Hillary fer yfir strikið

Nú er kerlingar-skömmin endanlega búin að skíta á sig í þessari kosningabaráttu og í örvæntingu sinni missir hún útúr sér þessa óforskömmuðu og ófyrirgefanlegu setningu þar sem hún rifjar upp morðið á Bobby Kennedy (smekklegt 3 dögum eftir að Teddy Kennedy greinist með heilaæxli) og í því samhengi gefur til kynna að það sé nú of snemmt fyrir sig að draga sig í hlé því það sé nú aldrei að vita nema mótframbjóðandi hennar verði ráðinn af dögum! 

Það er með ólíkindum að jafn reyndur stjórnmálamaður og frú Clinton skuli hafa látið þetta útúr sér (burtséð frá því hvað hún meinti með þessu) en þetta var að öllum líkindum síðasti naglinn í kistu framboðs hennar. 

Kíkið á hvað Keith Olbermann hefur um málið að segja... hann lætur hana sko heyra það...og ég tek undir hvert orð!


mbl.is Clinton vísar til morðsins á Robert Kennedy
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

úff.. mér finnst þetta ekki svo hræðilegt. í rauninni finnst mér þetta bara ekkert hræðilegt. viðkvæmt fólk.

Telma (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 15:50

2 identicon

Pólitískt sjálfsmorð hjá kerlingunni

DoctorE (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 16:06

3 Smámynd: Róbert Björnsson

Þetta var í alla staði óheppilega orðað hjá henni og afsökunarbeiðnin var harla ómerkileg.  Þetta skiptir svosem litlu héðanaf...hún er hvort eð er búin að tapa...þó hún neiti ennþá að horfast í augu við staðreyndir.

Róbert Björnsson, 24.5.2008 kl. 17:34

4 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Jamm, var þetta hótun..?

Hún hlýtur að hafa gleymt að taka lyfin sín. Það verður spennandi að sjá hvort einhver brjálæðingurinn tekur þessu sem tillögu......

Bandaríkjamenn hljóta nú samt að spotta svona heimsku.....

FRIÐUR ( er ókeypis ).

Haraldur Davíðsson, 24.5.2008 kl. 20:42

5 Smámynd: Róbert Björnsson

Þó svo hún hafi auðvitað ekki meint þetta eins og það hljómaði þá var þetta engu að síður algerlega óviðeigandi og vitlaust...og ekki bætir úr skák að hún sér ekki sóma sinn í að viðurkenna það eða útskýra nánar hvað hún átti við.

Það voru enn vangaveltur um það hvort hún fengi varaforsetann...en nú virðist það vera endanlega úr sögunni fyrir hana líka.

Róbert Björnsson, 25.5.2008 kl. 02:20

6 Smámynd: Róbert Þórhallsson

Umræddur Keith Olbermann tekur hana í gegn. Vá hvað hann er blóðheitur og ég skil hann bara vel. Bless bless Hillary.

Róbert Þórhallsson, 3.6.2008 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.