Kaupglaðir Íslendingar

MoAÉg átti erindi í Mall of America í dag og hitti þar vinkonu mína sem vinnur þar í ónefndri fataverslun.  Hún sagðist vera alveg hissa á öllum þessum moldríku Íslendingum sem hópuðust í búðina hennar dag eftir dag.  Henni þóttu kaupvenjur íslendinganna svolítið sérstakar en magninnkaup á ólíklegustu hlutum sagði hún vera algeng.  Ein íslensk kona hafði t.d. í morgun keypt fullan poka af sokkum fyrir samtals $100! (parið kostaði sko innan við $4 þannig að hún hefur keypt yfir 25 pör!)

Hún sagðist áætla að meðal íslendingurinn verslaði að jafnaði fyrir um $300-400 í versluninni sinni á meðan hefðbundinn kani verslar fyrir $50-100 í einu.  Hún sagði það jafnframt vera áhyggjuefni að Icelandair hyggðist gera hlé á flugferðum til Minneapolis frá miðjum janúar fram í mars og bjóst hún við töluverðum samdrætti yfir Þorrann.  Það kæmi mér ekki á óvart að Minnesota Chamber of Commerce bjóðist til að niðurgreiða ferðir Icelandair hingað...svo mikil er veltan! Smile

Ég var svo beðinn um að kaupa einn iPhone fyrir frænda minn og um leið og ég dró upp Íslenskt kreditkort lifnaði verulega yfir sölumanninum í Apple búðinni og hann ætlaði sko að pranga inná mig fleiri vörum því hann sagði Íslendinga alltaf kaupa sko 3-4 stykki í einu hið minnsta og helst vildi hann láta mig taka svona eins og tvær MacBook Pro ferðatölvur á $3000 kall stykkið sem hann sagðist seljast eins og heitar lummur.  Hann var meira að segja með gengið á hreinu og vissi alveg að hlutirnir væru 40% ódýrari hér en á klakanum og kvaddi mig svo með "takk fyrir, bless bless".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Stórkostleg lesning.  Við eigum svona bandamen í Glasgow líka. Hér fara flugvélafarmarnir af Íslenskum draslfíklum í báðar áttir.  Eðlilega eru menn ánægðir með þetta lið.

Ég er nú viss um að 40% munurinn, sé oftar meiri. Annars eru 4$ sokkar eitthvað sem keypt er í rúmfatalagernum.  Þetta hefur sennilega verið Hugo Boss þarna.

Þessar pílagrímsferðir eru alveg kostlegar.  Þrátt fyrir þetta er vrla hægt að fá stæði nú við stórmaðkaðina nú.  Ég held mig til hlés. Stekk út í tvo tíma á Þorlák.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.12.2007 kl. 10:09

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Já, maður skilur svosem að fólk "missi sig aðeins" þegar það getur loksins verslað á "eðlilegu verði", hvort sem það er hér eða í Glasgow... en fyrr má nú vera... ég tek undir með þér Brynja...maður skammast sín stundum svolítið fyrir landann.

Róbert Björnsson, 18.12.2007 kl. 20:55

3 Smámynd: Róbert Björnsson

Auðvitað fer ég sko beina leið í "rauða hliðið" hehe... ef ég man eftir því...  

En auðvitað er tollurinn sjálfsagt að fylgjast sérstaklega með bloggvinum Skorrdalsins og ég verð örugglega tekinn í "full body cavity search" hehehe

Róbert Björnsson, 18.12.2007 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband