Wal-Mart þrýstir á starfsfólk að kjósa McCain

new_walmart_uniforms_624813.jpgVerslunar-risinn og fasista-fyrirtækið Wal-Mart hefur undanfarið beitt starfsfólk sitt hótunum og hræðsluáróðri í von um að hafa áhrif á komandi forsetakosningar.  Obama hefur lýst yfir stuðningi við nýtt lagafrumvarp sem myndi gera verkafólki auðveldara að stofna verkalýðsfélög, en Wal-Mart hefur hingað til umsvifalaust rekið alla starfsmenn sem hafa reynt að skipuleggja starfsmannafélög og þrýstihópa.  Hjá Wal-Mart starfa um 1.1 milljón manns (lang fjölmennasta fyrirtæki Bandaríkjanna) og nýlega hafa deildarstjórar fyritækisins verið boðaðir á fundi þar sem lögð er mikil áhersla á "hættuna" sem stafar af því að demókratar vinni kosningarnar og rekinn áróður fyrir John McCain. (sjá umfjöllun Huffington Post)

Þess má geta að 80% starfsfólks Wal-Mart keðjunnar er ekki ráðið í fulla vinnu svo fyrirtækið sleppi við að útvega starfsfólki sínu sjúkratryggingar.  Mér satt að segja býður við þessu fyrirtæki og hef ekki lengur lyst á að versla þar.

Hvað er fólk svo að kvarta yfir Baugi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Siggi Lee Lewis

En þetta er bara buissnes. Svona á að reka fyrirtæki. Það er ekki af ástæðulausu sem Wal-Mart er stæðsta verslunarkeðja heims. $$$ ;-)

Siggi Lee Lewis, 3.8.2008 kl. 10:40

2 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Mér fannst gaman að versla í Wal-Mart þegar ég var í US síðast, en mér líst ekkert á McCain. 

Margrét St Hafsteinsdóttir, 5.8.2008 kl. 02:05

3 Smámynd: Róbert Björnsson

Siggi:  Svona á einmitt ekki að reka fyrirtæki að mínu mati.  Algert siðleysi, græðgi og fullkomið skeytingaleysi um samfélagslega ábyrgð er ekki góður buisness til lengri tíma litið.

Magga:  Mér þótti líka einu sinni gaman að versla í Wal-Mart...áður en ég kynnti mér starfshætti fyrirtækisins og áhrif þess á þjóðfélagið.   Fyrir íslending er ótrúleg upplifun að koma inn í Wal-Mart Supercenter og sjá vöruúrvalið og verðlagið... en samvisku minnar vegna hef ég undanfarin ár sniðgengið Wal-Mart eftir bestu getu.   Ef ég þarf endilega að fara í stórmarkað þá vel ég frekar Target eða ShopCo...annars fíla ég mun betur að versla í minni sérvöruverslunum.

Róbert Björnsson, 5.8.2008 kl. 06:10

4 identicon

Það er út af þessu meðal annars sem mér finnast hugmyndir sumra frjálshyggjumanna þess efnis að banna verkalýðsfélög, fáránleg. Að nokkrum heilvita manni skuli detta það í hug að fólk á vinnumarkaði muni vegna betur án samtakamáttarins. Fyrirtækjaeigendur munu alltaf sökum græðginnar gera allt sem í þeirra valdi er til þess að borga sem minnst fyrir vinnuna. Það hefur alltaf verið svoleiðis og er ekki á leiðinni að breytast. Af þessum ástæðum finnst mér bara bjánalegt og barnalegt þegar menn eru að stinga upp á því að hver og einn semji fyrir sig um laun við sinn vinnuveitenda eins og maður heyrir svo oft frá hægrimönnum. Það eru reyndar til fyrirtæki sem hugsa ekki eins og Wall-Mart, eins og t.d. Google sem rekur ákveðna mannauðsstefnu sem er til hagsbóta fyrir starfsmanninn og þar með fyrirtækið. Það eru reyndar sérhæfðari störf en að afgreiða í smávöruverslun.

Valsól (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 22:24

5 Smámynd: Róbert Björnsson

Já, það eru sem betur fer til fyrirtæki sem koma fram við starfsfólk sitt af virðingu en ekki skít eins og Wal-Mart og fleiri.  Starfsfólkið er nú hjá flestum fyrirtækjum einn helsti auðurinn og mörg fyritæki eru farin að átta sig á því...en sumstaðar ríkja gamaldags og mannfjandleg viðhorf því miður.

Róbert Björnsson, 8.8.2008 kl. 19:39

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er viðbjóður og myndin ansi viðeigandi. Annars hélt ég að Hillary væri í stjórn Walmart.  Hvernig gengur það upp?

Annars flott þetta nýja format hjá þér, hvernig fékkstu það? Sendu mér endilega póst. Það kvarta svo margir yfir rauða lúkkinu hjá mér.

Annars takk fyrir að skamma mig þarna um daginn. Ég viðurkenni að ég skaut yfir markið, en einhvernvaginn var þessi dagur svo yfirfljótandi í vemmilegheitum og kertafleytingum, tíbet, hiroshima....you name it.

Ég setti t.d. vinsamlegar athugasemdir (í alvöru)inn á blogg Vina Tíbet og þær voru allar strikaðar út og ég bannaður. Bara fólk, sem póstaði hjörtum og væmni fékk að vera inni. Soldið spez og kínverskt eitthvað.

Stundum er þessi gállinn á manni. Veikur með hita og leiðist...BANG! eins og doktorinn myndi lýsa því.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.8.2008 kl. 01:46

7 Smámynd: Róbert Björnsson

Það er nokkuð langt síðan Hillary var í stjórn Walmart...en merkilegt staðreynd engu að síður.  Walmart er náttúrulega upprunnið í Arkansas, heimafylki hennar og Bill...og satt að segja eru þeir soddan rednecks þarna í Arkansaaaww...mikið suðurríkja white trash mentalítet.

Sendi þér póst varðandi afganginn :)

Róbert Björnsson, 10.8.2008 kl. 07:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband