Í lok næsta mánaðar tekur í gildi nýr loftferðasamningur milli Evrópusambandsríkja og Bandaríkjanna, svonefndur "Open Skies Agreement" sem gerir evrópskum og bandarískum flugfélögum kleift að fljúga á milli hvaða áfángastaða sem er án takmarkanna sem hingað til hafa verið töluverðar. Héðan í frá mega bandarísk flugfélög t.d. fljúga á milli ríkja í Evrópu án þess að upprunalegur brottfararstaður sé í bandaríkjunum. Þá detta úr gildi hömlur á flugi milli Bretlands og Bandaríkjanna en hingað til hafa einungis fjögur flugfélög (BA, Virgin, American og United) mátt fljúga milli London Heathrow og Bandaríkjanna og ákveðnar skorður hafa verið á flugfargjöldum sem nú verða gefin frjáls. Einnig hefur verið opnað fyrir aukið samstarf (codesharing) og jafnvel sameiningar flugfélaga beggja vegna Atlantshafsins.
En hvað þýðir þetta fyrir Icelandair? Ég sé fyrir mér að þetta nýja samkeppnisumhverfi gæti reynst erfitt fyrir Icelandair þar sem framboð á flugi yfir Atlantshafið mun væntanlega stóraukast. Hér í Minneapolis hefur Icelandair t.d. notið góðst af lítilli samkeppni í flugi til Evrópu því NWA hefur einungis boðið uppá flug til Amsterdam. Það mun nú breytast því NWA hefur tilkynnt að þeir muni hefja beint flug á milli Minneapolis og London (Heathrow) og Parísar (CDG) í lok næsta mánaðar. Þarmeð mun Icelandair væntanlega missa spón úr aski sínum.
Mun Icelandair hugsanlega bregðast við með því að bjóða uppá beint flug á milli Bandaríkjanna og Evrópu ÁN viðkomu á Íslandi? Eða fer Icelandair að fljúga á milli áfangastaða í Evrópu? Samkeppnin er mikil og erfið fyrir lítið félag eins og Icelandair. Nú er að duga eða drepast, gera verður alvarlega SWOT greiningu (strengths, weaknesses, opportunities and threats) og annaðhvort sækja á ný mið eða lúffa og sameinast SAS.
Mjög dró úr hagnaði Icelandair | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.