Frægur í Senegal!

Hahaha...ég sagði frá því um daginn að franska blaðið Le Nouvel Observeur birti myndbandið mitt sem ég tók af Obama í St. Paul á vefnum sínum...en þetta slær það þó út!  Myndbandið mitt er "Vidéo du jour" á forsíðu Senegalska fréttavefsins sen-adresse.com í dag.   LoL

senegal.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá ég fer að biðja þig um eiginhandaráritum sko :=)

DoctorE (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 22:30

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Jamm ekki veitir af!    Hey, ef maður meikar það ekki í Hollywood...og ekki einu sinni í Bollywood...þá má alltaf reyna frönskumælandi Afríku!

Róbert Björnsson, 20.6.2008 kl. 22:35

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

 Má ég segja að ég þekki þig? Sé jafnvel málkunnugur og hafi snætt með þér dinner á virtum veitingastað í Reykjavík?

Jón Steinar Ragnarsson, 22.6.2008 kl. 03:29

4 Smámynd: Róbert Björnsson

Já Jón, ég reyni að láta celeb statusinn ekki stíga mér til höfuðs og er enn vinur vina minna!     Og jú, þetta var ánægjulegur dinner þarna á þessum sögufræga og virta veitingastað í Reykjavík hehe!  Ekki kannski beint Grillið á Hótel Sögu... enda var ég bara nobody þá sko!   En næst getur maður varla látið sjá sig eta sviðakjamma á BSI!!! 

Róbert Björnsson, 22.6.2008 kl. 08:29

5 Smámynd: Heimir Tómasson

Jess, loksins einhver frægur frá Selfossi!

Heimir Tómasson, 23.6.2008 kl. 03:07

6 Smámynd: Bumba

Sæll, les oft bloggið þitt og þykir það oftar athyglisvert en hitt. Passaðu þig bara á því að verða ekki tekinn í Þjóðarballet Senegals, það er merk og gömul stofnun og stórkostleg. Þykir frekar harðhent hvað þjálfun snertir allavegana. Með beztu kveðju.

Bumba, 23.6.2008 kl. 06:27

7 Smámynd: Róbert Björnsson

Kærar þakkir fyrir innlitið og viðvörunina!    Verð að viðurkenna að ég hafði ekki heyrt um þjóðarballet Senegals fyrr...en nú varð ég að fletta þeim upp og á þessu myndbandi fer ekki á milli mála að þetta eru miklir listamenn!

http://www.youtube.com/watch?v=zQj9SePa_KY

Róbert Björnsson, 23.6.2008 kl. 06:43

8 Smámynd: Bumba

Svo er þetta svo fallegt fólk, stórglæsilegt. Fallegustu karlmenn í heimi er sagt byggja Senegal. Hvað svo sem hæft er í því. Þjóðarballettinn heimsótti Ísland á Listahátíð minnir mig 1972. Frekar en þrjú. Ég var þá búsettur á Íslandi og sá hann. Einnig þá kom hann hérna fram í Amsterdam fyrir nokkrum árum en ég gat þá ekki farið vegna einhvers sem ég ekki man eftir. En gaman að fylgjast hversu vel þér gengur kappinn. Og svo ertu nú líka eilífðarstúdent. Það er vel. Gangi þér allt í haginn. Með beztu kveðju héðan frá Amsterdam.

Bumba, 23.6.2008 kl. 07:33

9 Smámynd: Róbert Björnsson

Hehe já þeir eru nú margir nokkuð myndarlegir og vel vaxnir!    Flestir af þrælunum sem voru fluttir hingað til Ameríku á sínum tíma, komu frá Vestur-Afríku, aðallega Senegal, Gambíu og Nígeríu og það er athyglisvert að sjá að rythminn, trommuleikurinn og dansinn virðist enn vera í genum þeirra hér.  Eg hef verið svo lánsamur að kynnast nokkrum "African Americans" nokkuð vel hér og mér hefur líkað afskaplega vel við þá.  Þægilegt fólk með húmorinn í lagi og með mikla og vanmetna menningarsögu.

Takk fyrir kveðjurnar og sömuleiðis bestu kveðjur til Hollands!  Lands sem mig hlakkar mikið til að heimsækja einhvern daginn.

Róbert Björnsson, 23.6.2008 kl. 08:47

10 Smámynd: Bumba

Vertu velkominn Róbert litli, ég hef búið hérna síðan 1980, og reynt hvað eftir annað að fara í burtu meðal annars til Íslands og búsetja mig þar. En ég hef engar rætur á Íslandi nema heima í Ólafsfirði, rætur mínar eru hérna í litlu íbúðinni minni í útjaðri miðborgar Amsterdam. Hlakka til að fá þig í heimsókn. Slæ á skypeþráðinn einhvern tímann. Með beztu kveðju.

Bumba, 23.6.2008 kl. 09:48

11 Smámynd: Bumba

Já og velkominn í bloggvinahópinn Róbert minn. Með beztu kveðju.

Bumba, 23.6.2008 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband