Róbert Björnsson

Já, það er kannski viss tvískinnungur í því.  Að vísu nota þeir yfirleitt orðið "nigga" í stað "nigger" http://en.wikipedia.org/wiki/Nigga þó það sé auðvitað af sama stofni, en sumum þeirra fynnst að þeir geti notað það innbyrðis sem einhversskonar merki um "brotherhood".  Þeir eru semsé að reyna að "take back the word" og gera það að sínu.  Það eru mjög skiptar skoðanir um þetta...en þekkist þó víðar...samkynhneigðir hérna hafa t.d. tekið upp orðið "Queer" sem áður var notað í mjög niðrandi tón...og sumir eru jafnvel farnir að nota orðið "faggot" sín á milli á meðan þeir brjálast ef einhver gagnkynhneigður notar það orð.    Það er vandlifað í þessum heimi

Róbert Björnsson, 23.10.2007 kl. 05:09

4 identicon

Eru hvítir ekki eini stofninn sem allir mega gera grín að áhyggjulaust

DoctorE (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 08:56

5 Smámynd: Jón Ragnarsson

Damn crackers! :)

Jón Ragnarsson, 23.10.2007 kl. 13:26

6 Smámynd: Róbert Björnsson

Svo höfum við náttúrulega Wigga´s/Wiggers.  DoctorE: Jú, við erum auðvitað líka lang hlægilegastir...en spurning hvenær þetta fer þá út í "reverse discrimination"?

Róbert Björnsson, 23.10.2007 kl. 14:23

7 Smámynd: Janus

Já það eru til margar bækur sem eru börn síns tíma eins og til dæmis Litli svarti sambó og Láki! En hver veit hvaða áhrif þetta hefur á börnin, ég meina þegar við vorum lítil máttum við ekki horfa á Tomma og Jenna því voru svo ofbeldisfullir - núna eru þeir alger hátíð miðið við annað sem börnin eru að horfa á.

...en yfir að mikilvægari hlutum. Hvaða leikrit var þetta. Ekki man ég eftir því og það sem meira er hvern kysstir þú? Var ég í því?

Janus, 23.10.2007 kl. 20:05

8 identicon

Ef það kæmi út ný Tinna bók í dag, Tinni á Íslandi; ætli hún verði bönnuð í kringum árið 2050 vegna þess að hún sýndi neikvæða mynd af Íslendingum þess tíma.. erhhm. eða þannig

DoctorE (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 20:14

9 Smámynd: Róbert Björnsson

DoctorE:  Ég hef ekki lagt til að banna þessa bók né aðrar.  Finnst hún hins vegar ekki eiga mikið erindi við börn í dag og vildi því helst ekki sjá hana á leikskólum/barnaskólum á vegum hins opinbera.  Hvað foreldrar láta börn sín lesa heima hjá sér er svo þeirra mál.  Rétt eins og ég veit að við erum sammála um að kristinboð í skólum er óviðeigandi (og ólíðandi að það viðgangist) er ég á því að rasismi skuli ekki vera kenndur í skólum.  Foreldrarnir ráða svo hverju þeir innprenta börnum sínum heimafyrir og í sunnudagaskólum.

Janus:  Ég sakna Tomma og Jenna   Datt aldrei í hug að misþyrma kisu minni þrátt fyrir að hafa gaman of T&J þannig að kannski er eitthvað til í því sjónarmiði að börnin sjái nú í gegnum vitleysuna og sé treystandi til að dæma hvað sé rétt og rangt (og sé í framhaldi af því ok fyrir þau að lesa 10 litla negrastráka?)... ég held reyndar að negrastrákabókin væri ágætt kennsluefni í samfélagsfræði (umræðu um rasisma) þegar þau eru aðeins eldri... eða hvað finnst þér kennaranum?

Leikritið já...minningarnar eru farnar að fyrnast...en ég held að við höfum ennþá verið hjá henni Ólöfu heitinni...hvenær tók annars Elísabet við okkur?  Ég man bara að þetta fór fram í "gamla leikfimisalnum" og ég held að þetta hafi verið á einhverri jóla-samkomu...ég man ómögulega hvað stelpan hét (þetta var sko bara one-night stand you see ) en hún var ekki úr okkar bekk og ég man ekki eftir henni eftir þetta þannig að hún hefur sennilega flutt burt (eftir þessa lífsreynslu?).  Þetta var sumsé svona "inter-bekkja thing" sko...þú hefur örugglega tekið þátt í einhverju öðru atriði þarna...það var enginn skilinn útundan held ég.  Úff...mikið er annars langt síðan og skrítið að hugsa aftur til þessa tíma.

Róbert Björnsson, 24.10.2007 kl. 15:42

10 identicon

  • Til hamingju með daginn gamli kall, loksins kominn inn í fjórða áratuginn!

Blabbi Blaðurskjóða (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 05:10

11 Smámynd: Róbert Björnsson

Ugh...thanks for reminding me, my dear "anonymous" friend & neighbor!   

Róbert Björnsson, 25.10.2007 kl. 05:18

12 identicon

ROBERT:Ef áhuginn er fyrir hendi, þá getur þú séð T&J á stöð 43 á hverjum degi í hádeginu ... bara segi svona

Tommi og Jenni (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 05:21

13 Smámynd: Róbert Björnsson

Hehehe... takk fyrir ábendinguna Spongebob minn!    

Róbert Björnsson, 25.10.2007 kl. 06:55

14 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Áttu afmæli í dag Róbert?  Allavega til hamingju með daginn! Þannig að þú ert orðinn 30 eins og Davíð frændi varð nýlega.

Sjálf á ég afmæli 27. okt. þ.e. á laugardaginn og þá á ég merkisafmæli og hvað ætli ég verði gömul?  

Margrét St Hafsteinsdóttir, 25.10.2007 kl. 16:43

15 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Annars varðandi 10 litla negrastráka, þá finnst mér Mjallhvít og dvergarnir sjö líka dálítið furðuleg bók

Margrét St Hafsteinsdóttir, 25.10.2007 kl. 16:44

16 Smámynd: Róbert Björnsson

Takk Margrét og til hamingju sömuleiðis    Við verðum víst að líta á björtu hliðarnar á þessu öllu saman...lítið annað að gera í stöðunni.

Róbert Björnsson, 25.10.2007 kl. 20:19

17 identicon

 The original piece, then called "10 Little Injuns", was written by songwriter Septimus Winner in the 1860's for a minstrel show and was much more elaborate.

Ten little Injuns standin' in a line,
One toddled home and then there were nine;
Nine little Injuns swingin' on a gate,
One tumbled off and then there were eight.
One little, two little, three little, four little, five little Injun boys,
Six little, seven little, eight little, nine little, ten little Injun boys.
Eight little Injuns gayest under heav'n.
One went to sleep and then there were seven;
Seven little Injuns cuttin' up their tricks,
One broke his neck and then there were six.
Six little Injuns all alive,
One kicked the bucket and then there were five;
Five little Injuns on a cellar door,
One tumbled in and then there were four.
Four little Injuns up on a spree,
One got fuddled and then there were three;
Three little Injuns out on a canoe,
One tumbled overboard and then there were two.
Two little Injuns foolin' with a gun,
One shot t'other and then there was one;
One little Injun livin' all alone,
He got married and then there were none.

Fransman (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.