NBA - Where Hi-5's happen

ShaddyÞað hefur gengið brösulega hjá hinu unga Timberwolves liði í vetur (18 sigrar - 51 töp so far) og því hefur þeim gengið fremur illa að selja miða á heimaleikina.  Venjulega hef ég farið á svona 10 leiki á ári en þó skömm sé frá að segja hafði ég bara farið á einn leik þetta season (þegar Boston og K.G. komu í heimsókn um daginn).  Nú stendur hins vegar yfir March Madness (úrslitakeppnin í háskólaboltanum) og þá er ekki sýnt beint frá NBA á kaplinum á meðan og því ekkert annað að gera í stöðunni en að skella sér í bæinn og í Target Center.  Svo skemmtilega vildi til að miðar í lower level seating voru á 50% off svo ég fékk mér sæti rétt fyrir aftan körfuna, alveg við útganginn að búningsherbergjunum.  Maður komst því í gott návígi við hetjurnar þegar þeir hlupu inn og út af vellinum og ég rétti að sjálfsögðu út spaðann í hálfleik og eftir leikinn og fékk hi-5 frá Corey Brewer, Ryan Gomes, Mark Madsen og Antoine Walker.  Nú þvær maður sér ekki um hendurnar næstu þrjár vikurnar! Tounge

Leikurinn var annars hin besta skemmtun og sigurinn aldrei í hættu gegn bitlausu liði New York Knickerbockers sem spilaði reyndar án sinna bestu leikmanna.  T'Wolves settu niður 42 stig strax í fyrsta leikhluta og héldu 20 stiga forskoti út leikinn og unnu 114-93.  Það er annars gaman að sjá að T'Wolves liðið er farið að spila mun betur núna á síðustu metrunum og ef þeir fá góðan rookie í sumar þá er aldrei að vita hvað þeir gera næsta vetur. 

...

Annars er maður bara búinn að vera á rúntinum alla helgina...enda ekki annað hægt þegar maður hefur glænýjan Mercedes Benz slyddujeppa að láni frá umboðinu.  Það er hrein unun að keyra þetta tryllitæki og ég held að ég sé þegar búinn að spæna upp 400 mílum um helgina og á samt eftir að fara í sunnudagsbíltúrinn. :-)  Það kemur sér vel að vera á 4-matic því hér er hálfgert páskahret...snjókoma og slabb. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband