Bloggið situr á hakanum

Hér hefur lítið verið bloggað undanfarnar vikur og bið ég bloggvini nær og fjær afsökunar á því, sérstaklega ykkur 14 sem kíkið hérna við á hverjum degi þrátt fyrir að sjá aldrei neitt nýtt! Wink   Skýringin á bloggletinni er aðallega tilkomin út af skóla-stressi, en það er í mörg horn að líta svona á síðasta sprettinum.   Væntanlega verður lítil aukning á blogg afköstum mínum á allra næstu vikum, nema sérstakar ástæður/málefni gefi tilefni til.

Þar sem ég var búinn að lofa nokkrum frænkum mínum reglulegum updeitum af högum mínum og velferð, þá tilkynnist það hér með að ég hef það annars bara alveg með ágætum, er enn í góðum og sívaxandi holdum eins og sjá má á meðfylgjandi mynd, þökk sé hinu heilnæma Ameríska mataræði (egg, beikon og pönnukökur á morgnana, hormóna-borgarar með kransæðakremi í hádeginu og KFC á kvöldin! Tounge).   Hér er ég reyndar svosem ekki nema meðalmaður að stærð og fell vel inn í hópinn enn sem komið er...en það er hætt við að maður verði strappður niður og sendur á Reykjalund þegar maður kemur aftur til íslands...í gastric bypass og lyposuction áður en maður fær passa sem gildur þjóðfélagsþegn!  Den tid, den sorg.

Lamp of KnowledgeMyndin hér að neðan var annars tekin í síðustu viku á svokölluðu "Student Research Colloquium" sem er samkunda þar sem nemendur kynna rannsóknarverkefni sín fyrir gestum og gangandi.  Vinstra megin á myndinni er Robert nafni minn og umsjónar-prófessor, þá ég, og síðhærða horringlan hægra megin er Patrick vinur minn sem ég fékk lánaðann úr grunn-náminu í flugdeildinni til að aðstoða mig við verkefnið.  Þessir kanar eru svo glysgjarnir að þeir ákváðu að hengja svokallaðar "akademískar medalíur" um hálsinn á okkur í virðingarskyni fyrir þátttökuna.  Við eigum víst að bera þessar medalíur í útskriftar-seremóníunni, en þær eru skreyttar með hinu forna tákni mennta sem kallast "Academic Lamp of Knowledge".  Ekki safna ég medalíum í frjálsum íþróttum úr þessu, þannig að þessi kemur sér bara vel. Wink  

Verkefnið okkar, sem var könnun á möguleikum þess að nýta jarðvarma til að koma í veg fyrir ísingu og létta snjóruðning á flugbrautum, er svo líka komið í loka-umferð í hönnunarsamkeppni sem við tókum þátt í á vegum bandarísku flugmálastofnunarinnar, FAA.  Það kemur síðan í ljós í byrjun júní hvernig það fer, en ef við fáum eitt af þremur efstu sætunum þar, yrði okkur boðið til að halda fyrirlestur á ráðstefnu American Association of Airport Executives í New Orleans...sem væri náttúrulega stuð.

 SRC


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir

Já maður var aðeins farinn að sakna þín . Gerði ráð fyrir að þú værir bara upptekin af einhverju mikilvægu. Datt ekki í hug að þér hafi verið rænt af geimverum eða lægir dauður í skurði einhverstaðar . Vonandi kemstu til New Orleans .

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir, 30.4.2008 kl. 10:51

2 identicon

Myndir þú ekki vilja sitja á hakanum ;)

Gengi þér vel félagi!

DoctorE (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 13:39

3 Smámynd: Róbert Björnsson

Óli:  Takk, takk...ég reyni að halda sönsum    En hvaða Bangsatal er þetta eiginlega ha?  hehe... er verið að reyna að flokka mann í einhverja stereótýpu eða hvað?   Bangsar eru líka fólk!


Gunnhildur:  Það er náttúrulega aldrei að vita hvenær geimverurnar láta til skarar skríða sko...né heldur þessir byssuóðu biblíusveiflandi rauðhnakkar... en so far so good

DoctorE:  HAHA!  duh...tók mig nokkrar sekúndur að fatta þennan!   förum ekki nánar útí það...huhuh     en hakinn er jú vissulega nytsamlegt verkfæri.

Róbert Björnsson, 30.4.2008 kl. 17:24

4 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Hvernig er það, getið þið ekki notað jarðvarma í afísingar í 30,000 fetum?

Ólafur Þórðarson, 1.5.2008 kl. 04:06

5 identicon

Er ég ein af þessum fimm frænkum, eða var það fimm fræknu ?

Hef fulla trú á að þú vinnir þessa keppni, verðir rosa frægur og ríkur maður lifandi.

 Kíkti með pabba, afa og syninum í bústaðinn til pabba þíns um helgina. Sonurinn þótti soldið "sunnuvegslegur" og "steinalegur" að pabba þíns sögn. Flottur bústaður á flottum stað.

En varstu búin að sjá þetta.....http://www.mbl.is/mm/fasteignir/fasteign/?eign=296806  minningar

Ragnhildur (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 11:20

6 Smámynd: Róbert Björnsson

Veffari:  hmmm... bara spurning um að beysla hverina!

Ragnhildur:  þú ert náttúrulega aðal-frænkan sko!    Hehe...já er stráksi "Sunnuvegslegur"   Það er gott að heyra...enda myndarfólk allt saman á þeim bænum.   Það verður gaman að sjá þennan fræga bústað...hann var varla fokheldur síðast þegar ég var á klakanum.

Jahá... Southfork á Sunnuveginum til sölu... skrítið að sjá þarna inn eftir öll þessi ár.

Róbert Björnsson, 1.5.2008 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.