Víðeó-bloggur
15.6.2008 | 13:28
Kæru vinir og vandamenn, ég vona að þið sjáið ykkur fært að kíkja á eftirfarandi myndbönd. Gærdagurinn fór í að taka þetta upp og ég vakti til 5 í morgun til að klippa þetta saman og hlaða inná youtube...eins gott að það er sunnudagur...zzzZZZzzz... Vona að þið hafið smá gaman af þessu! ATHUGIÐ - Til að sjá myndböndin í betri myndgæðum er hægt að tvísmella á myndbandið (þá opnast nýr gluggi inn á youtube síðunni) - þar er hægt að smella á "watch in high quality" hægra megin undir myndbandinu - svo er um að gera að stækka gluggan og horfa í full screen. (smellið á íkon neðst í hægra horni myndbandsins)
Saint Cloud - Part 1
Saint Cloud Part 2
Saint Cloud State University - skoðunarferð um campusinn
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Menntun og skóli, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ég tók það smá til mín þegar þú sagðir "Skella sér í Doctorinn" ;)
En hey velkominn á klakann
DoctorE (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 13:36
Ég skil vel að þú kveðjir þessar slóðir með trega. Þarna er friðsælt og fallegt, kannski einum of friðsælt. Þú varst hálf einmanna í þessu öllu og varla nokkra hræðu að sjá á ferli.
Annars eru fallegir staðir hér líka. Ég er hér á Sigló og þaðan er stutt í fljótin og aðrar nálægar náttúruperlur, sem skarta sínu fegursta nú. Ísland er ekki svo slæmt, ef maður leiðir hjá sér að ergja sig á þeim fáráðlingum sem stjórna landinu. Þeim er jú að keyra allt í kaldakol hér, en upp úr því rís bara fegurri fugl.
Og talandi um pólitík....Sá þetta myndband. Sem ég veit að kætir þig.
Jón Steinar Ragnarsson, 15.6.2008 kl. 20:42
Doctor: Hehe...já doctorinn yrði sko ekki tekinn neinum vetlingatökum!
Jón Steinar: Já, það voru ekki margir á ferli í gær...sérstaklega í skólanum enda laugardagur um hásumar...maður hafði bara allt svæðið útaf fyrir sig.
Það er mikið rétt að blessað landið okkar er nú ægifagurt víða...það má nú eiga það. Bara ef sumt fólk gæti hætt að láta eins og fífl gæti það verið ágætis staður til að búa á...en nóg er svosem af fíflunum líka hér...það er ekki það. Verðum við ekki að vona að með tíð og tíma rætist úr þessu öllu saman...við verðum bara að halda áfram að þrauka þangað til.
Og takk fyrir þetta myndband...hehe...helvíti gott! :)
Róbert Björnsson, 15.6.2008 kl. 21:09
Þetta er bara skidegodt hjá þér... góður vídeó blöggur og tónlistin vel blöstuð inná.
Ég skil vel að þú eigir eftir að sakna svona staðar. En ég held að það sé alveg sama hvert maður fer eða hvar maður sest að, ef að manni tekst að láta sér líða eins og maður sé heima hjá sér þá saknar maður staðarins eftir á. Svona leið okkur eftir Tulsa og svona leið mér sjálfum þegar ég flutti frá Kaupmannahöfn.
Steini (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 16:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.