Var viðstaddur sigurræðu Obama
4.6.2008 | 07:31
Það var ógleymanleg upplifun að sjá og heyra næsta forseta bandaríkjanna flytja magnaða ræðu í Xcel Energy Center í St. Paul núna áðan, ásamt 22 þúsund dyggum stuðningsmönnum hans. Það er erfitt að lýsa stemmningunni en ég rétt slapp inn eftir að hafa staðið í 2ja mílna langri biðröð í 3 tíma. Þúsundir til viðbótar komust ekki inn en horfðu á ræðuna á jumbotron skjá fyrir utan höllina.
Hérna er stutt vídeó sem ég tók þegar kappinn mætti í höllina...en ég er með töluvert meira myndefni sem ég á eftir að klippa saman og upplóda hérna væntanlega annað kvöld. Þetta verður að duga í bili, enda kominn háttatími...zzz :-)
Obama lýsir yfir sigri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
þvílík mauraþúfa :)
Gott að karlinn tók þetta og að kerlingin játaði sig loks sigraða, nú er spurningin hvort Obama vil hana sem VP ;)
DoctorE (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 08:19
...nú er spennandi að sjá hvort hann á eitthvað í þau öfl sem raunverulega ráða...
Haraldur Davíðsson, 4.6.2008 kl. 18:41
vei !!!
Býst einhvernveginn við svaka breytingum, vona að þetta sé frábær kall.
Ragnhildur (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 21:13
Heyrði ég rétt, hljómaði U2 þarna undir? Alltaf þarf þessi Bono að troða sér að! Eða misheyrist mér algjörlega?
Ingi Björn (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 22:23
Takk fyrir kommentin öll... er eiginlega of sleepy núna til að svara (3am up here)...
Ragnhildur: Obama can talk the talk...but can he walk the walk? Jú, ég vona það svo sannarlega... en væntingarnar eru rosalegar...svo það verður eflaust erfitt fyrir hann að standast þær allar.
...og Ingi, jú held þeir hafi verið með Bono á fóninum... ásamt öðrum ellismellum. :-)
Róbert Björnsson, 5.6.2008 kl. 07:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.