Dallas, Texas

salladÞað er eitthvað furðulega heillandi við Dallas sem ég á bágt með að útskýra.  Nú hef ég ferðast um flest-allar stórborgir í Bandaríkjunum á síðustu árum og það er erfitt að bera þær saman...en þær tvær borgir sem mér finnst einna vænst um eru Chicago og Dallas.  Þetta kann að koma einhverjum á óvart...hvað með NY, LA, San Fran, D.C., Miami?  Jú, jú...allt frábærir staðir á sinn hátt...en ég er "uppalinn" í Mið-Vestrinu...and thats where my heart is.

Kannski ást mín á Dallas tengist á einhvern hátt sápuóperunni sem ég glápti á sem barn ásamt ömmu minni af mikilli athygli...það var eitthvað svö töff við þennan stað...ég vissi strax þegar ég var 6 ára að eitt af takmörkum lífs míns væri að komast til Dallas!  Joyful

southfork.jpgRaunar var það eitt mitt fyrsta verk þegar ég loksins kom til Dallas að kíkja á Southfork búgarðinn fræga, sem nú er safn tileinkað þáttunum frægu.   Búgarðurinn er staðsettur rétt norður af Dallas, nánar tiltekið í jaðri Plano, Texas.  Það er ótrúlega fallegt þarna, endalaus sléttan blasir við undir "the Big Blue Texas Sky" og nokkur hross og Texas Longhorns naut á beit.  Einn og einn olíubor í fjarska. 

Texas er reyndar mjög sérstakt fylki...eða "like a whole ´nother country" eins og slagorðið þeirra er.  Eitt sinn tók ég Grayhound rútu frá Dallas upp til Oklahoma og á landamærunum sagði bílstjórinn í kallkerfið "Well folks, we´re now leaving the Great State of Texas and entering the United States of America!" Cool  Þetta lýsir hugsunarhættinum í þeim mjög vel.

Þegar ég bjó í Oklahoma keyrði ég margar ferðir niður til Dallas (þó það væri 5 tíma keyrsla hvora leið) bara til þess að upplifa stórborgarborgar-stemmninguna og mæta í Reunion Arena á heimaleiki Dallas Mavericks í NBA deildinni.  Talandi um Reunion Arena þá er Reunion Tower þar við hliðina eitt helsta kennileiti borgarinnar og gaman að fara upp í hann.

Vegakerfið í Dallas er magnað...fyrir utan Houston er þetta ein svakalegasta bílaborgin sem ég hef keyrt um.  Miklu afslappaðara að keyra í Los Angeles (believe it or not).  Það eykur bara á stemmninguna...það er fátt skemmtilegra en að keyra um Texas á Lincoln Continental með risastóran kúrekahatt á hausnum og Willy Nelson á fullu í útvarpinu! Wink  Yeeehaaaww!!!  Bara muna að passa sig á Walker Texas Ranger...don´t mess with Chuck Norris!  LoL

jfk2.jpgEitt af því sem vert er að skoða í Dallas er Dealy Plaza og The Sixth Floor Museum þar sem hægt er að horfa út um gluggan sem Lee Harvey Oswald er sagður hafa skotið JFK út um.  Magnaður staður og magnað safn.  Engu hefur verið breytt á Dealy Plaza síðan 1963 og það er einkennileg upplifun að upplifa söguna svona beint í æð.

Maður fer ekki frá Dallas öðruvísi en að koma við á góðu steikhúsi (mæli með Lone Star Steakhouse) og svo er um að gera að kíkja á gamla bæinn og ródeóið í Ft. Worth og Six Flags skemmtigarðinn í Arlington ef maður er að þvælast þarna á annað borð.

Það versta við Dallas er að hún er full af alvöru J.R. Ewingum...og nýlega var George Dubbyah Bush að kaupa sér hús í Dallas sem hann flytur í eftir 164 daga...en það er skömminni skárra að geyma hann þar en í Washington, ekki satt.

Endilega kíkið á þetta bráðfyndna og hjartnæma myndband frá ferðamannaráði Texas! LoL


mbl.is Endurfundir á Southfork
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyndid Robert. Eg er einmitt eilifarstudent sjalf i Bandarikjunum, reyndar a vesturstrondinni, Californiu. Og lika fyndid ad eg er flugkona (commercial pilot). Eg mun emaila ther seinna:)

Birna (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 07:30

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Hlakka til að heyra í þér Birna!

Róbert Björnsson, 14.8.2008 kl. 22:01

3 Smámynd: Heimir Tómasson

Endilega hafðu líka samband. Er í Seattle.

Heimir Tómasson, 15.8.2008 kl. 23:29

4 Smámynd: Siggi Lee Lewis

"Dallas. Where big things are bigger than big"

Siggi Lee Lewis, 22.12.2008 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband