As California goes, so goes the Nation

caliÞau gleðitíðindi bárust frá Kalíforníu í dag að Hæstiréttur Kalíforníu úrskurðaði að bann við giftingum samkynhneigðra stangaðist á við stjórnarskrá Kalíforníu og stjórnarskrárvarinn rétt einstaklinga til að velja sér maka og stofna fjölskyldubönd, óháð kynhneigð.  Frétt mbl.is um málið virðist ranglega gefa til kynna að eingöngu sé um að ræða San Francisco en hið rétta er að úrskurðurinn gildir fyrir allt Kalíforníu-ríki sem er fjölmennasta fylki Bandaríkjanna.  Kalífornía er því hér með orðið annað fylkið í Bandaríkjunum, á eftir Massachusetts, sem heimilar hjónabönd samkynheigðra.

Athygli vekur að 6 af 7 dómurum Hæstaréttar Kalíforníu voru skipaðir af repúblikönum og taldir nokkuð íhaldssamir en dómurinn féll engu að síður 4-3 og það ber einungis vitni um að óháð flokkslínum verða menn að virða stjórnarskrána og þá staðreynd að hún er skrifuð til að verja réttindi fólks en ekki til að viðhalda óréttlæti og misrétti.

Arnold Schwarzenegger ríkisstjóri (R) hefur gefið út þá yfirlýsingu að hann ætli að una dóminum og ekki beita sér fyrir breytingu á stjórnarskrá Kalíforníu sem myndi útiloka giftingar samkynhneigðra.  Þrátt fyrir að þessi úrskurður sé mikill sigur fyrir mannréttindabaráttu samkynhneigðra hefur hann þó enn sem komið er, ekki áhrif á landsvísu en þó er talið að þetta muni með tímanum hafa mikil áhrif á þróun mála í öðrum fylkjum og vekur sömuleiðis upp vonir um að Hæstiréttur Bandaríkjanna taki málið upp með tíð og tíma.  George Bush og hans lið hefur barist fyrir því lengi að sjálfri stjórnarskrá Bandaríkjanna verði breytt til þess að útiloka hjónabönd samkynhneigðra.  Það er útilokað að slíkt næði fram að ganga enda þyrfti 2/3 meirihluta á þingi til að samþykkja viðbót við stjórnarskrána, en slíkar viðbætur eru í daglegu tali kallaðar "Bill of Rights"...en ekki "Bill of Discrimination".

Það eru nú rúm 40 ár síðan Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði í máli Loving vs. Virginia sem felldi úr gildi bann við giftingum svartra og hvítra.  Þá, líkt og nú, þurfti Hæstaréttarúrskurð til þess að réttlætið næði fram að ganga, þvert gegn almenningsálitinu á þeim tíma.

Það eru aðeins 11 ár síðan Bill Clinton gerði þau mistök að skrifa undir (ó)lög sem kallast "Federal Defense of Marriage Act" (F-DoMA) sem koma í veg fyrir að Bandaríska alríkið (Federal Government) þurfi að viðurkenna hjónabönd samkynhneigðra, óháð því hvort þau séu lögleg í einstökum fylkjum (eins og CA og MA) og kemur einnig í veg fyrir að önnur fylki þurfi að viðurkenna slík hjónabönd.  Þetta þýðir að samkynhneigð hjón (í MA og nú CA) geta t.d. ekki sótt um sömu federal skattafríðindi og "social security" fríðindi eins og hver önnur hjón, sem getur þýtt árlegt tekjutap uppá allt að 23 þúsund dollara.  Þetta óréttlæti stenst engan vegin klásúlur í stjórnarskránni en Hæstirétturinn neitar sífellt að taka málið upp.  Þess ber þó að geta að Barack Obama hefur heitið því að berjast fyrir afnámi þessara laga þegar hann verður forseti.

Nú er boltinn farinn að rúlla og í raun bara tímaspursmál hvenær réttlætið sigrar í Bandaríkjunum, eða eins og máltækið segir:  "As California goes, so goes the Nation". Smile


mbl.is Giftingar samkynhneigðra heimilaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alls óviðkomandi hommalögum ...bara soldið langt síðan ég hef kíkt hingað inn og þú búin að útskrifast í millitíðinni og skrifa um það pistil.

 Innilega til hamingju með útskriftina. Búin að ná því hvað þú ert orðin, umhverfistæknifræðuringur ! Hvað er þetta með þig maður fékkstu engin heiðursverðlaun að þessu sinni ?

Hvað á svo að læra næst ? Hvernig væri að skella sér í Bændaskólann á Hvanneyri, ég sé þig alveg fyrir mér þar.

Ragnhildur (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 10:00

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Já þakka ykkur fyrir,

Nei Ragnhildur engin heiðursverðlaun...nú var maður bara óbreyttur "Average Joe"   ...og jú er það ekki bara Hvanneyri næst?  hehe you never know.

Róbert Björnsson, 16.5.2008 kl. 17:15

3 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Kalifornía er land öfganna, Þar finnst hið versta og hið besta, flott þetta með lög samkynhneigðra.

Þegar Texas er búið að samþykkja sama, þá er ekkert til fyrirstöðu.

Ólafur Þórðarson, 17.5.2008 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.