Double Whammy

Eg ætlaði ekki að ergja mig á því að blogga um gengishrunið, íslenskar fjármálastofnanir, myntkörfulánið mitt og allt það helvítis svínarí.  Hvað getur maður svosem sagt?  Nú eru bankarnir að kaupa íslensk krónubréf í massavís til þess að uppgjörið komi betur út um mánaðarmótin og það hefur þau áhrif að gengið lækkar ennþá meira...þeir greinilega virkilega njóta þess að taka fólk í þurrt þessir helvítis andskotar...já afsakið orðbragðið!  Hvað eru þetta annað en siðlausir glæpamenn?  Aarrgghh!!!  Hvernig getur fólk hugsað sér að búa sem þrælar á þessari djöflaeyju?  Það er reyndar ekki auðvelt að sleppa...enda flestir hnepptir í ánauð skuldafargansins...búnir að afsala lífi sínu og frelsi til handa lénsherrunum gráðugu.

Nei, fjandakornið...ég mun leita allra ráða til að komast hjá því að flytjast aftur til íslands þó svo skuldirnar fylgi mér hvert sem ég fer.  Skreppitúr minn á klakann um daginn var alveg nóg áminning um hvers konar bévað bananalýðveldi þetta er! 

Æi afsakið... ég bara varð.

En fyrst maður er byrjaður á að orga og kveina og hella úr skálum reiði sinnar...þá fær Mercedes Benz að heyra það líka.  Þetta er nú meira djöfulsins andskotans motherfucking piece of junk!!!  Af hverju í andskotanum þurfti ég að vera svo vitlaus að kaupa mér gamlan Benz í Ameríku?  Hvað var að Crown Viktoríunni minni?

Jú sí, Mercedes Benz ákvað á sínum tíma að rafmagnsleiðslur á vélinni yrðu einangraðar með umhverfisvænu "bio-degradable" gúmmíi sem þeir keyptu frá fokking 'Israel!  Fínt, ef 10 árum seinna væri það ekki orðið að fokking DUFTI og víraskammhlaup yrði ekki til þess að steikja aksturstölvuna og einhvern fokking Electronic Throttle Valve Actuator sem kostar litla fjögur þúsund dollara, plús $250 sem kostar að láta draga hræið í umboðið í Minneapolis!  UP YOURS FUCKING MOTHERFUCKER!!! 

Og á íslandi hlær bankimann yfir þessu öllu saman þegar maður hringir og betlar hærri yfirdrátt í íslenskum motherfucking krónum.

Er það furða þó fólk fari yfirum nowadays...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við erum eins og í endalausum rússíbana... uuppppp niiiiððurr og alltaf endar það á því að við skrælingjarnir þurfum að borga brúsann

Ratatatatatata its ok, its alright ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 18:32

2 Smámynd: Heimir Tómasson

Erteikkað argur Robbi minn....

Heimir Tómasson, 20.3.2008 kl. 10:47

3 Smámynd: Róbert Björnsson

Æi já kallinn er eitthvað pirraður þessa dagana

Róbert Björnsson, 20.3.2008 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband