Skopskyn McCain

bush-mccain.jpgL.A. Times greindi frá því í gær að starfsmaður sýklavopna-rannsóknardeildar Bandaríkjastjórnar hafi fundist látinn, og svo virðist sem hann hafi framið sjálfsmorð, eftir að rannsókn FBI leiddi í ljós að miltisbrandurinn (Anthrax) sem sendur var bréfleiðis til nokkurra fjölmiðla og þingmanna rétt eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september hafi mátt rekja til þessa tiltekna starfsmanns. (sjá frétt L.A. Times hér

Miltisbrandurinn vakti verulega hræðslu meðal Bandaríkjamanna á þessum tíma og dró fimm manns til dauða (flestir starfsmenn póstþjónustunnar).  Hvort sem menn trúa því að hinn nýlátni starfsmaður hafi staðið einn að verki, eða hvort um víðtækt samsæri sé að ræða, þá er eitt á hreinu:  Bush stjórnin nýtti sér miltisbrands-tilfellin til hins ítrasta til þess að auka á ótta þjóðarinnar og vísvitandi (þeir vissu strax um hvaðan þessi miltisbrands-stofn var ættaður) LAUG því að þjóðinni að líklega væri miltisbrandurinn ættaður frá...yes you guessed it...Írak!   

Og hver var það sem mætti í spjallþátt Lettermans í október 2001 og sagði þjóðinni frá þessu?  Og að "Phase Two" í stríðinu gegn hryðjuverkum væri að ráðast á Írak?  Jú, auðvitað sprelligosinn og húmoristinn John McCain.  (sjá nánari umfjöllun hér)


mbl.is McCain: Skopskyn nauðsynlegt í kosningabaráttunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Af hverju skrifarðu Iraq? Þetta land hefur nú yfirleitt verið kallað Írak upp á íslenzku. Smá leiðinda afskiptasemi, ég veit.

Markús frá Djúpalæk, 2.8.2008 kl. 18:52

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Takk fyrir ábendinguna...þetta hefur verið leiðrétt!

Róbert Björnsson, 2.8.2008 kl. 18:57

3 identicon

McCain er klárlega alveg úti að aka í öllu sem hann gerir.

Hey Iraq Irak Írak .... forget the spello police :)

DoctorE (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 19:14

4 identicon

Þeir vita allt og stjórna öllu, það er samt eitt sem ég vil vita hvað er til í þessu.

Er það rétt sem ég er að heyra að stóru blöðin í BNA hafi verið komin út með tilkynningu um að turnarnir væru fallnir 2 tímum áður en það gerðist og það megi rekja til þess að þeir föttuðu ekki málið með tímabeltin.

Þetta gerðist víst líka þegar JFK var tekin að lífi og núna síðast með fréttakonu á BBC þar sem hún tjáir öllum þeim sem eru að horfa að báðir turnarnir sé fallnir, en sést mjög greinilega að annar turninn stendur ennþá.

Þetta by the way er ekki tengt kenningu á neinn hátt þar sem þriðja málsgreinin er staðreynd hef ekki fengið það fyrra staðhæft þess vegna spurning ;=)

Annars flott !! Takk, ég á fljótlega eftir að henda inn meiru! 

Jón Haukdal (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 00:02

5 Smámynd: Róbert Björnsson

Hehe...já, það er svosem ekkert skrítið að fólk velti þessum hlutum fyrir sér, þar sem trúverðugleiki Bush stjórnarinnar er algerlega zero...og svosem nánast öllu trúandi á þessa glæpamenn.

Engu að síður hef ég ekki keypt þessar samsæringskenningar um að 9/11 hafi verið innanbúðarverk...  þær standast alls ekki nánari skoðun að mínu mati. 

Róbert Björnsson, 3.8.2008 kl. 03:24

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það var einhver Íslenskur eða Íslenskættaður vísindamaður, sem fannst dauður á brú um það leyti sem Anthax málið stóð sem hæst. Kringumstæðurnar voru í meira lagi einkennilegar. Hann hafði stöðvað bílinn á brú minnir mig og gengið út og hent sér yfir handriðið. Engin vitni og dæmt sjálfsmorð, þótt hans nánustu segðu að það gæti ekki verið.

Hann starfaði hjá einhverju af þesum lífefnafyrirtækjum, sem tengdust málinu. Það væri ráð að grafa þetta upp aftur og skoða málið. Mér fannst þetta fara furðulega lágt, enda drukknaði svona í allri hinni hysteríunni, sem kannski var ætlunin.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.8.2008 kl. 05:00

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þvílíkt minni! Hann var giftur íslenskri konu og var á leið til Íslands. Hér er þetta.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.8.2008 kl. 05:23

9 Smámynd: Róbert Björnsson

Jahérna...merkilegt með þennan náunga sem fór í ánna...ég mundi ekki eftir þessu, hvað þá tenglsum hans við ísland.  Furðulegt atvik og furðulegar opinberar útskýringar.

Róbert Björnsson, 10.8.2008 kl. 07:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband