Auðvelt að svæfa fulla flugdólga

andið eðlilegaHér áður fyrr kunnu íslenskir flugvélstjórar á "áttunum" og 727 ráð við óstýrilátum fyllibittum á leið í sólarlandaferð...þeir lækkuðu einfaldlega loftþrýstinginn um borð nógu mikið til að svæfa liðið.  Þetta má víst ekki í dag...auk þess sem lofþrýstingur á nýju vélunum er tölvustýrður...en þetta var einföld og þægileg lausn á vandamálinu á sínum tíma. 

Alkóhól virkar þannig á líkamann að það minnkar súrefnis-upptöku blóðsins og þar af leiðandi verður heilinn fyrir vægum súrefnisskorti (sem veldur áhrifunum)...áhrifin magnast mjög eftir því í hve mikilli hæð þú ert því þar sem loftið er þynnra nær líkaminn minni súrefnis-upptöku.  Þetta útskýrir af hverju íbúar Denver (mile high city) þurfa miklu minna af Coors Light til að verða jafn fullir og St. Louis búar af sínum Bud Light.  

Ef loftþrýstingurinn er minnkaður örlítið um borð í flugvél, svo lítið að ódrukknir farþegar taka ekki eftir því...fá kannski smá hausverk...þá dugar það til þess að illa drukkinn maður fær væga hypoxíu (sökum  súrefnisskorts) og passar út stone cold og er engum til ama það sem eftir er ferðarinnar. Wink  Eina vandamálið var að flugmennirnir urðu sjálfir stundum svolítið syfjaðir hehe.


mbl.is Reyndi að opna flugvélahurð í lofti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hann hefði semsagt sofnað, ef hann hefði náð að opna? 

Annars lenti ég í þessu í  den í flugi vastan af fjörðum í gömlum Islander bárujárnsbragga með vængi. Einn fullur og feitur, heimtaði að komast út að pissa og tókst að losa hurðina, sem af einhverjum orsökum opnaðist ekki. Annar flugmaðurinn svæfði hann með hálstaki og hann pissaði á sig.

Á flugvellinum, stökk svo fíflið út og var nærri farinn í hreyflana en var aftur snúinn niður af árvökulum flugvallarstarfsmanni. Þetta var fjörug flugferð í þoku með eitthvað af biluðum tækjum, svo menn voru að fljúga svolítið í hringi og giska á hvar þeir væru, en allt fór vel að lokum.

Annars er þetta sæt mynd af konunni þarna að hjálpa eiginmannsviðrininu sínu að setja upp súrefnisgrímu. Minnir á Danny DeVito og frú.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.7.2008 kl. 23:20

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Haha...já hann hefði örugglega lent sofandi! 

Usss...þetta hefur verið skrautlegt ferðalag á grey manninum

Já Danny DeVito segirðu... er hann ekki ennþá með Rheu Perlman úr Staupasteini?  Hún er nú álíka smávaxin og þau voru frekar kjútt par í denn allavega.

Róbert Björnsson, 17.7.2008 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.