Chicago er staðurinn!

ChicagolandÞað er eitthvað sem heillar mig uppúr skónum í hvert skipti sem ég kem til Chicago.  Ég á erfitt með að útskýra hvað það er nákvæmlega, en mér finnst borgin einfaldlega bjóða uppá allt það besta sem prýðir góða heimsborg og hvergi á ferðum mínum í Ameríku hef ég fundið þessa hárréttu blöndu af krafti og sjarma sem einkennir Chicago.  Vissulega eru New York, LA og San Fran frábærar líka á sinn hátt...en ég fell betur inní Miðvestrið! Smile

Ég notaði því tækifærið núna um helgina sem leið (Thanksgiving helgin) og skrapp í smá bíltúr til þessarar uppáhaldsborgar minnar.  Þetta eru sko ekki nema 1000 mílur (1.600 km) fram og til baka...alveg passlegur túr! Tounge   Merkilegt hvað það er fljótfarið yfir endilangt Wisconsin að næturlagi þegar vegalöggan sér ekki til og hestöflin 275 fá að njóta sín. Joyful

at the SymphonyVinur minn var með í för og létum við það eftir okkur að gista á Hyatt Regency hótelinu á Magnificent Mile rétt við Millennium Park.  Útum hótelgluggann (á 19. hæð) blöstu við Hancock Tower, Tribune Tower og Wrigley byggingin, og Navy Pier og Lakefront ströndin (við Lake Michican) voru í göngufæri.

Á laugardaginn byrjuðum við daginn á Art Institute of Chicago þar sem við virtum fyrir okkur verk eftir ekki ómerkari listamenn en Monet, Renoir, Seurat, Caillebotte, Van Gogh og Picasso...to name a few.  Hápunktur ferðarinnar voru svo tónleikar simfóníuhljómsveitar Chicago undir stjórn maestro John Williams og sunnudagurinn fór í að skoða sig um hið stórmerkilega Chicago Museum of Science and Industry.

Symphony HallAfskaplega vel heppnaður túr í alla staði og maður kemur heim í sveitina sæll og glaður með endurnærða lífsorku og kraft úr stórborgarinni sem vonandi nýtist nú þegar önnin er komin á lokasprettinn. Smile 

Millennium Park  

 

 Millennium Park og Symphony Hall

 

 

 

 

Hyatt Chicago Glápt á imbann á Hyatt Regency.

 Og eitt filet mignon fyrir svefninn til að toppa daginn! Halo

room service


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óli Þór Atlason

Gaman að heyra að þú kunnir við þig í Chicago.  Það vill svo til að ég bý hér í göngufæri við Museum of Science and Industry sem þú heimsóttir.  Ég tel að Chicago sé perla sem flestum yfirsést sem heima sitja.

Óli Þór Atlason, 27.11.2007 kl. 06:23

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Sæll vertu Óli!  Já, þetta er mögnuð borg sem því miður fellur oft í skuggan af vinsælari áfangastöðum á austur og vestur-ströndunum.   Stemningin hérna í miðvestrinu er allt öðruvísi...og svolítið "Amerískari" (í góðri merkingu þess orðs).

Vissulega hefur Chicago líka sínar dökku hliðar... á leiðinni frá Museum of Science and Industry ákvað ég að taka ekki Lakeshore Drive og villtist aðeins inní South Side...sem er nú frekar hrörlegur staður vægast sagt.  Þá væri ég nú frekar til í að búa norðan megin á svæðinu milli Lincoln Park og Wrigley Field...en það kostar sjálfsagt skildinginn.

En takk fyrir viðlitið og hafðu það gott þarna í The Windy City.

Róbert Björnsson, 27.11.2007 kl. 07:04

3 Smámynd: Óli Þór Atlason

Það er laukrétt að suðurhlið borgarinnar er meira og minna grá og frekar ógnvekjandi satt að segja.  Hinsvegar er hverfið við MSI töuvert öðruvísi, en það heitir Hyde Park.  Mjög rólegt og fallegt hverfi.  Býrðu sjálfur í Minneapolis ?

Óli Þór Atlason, 27.11.2007 kl. 07:23

4 Smámynd: K Zeta

Windy City er svo sannarlega stórborg.

K Zeta, 27.11.2007 kl. 22:20

5 Smámynd: Róbert Björnsson

Óli: Já ég man eftir að hafa ekið í gegnum Hyde Park líka og það virkaði mjög næs.  Ég bý í Saint Cloud sem er um 100 þús. manna bær, ca. 60 mílur norð-vestan við Minneapolis.  Það er svona nokkurn vegin orðið hægt að kalla þetta úthverfi af Twin Cities.

K Zeta: Já, ca. 9 milljón manns á stór Chicago svæðinu...manni fynnst Twin Cities ansi litlar í samanburði...sem ná þó tæplega 3 milljónum.

Róbert Björnsson, 28.11.2007 kl. 06:11

6 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Gaman að lesa þetta.

Windy *fret* City er stórfín borg. Bjó í nokkur ár í Milwaukee og fór svona smá til Chicago. Helsta aðdráttarafl mitt var tvíþætt. Annars vegar að fara á þessar gömlu Jazz-búllur og drekka heljarinnar ósköp af bjór og öðru sulli til að skilja tónlistina sem var vægast sagt stórkostleg. Hins vegar var ferðinni heitið í Oak Park að skoða hús eftir Frank Lloyd Wright, þar á meðal Robie húsið sem er snilldarsmíði, Unity kirkjuna, stúdíó hans ofl goodies. Helsta upplifun mín í Chicago var þó þegar ég keyrði í gegn á hraðbraut. Sofnaði í bíl kunningja á hljómleikaferð til Urbana (ca 1984) og á leið aftur til Milwaukee. Skyndilega sagði einhver, "wow, hey man, check it out, man!" og ég opnaði augun og þarna vor skýjakljúfarnir allir á kafi uppi í skýjunum. Mögnuð sýn! Svo eftir að ég flutti til New York var þetta nú algengari sýn og hefur stundum svipuð áhrif á mig, sérstaklega þar sem ég hafði WTC beint út um gluggann og efri helmingur þeirra hvarf alltaf þegar var lágskýjað.

Ólafur Þórðarson, 28.11.2007 kl. 07:52

7 Smámynd: Róbert Björnsson

Hehe já hvað segirðu var ekki nægur bjór í Milwaukee (home of the Miller Brewing Co.)   Og talandi um arkitektúr þá er nýja viðbyggingin við listasafnið í Milwaukee (eftir Santiago Calatrava - 2001) alveg ótrúleg bygging!

Jazzinn og deep dish pizzurnar eru vissulega eitt af því sem gerir Chicago að Chicago.  Við ætluðum að kíkja í Oak Park því vinur minn er mikill FLW fan og áhugamaður um arkitektúr...en því miður féllum við á tíma þannig að það bíður næstu ferðar.  Og já skýjakljúfarnir eru flottir...sérstaklega í myrkri og þoku!   Það er líka töluvert stuð að fara uppí Sears Tower sem er ennþá hæsta bygging í USA...magnað að fá hellu fyrir eyrun í lyftunni og sjá þegar hún telur upp 10, 20, 30, 40...110 hæð...ding!

Róbert Björnsson, 28.11.2007 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.