Obama heimsækir Minneapolis

obamaNæsti forseti bandaríkjanna kom til Minneapolis í gær og troðfyllti Target Center (heimavöll Minnesota Timberwolves) þar sem hann flutti magnaða ræðu fyrir ríflega 20 þúsund dygga stuðningsmenn sína.

Ég gerði mér að sjálfsögðu far í bæinn og stóð í tveggja mílna langri biðröð í kuldanum fyrir utan Target Center í rúma 3 tíma.  Ég hef satt að segja aldrei séð annað eins og þessa mögnuðu biðröð...stemmningin var engu lík og eftirvæntingin í andlitum fólks var greinileg.  Ég heyrði í fólki sem var komið langt að, sumir frá Wisconsin og aðrir frá "way up north" og öllum leið leið okkur eins og við værum að taka þátt í sögulegum viðburði...ógleymanleg stund.  Ég man ekki eftir sambærilegri stemmningu í Target Center fyrr, ekki einu sinni á tónleikum Bob Dylan né þegar Timberwolves spiluðu á móti L.A. Lakers í úrslitum vesturdeildarinnar í NBA vorið 2003.  Stjarna Obama skín skært.

Smellið hér til að horfa á sjónvarpsupptöku NBC frá ræðu Obama í Target Center í gær. 

Þess má geta að Hillary mætir til Minneapolis í dag og heldur fund í litlum íþróttasal Augsburg College (erhem...kristilegum einkaskóla!), Mitt Romney hélt í gær fund hjá einkafyrirtæki í Edina (úthverfi Minneapolis) og öfga-frjálshyggjumaðurinn skemmtilegi Ron Paul mætir í U of M á mánudaginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Björnsson

Ég tel að stundum sé betra að hafa litla reynslu heldur en "slæma reynslu".  Hillary hefur verið dugleg að benda á reynsluleysi Obama, en ef við skoðum aðeins málin þá hefur Hillary aðeins fjögurra ára forskot á Obama sem öldungadeildarþingmaður.  Telst reynsla sem forsetafrú og stjórnarmaður hjá Wal-Mart með?  Mörgum finnst Hillary einungis vera holdgerfingur stöðnunar og "politics as usual" á meðan Obama ber með sér ferska vinda breytinga (hvort sem hann stendur undir þeim væntingum eða ekki, þegar á hólminn er komið).

Bæði tala þau um að draga herliðið til baka frá Írak innan árs frá því að þau setjast í forsetastólinn.  Það má þó ekki gleyma því að Hillary kaus á sínum tíma með innrásinni svo og að heimila nær ótakmarkað vald Bush til hernaðarbölts á meðan Obama var andvígur innrásinni frá fyrsta degi.

Eins og Obama sagði í ræðu um daginn þegar hann var spurður útí reynsluleysið:  "Senator Clinton has claimed, I think fairly, that she has got the experience on day one.  And part of the argument that I am making in this campaign is that it is imporant to be right on day one and that the judgement that I have presented on this issue [Iraq] and some other issues is relevant to how we are going to make decisions in the future."

Auðvitað eiga bandaríkin eftir að halda áfram að vera afskiptasamasta þjóð í heimi sama hver verður forseti...og margir sem binda vonir við að Obama eða Hillary eigi eftir að leysa öll vandamál bandaríkjanna (innalands sem utan) eiga eftir að verða fyrir verulegum vonbrigðum.  En þó er víst að heimurinn verður töluvert skárri með Obama eða Hillary í Hvíta Húsinu heldur en með McCain eða Romney.

Róbert Björnsson, 3.2.2008 kl. 20:05

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ef hann stendur við það sem hann segir, þá á ameríka von. Hann mun samt taka við búi, sem er að liðast í sundur og efnahagskreppa yfirvofandi.  Ég skynja að þegar hann talar gegn lobbyismanum, þá meini hann ekki síst Christian coalition og það kjaftæði allt. Hann spilar þetta bara rétt.

Ef þú hlustar á loforð Bush í hans kosningabaráttum, þá hefur hann gert akkúrat öfugt við það sem hann hét. Það kemur svo í ljós hvort Obama talar spegilmál líka.  Það er engu að síður lykilmál að endurreisa og vernda stjórnarskrá landsins.

Skyldulesning ætti að vera  "Blasphemy" eftir Alan Dershowitz og rit Thommas Paine og Jefferson. Það er kominn tími til að ryfja upp á hverju þetta land byggðist og hvað hefur verið gert til að eyðileggja þann grunn. 

Jón Steinar Ragnarsson, 4.2.2008 kl. 08:22

3 Smámynd: K Zeta

Á maður með nafnið Hussein möguleika í Ameríku þar sem gyðingar stjórna pressunni?

K Zeta, 11.2.2008 kl. 01:04

4 Smámynd: Róbert Björnsson

Jú, ég hef trú á því að Hussein setjist í Hvíta Húsið áður en yfir líkur! 

Þeir kjósendur sem á annað borð setja nafnið og litarháttinn fyrir sig, eru hvort eð er flestir repúblikanar, en samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum myndi Obama sigra McCain ef kosið væri nú. 

Róbert Björnsson, 12.2.2008 kl. 21:56

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Athygliverður tengill hérna: Smella. Það setur óneitanlega að manni hroll, þegar menn tala svo fjálglega um kjarnavopn og heimstyrjöld.  Skildleiki Cheney, Bush og Obama, held ég að sé hálf langsóttur. Fletti því upp og sé að það er í 9.  og 11. lið. Flestir Íslendingar eru t.d. skyldir í 6.

Ég er annars viðbúinn því að hann svíki loforð sín í forseta stóli eins og allir hinir og treysti orðið engum af þessu liði. Allir eru þeir tengdir CFR og það er nóg fyrir mig. Aðeins Ron Paul stendur utan við þessa dellu og honum er úthýst úr fjölmiðlum.

Þeir eru að plana kjarnorkuárás og fara hugsanlega inn í Pakistan fyrst, flestum að óvörum, svo kemur Íran...Sýrland, etc.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.2.2008 kl. 01:56

6 Smámynd: Róbert Björnsson

Erhm...já...þú segir nokkuð...

Það er svosem ólíklegt að nokkur frambjóðandi standi við öll kosningaloforðin... en að Obama sé þátttakandi í einhverju furðulegu samsæri CFR um að plotta kjarnorkuárásir er ekki eitthvað sem ég er að kaupa.   Það er margt skrítið sem hefur komið frá þessum hörðustu stuðningsmönnum Ron Paul...sumt algert bull að mínu mati.  Allt þetta tal um CFR byggist væntanlega á hatri Paulverja á Sameinuðu Þjóðunum, ímynduðu "North American Union" og öllu sem heitir alþjóðavæðing.   En kannski er bara búið að heilaþvo mig með öllu flúorinu í vatninu eða þessu blessaða HAARP dóti...hvað veit ég!

Æi...það er svosem gaman af sumum af þessum samsæriskenningum (fyrir utan þessa með tungl-lendinguna...ég verð reiður í hvert skipti sem einhver vogar sér að efast um þetta stærsta afrek mannkynssögunnar ) en flestar þeirra halda ekki vatni ef grannt er skoðað og margar eru settar saman af amatörum og "psuedo-scientistum".  Þar sem ég er efasemdarmaður, ekki bara á trú og yfirnáttúruleg fyrirbæri, heldur líka á lítt viðurkenndar kenningar sem stangast á við almenna þekkingu og skynsemi, þá þarf töluvert mikið til að sannfæra mig... EN engu að síður reyni ég að skoða þetta allt með opnum hug og forðast að dæma fyrirfram.

Annars var Obama að sweepa glæsilega í Virginíu, Maryland og D.C. áðan...  engin furða þó kerlingin sé orðin svolítið stressuð yfir þessu.

Róbert Björnsson, 13.2.2008 kl. 05:01

7 identicon

Róbert  já flúorið er sagt lækka greind sem um munar, að mínu mati er Obama ekki heiðarlegur því  hann hefur kosið með því að fjármagna stríðið í Írak, Obama hefur ekki talað um að enda stríði í Írak strax. Svo hef ég ekki heyrt hann minnast á FEDERAL RESERVE, seðlabanka bandaríkjanna. Obama talar ekkert um þann banka og talar ekkert um að afnema hann, það gerir hann einfaldlega hluta af elítunni.

Að mínu mati eru aðeins 3 heiðarlegir frambjóðendur, Ron Paul, Dennis Kucinich og Mike Gravel.

Sjálfur gæti ég ekki búið í Ameríku útaf komandi hryðjuverkaárásum, falli á dollaranum og svo þessar flottu 800 hundruð útrýmingarbúðir í boði Fema. Búðirnar hýsa um 25 miljónir manns og eru útbúnar risastórum iðnaðar ofnum og að sjálfsögðu járnbrautateinar og stórar og fínar lestar sem liggja að öllum þessum búðum.

http://youtube.com/watch?v=W5oKqQmGYHQ 

Andri (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.