hita brautirnar með jarðvarma?
28.10.2007 | 20:04
Hvernig væri að hitaveita Suðurnesja væri fengin til að leggja smá rör með heitu affallsvatni úr virkjuninni þarna rétt hjá og nokkrum sverum leiðslum væri troðið undir flugbrautirnar til að hita þær upp rétt eins og hverja aðra gangstétt eða bílaplan?
Já, ok...ég veit að það væri svaka dýrt og sennilega eru svona ísíngarskylirði ekki nógu algeng í Keflavík til þess að slíkt myndi nokkurn tíma borga sig...en skyldi þetta vera tæknilega hægt? Er steypulagið í flugbrautunum of þykkt til þess að þetta gæti gengið? Myndi þetta valda sprungum og skemmdum á flugbrautunum?
Ef þetta væri á annaðborð hægt þá væri það nú nokkuð svalt því af-ísingar efnin sem þeir dreifa á flugbrautirnar eru nú ekkert sérstaklega umhverfisvæn og snjó-ruðnings græjurnar menga auðvitað auk þess sem það kostar sitt að manna þær og gera út. Svo myndi þetta auka flugöryggi og koma í veg fyrir að flugvöllurinn lokist tímabundið sem auðvitað kostar gríðarlegar fjárhæðir fyrir flugfélögin.
Ef svona framkvæmd er einhversstaðar framkvæmanleg þá hlýtur það að vera í Keflavík, ekki satt?
Tvær vélar hættu við lendingu í Keflavík vegna ísingar á brautum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Jamm, eða setja þoturnar á nagladekk. Þessi Tyrknenska vél, sem skautaði út af brautinni í gær, gerði það fyrir einskæran glannaskap að sögn sjónarvotta. taxsaði eins og gelgja í hormónasjokki og tók snögga beygju.
Annars er það rétt að þetta er möguleiki, en þó er hætt við að í fimbulfrosti, hafi leiðslurnar ekki undan og þá verður málið bara enn verra, með skautasvelli yfir öllu. Fram að því verða farþegar að una við að heimsækja heimsborgina Egilsstaði, svona annað slagið.
Jón Steinar Ragnarsson, 29.10.2007 kl. 00:57
hahaha...eins og gelgja í hormónasjokki Þú kannt að orða hlutina!
En já sennilega er þetta ein af þessum theoritically possible, yet totally unpractical hugmyndum...sem er þó gaman að velta fyrir sér.
Róbert Björnsson, 29.10.2007 kl. 02:52
Sko, brautin þarf að geta borið mjög þungar vélar og þá gengur ekki að hafa hita í brautunum því það er ekki hægt að hafa hann undir brautinni því hún er of þykk, og ef menn setja hann á milli malbikslaga munu þyngstu vélarnar sennilega skemma allar lagnirnar.
Aron Smári, 29.10.2007 kl. 05:00
Já, samkvæmt þeim upplýsingum sem ég fann þarf braut að vera 12.8 tommu þykk til að taka við 747 með gross weight uppá 775 þús. lbs. og algeng þykkt á stærri flugvöllum er 15 til 18 tommur. Ég er svosem ekki fróður um thermodynamics í malbiki en get ýmindað mér að það þyrfti ansi heitar lagnir til að ná að leiða einhvern hita í gegnum 18 tommur (45 cm) af malbiki.
Róbert Björnsson, 29.10.2007 kl. 12:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.