Trúarbrögð á undanhaldi í Bandaríkjunum

adultswithimaginaryfriendsÍ gær voru birtar mjög jákvæðar niðurstöður umfangsmikillar rannsóknar á trúarlífi bandaríkjamanna sem gefa til kynna að ólíkt því sem margir kynnu að halda er trú á miklu undanhaldi í bandaríkjunum og fjöldi trúfrjálsra hefur stóraukist.

"The PEW Forum On Religion & Public Life" gerði könnunina úr gríðarstóru úrtaki, eða 35 þúsund manns og má skoða niðurstöðurnar hér. http://religions.pewforum.org/

Samkvæmt könnuninni standa 16.1% bandaríkjamanna utan trúfélaga í dag og er sú tala enn hærri meðal ungs fólks á aldrinum 18-29 ára eða heil 25% sem verða að teljast góðar fréttir.  Á meðal þeirra sem standa utan trúfélaga segja flestir að þeir trúi "svosem ekki á neitt sérstakt" og að trú sé þeim lítið eða ekki mikilvæg.  Þá skilgreina 4% þjóðarinnar eða um 12 milljónir manna sig sem "Atheist eða Agnostic", þ.e. "trúleysingja" eða efasemdarmenn.  Þó svo 4% hljómi ekki sem svo ýkja há tala er þetta þó töluverð aukning og miðað við fjölda fólks utan trúfélaga má búast við að fleiri þori að koma út úr skápnum hvað varðar trúleysi á næstu árum en hér er það ennþá töluvert tabú í samfélaginu, sem er þó að breytast hratt í rétta átt.

Aðrar áhugaverðar tölur gefa til kynna að heill fjórðungur bandaríkjamanna hefur sagt skilið við þá trú sem þeir ólust upp í sem börn og annað hvort skipt um trú eða standa nú utan trúfélaga.

Kaþólska kirkjan hefur tapað langflestum sálum á undanförnum árum þrátt fyrir að "nettó" fjöldi kaþólskra standi nokkurn veginn í stað sökum fjölda spænskumælandi innflytjenda.  Hátt í fjórðungur bandaríkjamanna teljast Kaþólskir en það sem er áhugavert er að Kaþólska kirkjan hefur misst 1/3 af þeim sem voru aldir upp í kaþólskri trú sem þýðir að heil 10% bandaríkjamanna eru "fyrrverandi kaþólikkar".  Þess má geta að í dag er nærri helmingur kaþólikka á aldrinum 18-29 ára af "Latino" uppruna sem þýðir að kaþólska kirkjan eru á mjög miklu undanhaldi meðal hvítra.

Að lokum er áhugavert að skoða tekjuskiptingu og menntunarstig eftir trúarhópum en það kemur lítið á óvart að þeir trúuðu eru að jafnaði með mun minni menntun og hafa lægri tekjur en þeir sem standa utan trúfélaga.

Þessi könnun sýnir svo ekki verður um villst að trúarhneigð bandaríkjamanna fer minnkandi eins og annarsstaðar í hinum vestræna heimi og þrátt fyrir að eiga langt í land með að komast á stall með norður evrópuríkjum þá gefur könnunin góð fyrirheit um að þeir séu á réttri leið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Menntun og upplýsingar eru helstu óvinir trúarbragða, lítil börn vita að þetta er bara bölvuð vitleysa og rugl úr fornmönnum.
Þegar maður talar við fólk sem er trúað um þessar augljósu staðreyndir þá fer það í baklás og talar um árásir, það er náttúrulega ekkert nema fáránlegt að tala á slíkum nótum árið 2008, eiginlega er það skömm að afneita okkur mönnunum og þekkingu okkar og tala bara við ósýnilega ímyndaða geimgaldrakarla...
Að fullorðin manneskja tali á þessum nótum þá er sú hin sama bara í einkaástarævintýri með sjálfri sér og ósýnilega vini sínum brjálaða og morðóða og ætti að leita sér menntunar og eða tala við lækna :)

DoctorE (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 16:01

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Já, sumir talsmenn trúaðra eru duglegir að kvarta undan "árásum" þegar fólk leyfir sér að gagnrýna afleiðingar trúarbragðanna en á sama tíma finnst þeim alveg sjálfsagt að þeir sjálfir megi hrauna hvers konar fordæmingum sem er yfir aðra í nafni trúar sinnar.  What goes around comes around!

Róbert Björnsson, 26.2.2008 kl. 16:19

3 identicon

Mér finnst alveg frábært að þetta leiðindapakk sem hefur ráðist að svo mörgum með fargin guðarugli einhverju, þetta pakk hamast í samkynhneigðum og nú eru þeir að lenda í því sama... mér finnst það frábært 3 X Húrra
Það líða ekki mjög mörg ár þar til að fólk þorir ekki að viðurkenna að trúa svona barnalegum sögum með ívafi dauða og ofsókna og formaður þeirra hann guð er líklegast mest morðingi ever.. sem betur fer er það bara skáldsaga :).

DoctorE (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 17:29

4 identicon

Gaman af þessu.

Hvernig ætli Jóni Vali lítist á þetta mál ?

Ragnhildur (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 20:36

5 Smámynd: Róbert Björnsson

Haha...tja...hann hefur held ég voða gaman af svona könnunum...kannski finnur hann leið til að snúa öllum tölunum á hvolf og komast að einhverri allt annari og hentugari niðurstöðu.  Annað eins hefur nú gerst. 

Róbert Björnsson, 27.2.2008 kl. 04:59

6 identicon

Hann kallar þetta hókuspókus eitthvað... trúaðir eru svo miklir klikkhausar

DoctorE (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband