Teddy færir Obama Latino atkvæði
28.1.2008 | 05:36
Stuðningur Teddy Kennedy við Obama nú rétt fyrir "Super Tuesday", 5. feb., gæti gert útslagið þegar upp er staðið. Ástæðan er ekki síst sú að þrátt fyrir að vera frá Massachusetts er Teddy gamli gríðarvinsæll meðal "Latino Americans", þ.e. spænskumælandi bandaríkjamanna og innflytjenda frá Mexíkó. Teddy hefur barist ötullega fyrir bættum kjörum og réttindum innflytjenda og m.a. stutt gagngerar endurbætur á innflytjendalöggjöfinni sem myndi hjálpa ólöglegum innflytjendum að öðlast lögleg atvinnu- og dvalarleyfi.
Það er eftir miklu að slægjast á þessum miðum, því meðal fylkjanna sem halda prófkjör sín á "Super Tuesday" eru Kalífornía, Arizona, New Mexico, Colorado og Utah - allt fylki með mjög hátt hlutfall Latino íbúa. Þá gefa úrslitin frá Suður Karólínu mjög góð fyrirheit um gott gengi Obama í Georgíu og Alabama, en þar er líkt og í S.C. hátt hlutfall svartra kjósenda. Eins verður kosið í Illinois og ætti Obama að vera nokkuð öruggur þar enda hans heimavöllur, auk þess sem í Illinois er líka töluverður fjöldi Latinos.
Fylki sem Frú Clinton ætti að vera örugg með eru New York, New Jersey og Arkansas og svo verður mjög fróðlegt að sjá hvort þeirra vinnur hér í Minnesota, en samkvæmt skoðanakönnunum hefur Hillary töluvert forskot...ennþá.
Sigurræða Obama í South Carolina var öflug og það má vel taka eftir því að hann minnist oft á "the Latino community"...sem er auðvitað engin tilviljun.
Obama fær stuðning Kennedys | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Djöfull vona ég að þessi gæi vinni þetta. Nú er það spurning um hvort þeir láta skjóta hann eða hvort þeir rigga kosningavélarnar eina ferðina enn.
Hvað er mikið eftir? Eru ekki fjögur fylki búin? Eru þá ekki 46 eftir eða er þessu skipt í stærri einingar.
Jón Steinar Ragnarsson, 28.1.2008 kl. 05:49
Já það er náttúrulega erfitt að eiga við þessar Diebold kosningavélar. En við skulum sjá til...það virkar bara ef það verður mjög mjótt á mununum. "Þeim" væri svosem auðvitað trúandi til að skjóta hann...en við verðum nú að vona það besta.
Forvalið ætti nú að skýrast 5. feb. en þá kjósa 24 fylki...þannig að spennan er farin að magnast all verulega.
Róbert Björnsson, 28.1.2008 kl. 07:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.