Skreppitúr til Íslands

Ég var að enda við að bóka óvænta ferð á Klakann í næstu viku.  Ástæðan er sú að snemma í gærmorgun vaknaði ég upp með andfælum við það að síminn hringdi og á línunni var maður sem spurði mig hvort ég væri til í að mæta í atvinnuviðtal, sem ég og þáði.  Þið afsakið að ég vil síður tjá mig nánar um það hér, enda alls óvíst hvort eitthvað komi útúr því dæmi, en ég er þó nógu spenntur fyrir þessu til að leggja á mig smá ferðalag og vonandi væru þeir ekki að draga mig heimsálfanna á milli ef þeir hefðu ekki einhvern áhuga á mér.  Kemur í ljós.

Það var einkennileg og heppileg tilviljun að það er frí í skólanum alla næstu viku út af Spring Break (þó lítið sé farið að vora hér ennþá).  Margir skólafélagar mínir eru þessvegna á leiðinni í sólina til Cancún, Mexíkó...en ég hugga mig við það að maturinn er þó allavega betri á Íslandi!

Anywho...mér varð ljóst að ég yrði að koma mér til Boston eða New York einhvern veginn þar sem Icelandair er enn í vetrarfríi á Minneapolis.  Þeir byrja hins vegar að fljúga hingað aftur um næstu helgi þannig að ég slepp við innanlandsflug á bakaleiðinni. 

Verðlag á flugfarmiðum getur oft verið ansi furðulegt og jafnvel eftir nokkra kúrsa í flugrekstrarfræði á maður stundum bágt með að átta sig á reiknimeisturunum sem ákveða verðin.  (N.B. verð eru að hluta til reiknuð handvirkt samkvæmt flóknum formúlum þar sem breytur eru m.a. tímasetningar, fjöldi lausra sæta, verð og framboð keppinauta, eldsneytiskostnaður o.m.f.)  One way ticket frá Minneapolis til Boston kostaði á umbeðnum degi heila 730 dollara miðað við beint flug!  Hægt var að fá helmingi ódýrara fargjald ef maður nennti að skipta um vél í Chicago og Philadelphia...en hver nennir að eyða heilum degi í 3 leggi á leið sem annars tekur tvo og hálfan tíma?  Og eiga svo eftir 5 tíma flug til Keflavíkur.

Saab340_NWAEn viti menn...vegir flughagfræðinnar eru órannsakanlegir...nú hafði ég áður athugað hvað flugið til og frá Íslandi kostaði á vef Icelandair miðað við BOS-KEF-MSP.  Þvínæst prófaði ég að slá inn MSP-BOS-KEF-MSP og merkilegt nokk, þá var mér boðið uppá beint flug frá MSP til Boston og við það LÆKKAÐI heildarfargjaldið um $50!  Sem sagt...innanlandsflugið var ókeypis og gott betur!  Svona bara uppá grínið prófaði ég að bæta einum legg við og sjá hvað það kostaði þá að fljúga bara alla leið héðan frá Saint Cloud og viti menn þá lækkaði heildarpakkinn um $20 í viðbót!  WTF???  Ég marg double tékkaði þetta í gegnum Expedia, Travelocity og Orbitz og þetta var ekkert fluke.

Ég flýg nú afar sjaldan héðan frá St. Cloud því það er ekki nema 70 mílna keyrsla niður til MSP og þessi leggur kostar yfirleitt svona $80 hvora leið fyrir 25 mín. hopp á gamalli 19 sæta Saab 340.  En what the heck...ef þeir vilja borga mér $20 fyrir það þá skal ég nokk fljúga! Smile  Þá sleppur maður líka við umferðarteppuna, sparar bensínið og þar að auki $8 á dag í bílageymslugjald...þvílíkt og annað eins.  Svo getur maður notað tímann á MSP og kíkt á hið fræga karlaklósett þar sem Senatorinn og Repúblikaninn Larry Craig var gómaður í fyrra við "ósiðlegt athæfi" eins og allir muna.

E-175 NWASvo tók ég eftir því við bókunina að á Boston leggnum verður flogið með nýrri og skemmtilegri Brasilískri þotu sem ég hef ekki áður flogið með, Embraer E-175.  Þessi vél er 76 sæta og er mjög hagvkæm á stuttum og meðal-löngum leiðum en hún keppir við Bombardier CRJ-700 og jafnvel Airbus A318.  Nýstofnað dótturfyrirtæki Northwest Airlines, Compass Airlink, eru búnir að kaupa 20 stykki sem er liður í að endurnýja gamla DC-9 flotann hjá NWA.  Vélar með færri en 100 sætum eru að verða mjög vinsælar í flugrekstri í dag, ekki síst vegna þess að kjarasamningar flugmanna kveða á um mun lægri laun fyrir vinnu á vélum sem eru skilgreindar sem "regional" heldur en þotum eins og B737 og A320 sem taka yfir 100 farþega.  Ég dáist annars að þessum fallega flugstjórnarklefa og glæsilegri Honeywell Primus Epic avionics svítunni! Happy

E175 cockpit


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Já það er furðulegt að eiga við verðin hjá þessum flugfélögum. Fer sjálfur á klakann 6 mars.

Ólafur Þórðarson, 29.2.2008 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.