Einn stofnanda Microsoft ánafnar milljörðum
27.2.2008 | 06:37
Ric Weiland varð fimmti starfsmaður Microsoft árið 1975 þegar skólabræður hans úr menntaskóla, þeir Bill Gates og Paul Allen réðu hann í hið nýstofnaða hugbúnaðarfyrirtæki. Weiland starfaði sem yfir-forritari hjá Microsoft til ársins 1988 þegar hann settist í helgan stein, vellauðugur, og snéri sér nánast alfarið að góðgerðarmálum.
Fyrir rúmu ári ákvað Weiland að binda endi á líf sitt, aðeins 53 ára gamall, eftir langa baráttu við þunglyndi. Weiland, sem var samkynhneigður, ánafnaði ýmsum réttindasamtökum samkynheigðra stærstum hluta auðæfa sinna, eða 65 milljónum dollara (4.3 milljarðar króna) en það mun vera lang rausnarlegasta upphæð sem einn aðili hefur gefið til þessara samtaka til þessa. Samtökin sem skipta með sér góssinu eru m.a. Lambda Legal; the National Gay and Lesbian Task Force; Parents, Families and Friends of Lesbians and Gays (PFLAG); the Gay & Lesbian Alliance Against Defamation (GLAAD); og amfAR, the Foundation for AIDS Research. Þá ánafnaði hann 19 milljónum dollara (1.25 milljarði króna) í skólastyrki og námssjóði fyrir GLBT nemendur. Það er ljóst að arfleifð Weilands á eftir að hafa gríðarleg áhrif á næstu árum og hans verður minnst með þakklæti.
Þess má að auki geta að Microsoft varð árið 1993 eitt fyrsta fyrirtækið á Forbes 500 sem hét því að mismuna starfsfólki ekki sökum kynhneigðar og um leið buðu þeir upp á fríðindapakka (tryggingar, lífeyrir o.s.f.) fyrir maka samkynhneigðra starfsmanna. Árið 2006 var Microsoft svo útnefndur sá vinnustaður í bandaríkjunum sem hefur staðið sig best í réttindamálum GLBT starfsfólks.
(N.B. Þessi færsla var rituð í Microsoft Internet Explorer og Microsoft Windows Vista Ultimate. )
En fyrst maður er nú kominn on topic þá langar mig líka að segja frá sorglegum atburði sem átti sér stað í Kalíforníu fyrir um hálfum mánuði síðan en þá átti sér stað enn ein skóla-skotárásin. Fjórtán ára nemandi skaut jafnaldra sinn tvisvar í höfuðið í skólastofu í miðskóla rétt fyrir utan Los Angeles. Fórnarlambið, Lawrence King, hafði komið út úr skápnum fyrir nokkrum vikum og var lagður í mikið einelti í kjölfarið. Ástæðan fyrir morðinu var sögð sú að Lawrence átti að hafa sagt vinum sínum frá því að hann væri hrifinn af morðingjanum, Brandon McInerney, sem samkvæmt frásögn Fox News fann skiljanlega fyrir mikilli niðurlægingu og ákvað að drepa skólabróður sinn...svona nánast í réttlætanlegri sjálfsvörn! Fox News hefur nefnilega snúið dæminu á þann veg að þetta hafi ekkert að gera með aðgengi að byssum og ofbeldi í skólum...heldur sé vandamálið að sífellt yngri krakkar þora núorðið að koma út úr skápnum í skólanum...sem veldur svo "heilbrigðu" börnunum mikilli sálarangist og áhyggjum!
Nú er verið að takast á um hvort réttað verði yfir morðingjanum (hægri myndin) sem fullorðnum en þá ætti hann yfir höfði sér 50 ára fangelsisvist. Annars sleppur hann á 21. afmælisdeginum sínum.
Hérna er að lokum áhugavert myndband um börn og innprentað hatur.
Athugasemdir
No worries, allir þessir fordómar eru frá trúuðum sem kenna sig við kærleika en eru ekkert nema talsmenn haturs.
Gott mál og vonandi verða þessir peningar notaðir til þess að kveða fíflin í kútinn :)
DoctorE (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 12:59
Já eflaust verða þessir aurar nýttir í góða hluti...sem munu koma aftan að þessum ruglukollum!
Róbert Björnsson, 27.2.2008 kl. 16:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.