Ísskápur Bandaríkjanna

Ef International Falls er búið að tryggja sér nafnbótina "frystikista Bandaríkjanna" þá hljótum við hér 200 mílum sunnar að vera í ísskápnum.  Hér er allavega búið að vera nógu andskoti kalt að undanförnu.  Í fyrrinótt féll hitinn niður í um 28 stiga frost (-20 F) og auk þess var töluverður vindur þannig að með vindkælingu var raunhiti um -40°C.  Þessi vetur er sagður sá kaldasti í Minnesota síðan 1997 en það eru komnir 10 dagar sem hitinn hefur ekki farið upp fyrir 0 F (-17.7°C).

ice fishing buddiesEn íbúar Minnesota láta kuldann hérna up nord lítið bíta á sig, enda flestir með skandínavískt blóð og frostlög í æðum, og taka þessu bara með jafnaðargeði.  Þeir setja bara á sig köflótta húfu og keyra út á eitt af hinum 10,000 frosnu vötnum og dorga í gegnum ísinn hlustandi á Garrison Keillor í útvarpinu syngjandi á afsræmdri dönsku í þættinum sínum "A Prairie Home Companion" um Lake Wobegon "where all the women are strong, all the men are good looking, and all the children are above average".

En þó að nefhárin frjósi og mann verki í lungun við hvern andadrátt, þá verður maður nú að líta á björtu hliðarnar...kuldinn er í það minnsta "þurr kuldi" og venjulega lítil úrkoma...bara endalaus blár himinn, sólskin og logn.  Svo fer nú bráðum að vora úr þessu... mánuður í spring break og þá fer nú allt að gerast dontyaknow!  Ja, you bethca!  Uff-dah.


mbl.is „Frystikista Bandaríkjanna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

En skrýtið. Ég ætlaði að heimsækja þig bara til að spyrja hvort útlimirnir væru nokkuð frosnir af þér. Svo bara ertu nýbúinn að blogga um kuldann.  Ég nefnilega bjó þarna í Milwaukee fyrir langa laungu, borg sem ég hef verið að kalla Síberíu. Það er víst Mallorka miðað við Minneapolis.
 

Það er ekki bara dónaskapur að hrækja úti á götu þarna á svæðinu þínu, frosnir hrákar dvelja á gangstéttunum svo mánuðum skiptir áður en þeir þiðna. Og stórhættulegt að stíga á svoleis hálkubletti.  

Annars er Minnesota með eindæmum fallegt fylki, þú ferð væntanlega í bátsferðir up north.  Heitir það ekki 1000 lakes eða eitthvað í þá veru? 

Ólafur Þórðarson, 14.2.2008 kl. 05:22

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Haha já góður þessi með hrákann!    Víst er kalt og nú snjóar í þokkabót.  Ég gæti þó trúað að það snjói meira í Milwaukee þökk sé Lake Michican?

Já, það er bara býsna fallegt hérna víða.  Ég hef ekki enn farið í almennilega bátsferð (fyrir utan prammasiglingar á Mississippi) en það er draumurinn að komast í útilegu og canoe siglingar á Boundary Waters Wilderness svæðinu uppi í Superior National Forest sem er fyrir norðan Duluth við landamæri Kanada.

Róbert Björnsson, 14.2.2008 kl. 07:34

3 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Það snjóar eitthvað smá í Milwaukee. En er aðallega bara helvíti kalt. Eða bara svo helvíti heitt. Vantar alveg 3 mánuði þarna á milli til að vera viðunnandi. En til þess fundu Milwaukee búar upp bjórinn og mótórhjól (að eigin sögn) að geta gleymt sér frá erfiðleikum náttúrunnar. Bjórinn yljar og kælir, mótórhjólið er svo svalt að hitastig skiptir ekki máli.

Seinna komu lögfræðingarnir og hafa grætt mikið á hráka-málaferlum.   

Ólafur Þórðarson, 14.2.2008 kl. 17:54

4 Smámynd: Róbert Björnsson

Já, ég man eftir bjór stybbunni í kringum Miller verksmiðjurnar þarna í Milwaukee...sheesh...og svo er Harley Davidson fabrikkan þarna hinum megin við götuna.

Það eru ekki nærri því eins kúl company í Minneapolis...bara General Mills sem býr til Cheeriosið, 3M sem býr til límbandið...jú og reyndar Best Buy og Target.

Róbert Björnsson, 14.2.2008 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.