McPain vs. Willard
31.1.2008 | 08:43
Það er ekki á hverjum degi sem maður er sammála útvarpsstjörnunni og læknadópistanum Rush Limbaugh um nokkurn skapaðan hlut - en í dag eigum við það þó sameiginlegt að hafa lítið álit á forsetaframboði öldnu stríðshetjunnar John McCain. Auðvitað eru þó forsendur skoðanna okkar Limbaugh´s á "McPain" ansi frábrugnar. Limbaugh og hlustendur hans á öfga-hægrivæng Repúblikanaflokksins eru nefnilega á því að McCain sé of "liberal" og að hann sé sko ekki nógu mikill íhaldsmaður. Það er svosem skiljanlegt að þeir haldi það miðað við hvað karlinn er hrikalega tvísaga um málefnin. Kannski eru þetta bara elliglöp, enda karlinn orðinn 71 árs. Ætli Repúblikönunum þætti það ekki líka bara flott að kjósa mann með Alzheimers svo hann væri líkari Ronald Reagan...þvílík er nostalgíu-þráhyggjan í sumum.
Tékkið á þessu myndbandi - McCain vs. McCain
(Þar fyrir utan er McCain alræmdur Green Bay Packers fan...sem fer illa í okkur stuðningsmenn Minnesota Vikings!)
Keppinautur McCains er þó síst skárri þegar það kemur að flip-floppi. Smjaðurfésið Mitt (Willard) Romney sem fær stuðning flestra evangelistanna í biblíubeltinu þar sem hann hefur spilað sig sem mann "fjölskyldugildanna", þ.e. kvenfyrirlitningar og hommahaturs. Svo skemmtilega vildi meira að segja til að ofurbloggarinn kaþólski Jón Valur Jensson lýsti aðdáun sinni á Romney eftir sigur hans í forkosningunum í Michigan um daginn.
Í ljósi þess er nokkuð fyndið að rifja upp brot úr kappræðum frá árinu 1994 þegar Romney barðist fyrir því að verða fylkisstjóri í hinu "liberal" Massachusetts-fylki. Þarna segist hann vera gallharður stuðningsmaður réttinda kvenna til fóstureyðinga og ötull baráttumaður fyrir réttindum samkynhneigðra! Já, árið 1994 var Romney frjálslyndari en sjálfur Teddy Kennedy. Hvað gerðist svo? Datt hann á höfuðið?
Giuliani hættur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Skemmtileg myndbönd; ég vissi að Romney væri bara snakkari en ekki var mér alveg ljóst að McCain væri líka svona ferlega dapurlegur flipp-floppari. Líklega hef ég bara horft framhjá því af vorkunn frá því Karl Rove tók hann af lífi, mannorðslega séð, í forvali Repúblikana 1999.
Er engin leið að vera almennilegur Repúblikani án þess að vera margsaga vindhani sem snýst eftir áttinni frá degi til dags? Ameríka - og heimurinn - þarf á Barack Obama að halda, svo mikið er víst.
Jón Agnar Ólason, 31.1.2008 kl. 08:59
Ég hef áhyggjur af að athyglishóran hún Hillary, sé að klúðra málum fyrir demókrata með að fara með persónulegum árásum og skítkasti að Obama. Ótrúlegt augljós valdagræðgin þar. Hún er algerlega búin að tapa kúlinu. Ég vona bara að Obama haldi því og láti ekki leiðast út í slíkt klór. Annars var það góður punktur hjá Obama, að það væri ekki alveg ljóst fyrir sér hvvort hann væri að keppa um útnefninguna fyrir Bill eða Hillary. Það er eins og Bill sé að komast bakdyramegin aftur inn í hvítahúsið sem first husband.
Mér finnst þessir repúblíkanar hverjum öðrum slepjulegri. Þetta eru pólitískir kafbátar og í raun alveg sama hver þeirra verður útnefndur. Það er sama hernaðaragendað hjá þeim öllum.
Jón Steinar Ragnarsson, 31.1.2008 kl. 10:27
Nú er Terminator búinn að lýsa yfir stuðningi við McCain. Sé það sett á vogaskálar, þá finnst mér nú stuðningur Kennedy við Obama vega þyngra. Kannski þessi stuðningsyfirlýsing gangi frá McCain þegar öllu er á botninn hvolft. Ég á bágt með að trúa að ameríkanar séu svo skyni skroppnir að telja þetta vott um ágæti frambjóðandans. Núr er Arnold giftur inn í famelíuna, svo maður býst við að ekki sé mikill friður við matarborðið á þeim bæ.
Jón Steinar Ragnarsson, 31.1.2008 kl. 20:07
Jón Agnar: Eini repúblikaninn sem ég man eftir í fljótu bragði sem hefur staðið fastur á sínum skoðunum í gegnum tíðina er Ron Paul...hinir virðast allir haga seglum eftir vindi. Og já, þetta er rétti tíminn fyrir Obama, sem by the way safnaði $32 milljónum í kosningasjóði sína í Janúar sem er meira en undanfarna 3 mánuði samanlagt og miklu miklu meira en Hillary sem vill ekki einu sinni gefa upp sínar upphæðir! Það er ljóst að momentum-ið er hjá Obama og hann hefur efni á fleiri auglýsingum fyrir þriðjudaginn.
Jón Steinar: Já Hillary er orðin nervous og farin að svífast einskis. Obama kom með góðan punkt í ræðu í gær þegar hann sagði að leiðin til að keppa við McCain væri EKKI sú að senda frambjóðanda sem væri honum sammála um allt (sem var skot á Hillary) heldur skýran og staðfastan andstæðing.
Annars endurtók McCain í kappræðum í gærkvöldi að hann teldi að bandaríkjamenn verði að vera í Írak næstu 100 árin! Þannig að það er ljóst að honum liggur ekkert á að klára dæmið.
P.S. Ég veit ekki hvers konar persónunjósnir eru stundaðar hérna en ég er búinn að fá tvö símtöl í dag og í gær frá stuðningsfólki Obama, þar sem var verið að sníkja pening og hvetja mig til að mæta í caucusið á þriðjudaginn... svolítið spooky því ég hef ekkert heyrt frá Hillary...hvað þá Repúblikönunum...og ég veit ekki til þess að ég hafi nokkurs staðar skráð mig á stuðningslista Obama... þeir hljóta bara að vera fylgjast með blogginu mínu! hehe stóri bróðir fylgist með.
Róbert Björnsson, 31.1.2008 kl. 20:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.